Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 16
• Stúlkan í gulu kápunni Framh. af bls. 13. við umferðarljósin í 5. götu. Loren dró úr hraðanum. Svo kom grænt ljós, og bíllinn hélt áfram í áttina út úr borginni. Loren ók á eftir. Við 11. stræti beygði sá ljós- græni til vinstri. Umferðin niður i bæ tafði Loren um hríð. Þegar henni tókst loksins að fylgja bilnum eftir, hafði hann heil- mjkið forskot. Loren elti. Á virkum degi hefði þetta verið vonlaust verk, en á sunnudögum var sama og engin umferð. Þegar sá ljósgræni beygði inn i 22. stræti, var Loren búin að ná honum. Hún ók á eftir honum I um það bil 30 metra fjarlægð. Nú sá hún greinilega, að það voru tveir í bílnum, karlmaður og stúlka. Stúlkan var með bláa slæðu ... Loren jók hraðann. En um leið fóru skötuhjúin I hinum bílnum að hraða sér lika. Þau óku inn á West Side Highway og síðan í áttina til Hawthorne Rondeel. Loren hélt áfram á eftir þeim. Ég verð að komast að, hvað þetta á allt að þýða, hugsaði Loren, hélt fast um stýrið og einblíndi á ljósgræna bílinn. Ég veit, að enginn trúir mér, ekki lögreglan — og Peter bara vegna þess að hann elskar mig... Kannski er ég að gera hroða- lega vitleysu núna — ég hefði átt að láta lögregluna vita, strax og ég fann líkið i íbúðinni minni! Hún einbeitti athyglinni að konunni í ljósgræna bílnum, þar sem hún sat makindalega við hliðina á manninum. Hver var hún? TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER GULLSM LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ 16 FÁLKINN En alitaf þegar Loren ætlaði að fara að sveigja framhjá, jók hinn billinn hraðann. Hvað hafði hún viljað i íbúð- ina hennar? Loren reyndi að komast fram • úr hinum bílnum til þess að geta séð fr'aman í konuna: Hver var þetta? Loren komst ekki fram úr honum. Peter, hugsaði hún... Bara ef Peter væri með mér núna ... Ég er hrædd — hrædd við allt, sem búið er að gerast, og það sem eftir á að gerast... En ég verða að sanna, að ég hef allan timann sagt sannleik- ann! Ég verð að sanna, að það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt að koma fyrir, sem á að gera mig grunsamlega, sem á að koma öllu á mig, svo að ég verði til þess að leiða gruninn frá hinum seku... Og Loren ók enn á eftir Ijós- græna bilnum. Og nú beygði hann einmitt inn á Taconie Stau Parkway. —v— Eftir að Peter Sayers hafði skilið við þá Stein og Simmons, ók hann fram og aftur um borg- ina án þess að hafa nokkurt sérstakt markmið. Hvar skyldi Loren vera núna? Það var óhugsandi, að hún hefði farið aftur heim til sín: Henni hlaut að hafa orðið óskap- lega um að sjá myrta manninn á gólfinu þar. Peter beygði inn í Saw Mill- stræti. Þaðan lá vegur beint til Stamford. Peter steig benzínið i botn. Það var næstum víst, að Loren hefði farið heim til frænda síns og biði þar eftir Peter — að minnsta kosti hlaut hún að koma þangað. Þegar Peter ók skömmu seinna íramhjá grasflötinni og upp að húsinu í Stamford, stóð Charles, kjallarameistari, úti á tröppum. Peter nam staðar og stökk út úr bílnum. „Guði sé lof, að þér eruð kom- inn!“ Charlés var fölur og gat varla staðið á fótunum. Peter skellti aftur bílhurðinni. „Hvað hefur komið fyrir?