Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 21
,fEn þá hugsaði Peggy um stóra húsið hennar móður hans, líiið sem William var búinn að qkveða, að þau lifðu, allár ákvarðanirnar sem hann myndi taka og hún aldrei fá að ráða neinu um. Hún myndi verða að beygja sig í auðmýkt... eins og viljalaus gólftuska. „Nei,“ sagði hún upphátt. „Nei, nei og aftur nei. Þúsund sinnum nei.“ KLUKKAN tvö hringdi sím- inn, og skipandi rödd sagði: „Peggy Barn? Þetta er frú Kenny. Viltu drekka te hjá mér í dag?“ Peggy ætlaði að segja nei. En hún var forvitin að vita hvers vegna móðir Williams hafði hringt. Það hafði hún aldrei gert fyrr. „Já,“ sagði hún. Frú Kenny bjó í stóru og reisulegu húsi sem hafði verið í eigu Kenny-ættarinnar um áratuga skeið. Þegar Peggy kom þangað, var henni vísað inn.í dagstof- una. Frú Kenny reis úr sæti sínu, silfurhærð og tignarleg. „Vertu velkomin. Gerðu svo vel að setjast niður. Það er gott veður í dag.“ „Indælt,“ sagði Peggy og settist. „Hvort má bjóða þér ind- verskt eða kínverskt te?“ spurði frú Kenny. „Alveg sama,“ sagði Peggy. Önnur augnaþrúnin lyftist lítið eitt. Frú Kfenny hellti í bollana. Síðan hállaði hún sér aftur á bak í stólnum. „William sagði mér í gærkvöldi, að þú værir með höfuðverk og treyst- ir þér ekki til að koma og borða með okkur.“ „Ég var ekki með neinn höfuðverk.“ Frú Kenny kinkaði kolli. „Ég átti erfitt með að trúa því. Þá hefði William fyígt þér heim undir eins, en hann kom ekki hingað fyrr en að ganga tvö.“ „Við lentum í rifrildi," sagði . Peggy. FRÚ Kenny sat grafkyrr, en munnvik hennar bærðust svolítið upp á við. „Rifrildi? Einmitt það! Og út af hverju?“ „Yður.“ „Mér?“ „Já, yður,“ sagði Peggy. „Og hvort við ættum að búa hérna eftir giftinguna eða ,ekki.“ „Áttu kannski við, að Will- iam vilji ekki búa hérna? En hann hefur alltaf sagt, að það væri tilvalið." „Það er ég sem ekki vil búa hér.“ „Þú!“ Peggy kreppti hnefana í laumi. „Mig langar að eiga mitt eigið heimili, frú Kenny.“ „Já, en hér er nóg pláss og ég vil ógjarnan vera ein í hús- inu, svo að mér fyndist eigin- kona Williams gæti. ..“ „Nei,“ sagði Peggy. Þetta var dásamlegt orð. Frú Kenny varð píreyg. „Ég er viss um, að eiginkona Williams myndi glöð vilja búa í húsi Kenny-ættarinnar, um- kringd minningum hennar og dýrmætum munum. Ef ekki, býst ég varla við, að William vilji hana fyrir konu.“ „Það er undir William kom- ið,“ sagði Peggy. „Við erum mjög bundin hvort öðru, góða mín. Ég efast um, að hann myndi standa með þér gegn vilja mínum.“ PEGGY hefði getað svarað ónotalega, en hún var ekki þannig gerð. Hún brosti með skilningi til frú Kenny. „Þetta er ekkert einvígi, frú Kenny,“ sagði hún rólega. „Hjón eiga ekki að verá á móti neinum, sízt nánasta skyldfólki sínu. En þau verða stundum að berjast fyrir sínu — fyrir frelsinu að lifa eins og þau vilja helzt. .. Hvernig hefði yður fundizt, ef faðir Williams hefði ekki staðið með yður og barizt með yður, þegar þið giftuð ykkur?" : ’ : Áhrif orða hennar voru furðuleg. Hún sá roðann bréið- ast smám saman yfir andlit og háls frú Kenny, það slaknaði á hörðum dráttúnum, og augu hennar fylltust tárum. * < Hamingjan hjálpi mér! hugs- aði Peggy. Ég ætlaði ekki... En hún vissi ekki, að hún hafði ýft upp gamalt sár. Hvernig gát hana grunað, að fyrir mörg- um árum hefði frú Kenny ver- ið þvinguð til að gera nákvæm- lega það sama og hún var nú að reyna að fá ungu stúlkuna til að gera? PEGGY hefði ekki haldið, að hún gæti fundið til með- aumkunar í garð þessarar kuldalegu konu sem frá fyrstu tíð hafði sýnt henni lítilsvirð- ingu og óvild. En nú stóð hún upp og faðmaði frú Kenny hlý- lega. „Auðvitað viljið þér hafa son yðar hérna hjá yður, og auð- vitað viljið þér, að hann búi Framh. á bls. 26. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.