Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 14
EITT AF FRÆGLSTU MORÐMÁLUM síðari tíma er mál bandaríska læknisins Alans Sheppard. Hann var ákærður fyrir morð á konu sinni, dæmdur sekur og settur í fangelsi. Árið 1964 var honum sleppt lausum, eftir nokkurra ára fangelsisvist. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Nú reynir hann allt sem hann getur til að sanna sakleysi sitt. Hann kvæntist glæsilegri þýzkri konu skömmu eftir að hann kom úr fangelsinu, Ariane að nafni. Þau eru mjög hamingjusöm saman, eins og myndin ber með sér. Samt hvílir sá skuggi yfir sambúð þeirra, að ekki eru allir jafntrúaðir á sakleysi læknisins og hún sjálf. I HÍJIM VIRÐIR ÞJOIMIIMM MALMAST viðlits. Hún bíður næstum óþolinmóð á svipinn, eftir þyi að hann losi hana við drykkjarílátið. Raunar virðist hún vera að hugsa um eitthvað allt annað. Hún er vön þvi að láta þjóna sér. Menn lúta duttlungum hennar iiauðugir, viljugir. Hún er Soraya, fyrrum keisaraynja 8Í Persíu, kvikmyndaleikkona, vinkona ríkra pabba- Arengja, ein glæsilegasta kona veraldar. Þýzka kvikmyndaleikkonan Elga And- ersen býr í París og er í hópi þeirra, sem teljast sjálfsagðir gestir í helztu samkvæmum og gleðsköpum Parísar- borgar. Hún hefur nú flutt inn í nýja íbúð, sem áður var híbýli hins heims- kunna málara Henri Matisse. Eiginmað- ur Elgu breytti íbúðinni í lúxusíbúð og þaðan horfir Elga yfir þökin í Mont- martre — þegar hún er ekki að skemmta sér annars staðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.