Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 17
HUGLEIÐINGAR UM HJÓNABANDIÐ . Það er ekki þverfótandi fyrir karlmönnum sem engin kona getur staðizt. Þeir segja það ekki sjálfir, en þeir eru alveg sannfærðir um það. Ef þeir gætu bara gefið sér tíma til þess, myndu þeir geta lagt að velli hvaða konu sem væri. Ef þá langaði þá bara nokkuð íil þess .. . Reyndar er það svo að löng- unina vantar oft, þótt þeir láti það ekki aftra sér frá að sýna stundum framtak. Þeir eru ekki margir sem hugsa líkt og kaup- sýslumaðurinn sem var á ferða- lagi erlendis með nokkrum kunningjum og starfsbræðrum sínum. Kvöld eitt vildu þeir endilega fá hann út með sér-að líta á næturlíf stórborgarinnar og kynnast fjörugu kvenfólki. 4. GREIN Hann hafnaði: — Nei, þakka ykkur fyrir. Það get ég því miður ekki. Ég skulda heima. Sumir karlmenn verða að gæta sjálfsvirðingar sinnar. Þeir vita ósköp vel með sjálf- um sér að þeir eru ómótstæði- legir. En þeir verða þó að fá það staðfest. í þeim hópi eru paenn sem á útlendum málum liafa verið kallaðir „veizluljón”. Þeir gera hverri konu sem á vegi þeirra verður hæpin til- boð, og sé tilboðunum hafnað átkveðið en af fullri vinsemd, verða þeir stórmóðgaðir. Þann- ig var t. d. um einn þeirra sem varð svo forviða vegna hinna daufú undirtekta sem kosta- boð hans hafði fengið, að hann spurði viðkomandi stúlku hvort hún væri þá kynvillt. Hann gat ekki ímyndað sér nokkra aðra ástæðu til þess að boði hans væri ekki tekið. Þessi manngerð er eiginlega ósköp nægjusöm. Menn af þessu tagi leggja mest upp úr því að komast yfir kvenmann- inn. Þeim finnst mest varið í sjálfan undirbúninginn. Þegar stúlkan hefur látið undan, verð- ur framhaldið stutt. Hann sef- „ERFITT HLUTSKIPTI ELSKHUGANS" ur hjá henni einu sinni, kann- ski tvisvar, og síðan ekki sög- una meir. Stúlkan veit iðulega ekki sitt rjúkandi ráð og botnar ekkert í hvað eiginlegá standi til. Er öllu lokið, eða kemur hann aftur? Það er erfitt að skera úr um það og stúlkan er svo stór upp á sig að henni kem- ur ekki til hugar að leita hann uppi til að spyrja hann hvað hann ætlist í rauninni fyrir. Hún gleymir því að karl- menn eru ómótstæðilegir. Hann er fullkomlega sannfærður um að hann eigi greiðan aðgang að henni hvenær sem honum dytti í hug að heimsækja hana aftur. Sumir karlmenn ganga beinlínis út frá því sem vísu að þeir hafi skilið eftir slíkar minningar að hvaða kona sem væri myndi bíða þeirra — jafn- vel þótt líði mánuðir eða ár þar til þeir taka upp þráðinn aftur. Mjög verulegur hluti þeirra karlmanna sem ótrúir eru kon- um sínum flokkast undir þessa manngerð. Þeir eru tiltölulega meinlausir, því að framferði þeirra leiðir sjaldnast af sér skilnað, en ástæða er til að aumka þær konur sem falla fyrir gullhömrum slíkra manna. Kvennabósar af þess- um toga eiga alls ekki heima í hjónabandinu. Það er ákaf- lega erfitt fyrir þá að hafa nokkurn hemil á ástamálum sínum. Vegna þeirrar réttar- verndar sem þjóðfélagið veitir hjónabandinu og reyndar vegna þjóðfélagsins sjálfs hefðu þeir átt að vera piparsveinar. Ýms- ir þeirra reyna hvað þeir geta til að forðast hjónabandið eða hvers konar varanleg tengsli, en það reynist þeim oft æði torvelt, því að býsna margar konur sækjast eftir einmitt svona mönnum. Sú fífldirfska að ganga í hjónaband með manni af þessu tagi þarf ekki endilega að gef- ast illa, en konur sem leggja mikið upp úr eignaréttinum og eru gefnar fyrir afbrýðisemi ættu ekki að velja menn sem eru svo lausir í rásinni. Það er öllum, og þeim sjálf- um fyrst og fremst, fyrir beztu að kvennabósarnir geri sér sem allra fyrst fulla grein fyrir því hvernig þeir eru gerðir. Ef maður af þessu tagi leitar i höfn hjónabandsins, þá ætti hann að fara þangað í samfylgd konu sem sjálf er til í tuskið — treysta á guð og lukkuna og reyndar vera við því búinn að framtíðin verði brösótt. Kvennabósarnir eru flestir þannig gerðir að þeir kæra sig ekki vitund um afleiðingar gerða sinna, eða öllu heldur að þeir gera sér alls ekki Ijóst að þær hafi nokkrar afleiðingar. Hversu svikulir sem þeir reyn- ast eiginkonum sínum og ást- konum, eru þeir alltaf sakleys- ið uppmálað. En meðan tilver- an brosir við þeim á alla lund og þeir ana áfram hinn breiöa veg, blásaklausir og jafnvel hvers manns hugljúfar að því þeir sjálfir telja, geta þeir bú- ið öðrum grimmileg örlög. Sumum finnst kannski full- djúpt tekið í árinni, en þess eru þó dæmi að því sem aðeins átti að vera ánægjuleg skynöi- kynni tveggja lauk með sjálfs- morði hins þriðja og nagandi samvizkubiti hinna sem eftir lifðu og ekki höfðu ætlað sér að gera neinum illt. Maðurinn er frjáls gerða sinna, en hann getur ekki alltaf skotið sér undan ábyrgðinni á afleiðingunum. (Framh.).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.