“ „Ungfrú Hartley hringdi." „Og hvað sagði hún?“ „Ja, þáð er nú það ... Hún var i óskaplegu uppnámi... Hún sagðist vera á eftir einhverj- um ...“ Peter gekk framhjá Charles, settist í körfustól, en stóð sam- stundis upp aftur. „Viljið þér ekki endurtaka orð- rétt, hvað ungfrú Hartley sagði!“ „Jú, jú ...“ Charles margrugl- aðist i frásögninni, en tókst þó loksins að gera Peter skiljanlegt, hvað Loren hefði sagt. „Fyrir svona hálítíma hringdi ungfrú Hartley hingað. Hún spurði um yður, og þegar ég sagði, að þér væruð ekki hérna, bað hún mig að segja yður.. „Hvað?“ „Tja... hún sagði, að hún væri að elta einhvern ...“ „Hvern?“ Charles yppti öxlum. „Það sagði hún ekki. Hún sagði bara, að hún væri stödd á benzin- stöð ... benzínstöð við eitthvert torg...“ Hann leitaði í vösum sínum og fann loksins miðann, setti síðan á sig gleraugun með mikl- um tilburðum og sagði svo: „Við torg, sem heitir Van Brunt." „Sagði hún nokkuð annað?" „Hún bað mig að hringja lika til Steins, lögreglumanns, og segja honum það sama.“ „Og gerðuð þér það?“ Peter gat ekki leynt óþolinmæði sinni. „Já ... en Stein var farinn aí skrifstofunni. Ég talaði við annan rannsóknarlögreglumann — en hann vissi ekkert um þetta. Hann skrifaði það samt allt hjá sér.“ Peter gekk að bilnum sinum, náði þar í vegakort og leitaði að torginu, sem Loren hafði nefnt. Van Brunt lá fyrir ofan Peeks- hill ekki langt frá Hudson-fljót- inu við götu, sem var aðeins sýnd með örmjórri línu á kort- inu. „Hvað ætlið þér nú að gera hr. Sayers?“ spurði Charles, sem hafði fylgzt með honum. „Ég fer á þessa benzinstöð," sagði Peter. Hann settist inn í bílinn og ók af stað. Með því að stytta sér leið komst hann að vörmu spori upp á Saw Mill-stræti, og þaðan ók hann í norðurátt að Hudson- fljóti. Það hafði mikið kólnað, þegar leið á daginn, en samt límdist skyrtan við hann. Loren... Hvað var hún að gera — var hún orðin brjáluð? Hún var í lífshættu! Hún var að elta einhvern ... Og hver var þessi einhver? Það var aðeins um eitt að ræða: Hún var á hælunum á morðingjum Lathrops ... Kannski hafði hún komið þeim að óvörum heima hjá sér og elt þá þaðan? Peter jók hraðann. Biddu á benzínstöðinni, Loren, ó, biddu þar! Þar ertu þó sæmi- lega örugg! Gerðu það, Loren — passaðu þig... —v— Ég er nú meira fíflið, sagði Stein við sjálfan sig. Allt bendir í sömu átt: Stúlkan myrðir Alex Hartley til þess að ná í pening- ana hans. Svo myrðir hún Lathrop, vegna þess að hann hefur ætlað að beita hana fjárkúgun. Og svo hleypur hún frá öllu saman! Ekkert er skiljanlegra! En hvers vegna, hugsaði hann, hvers vegna losna ég ekki við HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 s ■c þá tilfinningu, að eitthvað sé bogið við þessa röksemda- færslu...? Hann fór yfir þetta allt i hug- anum. Ef gert væri ráð fyrir, að eiif- hver óþekkt persóna hefði reypt Framh. á bls. 35. NÝJUNG frá OLTRfí+LfíSH Mascara gerir augnhárin eins löng og silki- mjúk og frekast verður á kosið. ULTRA-LASH gæð- ir augnhárin mjúkri lengd án þess að Þau verði óþjálli. Hinn frábæri Taper-bursti lengir bau og gerir silkimjúk um ieið og hann litar hvert hár á hlið og bak ULTRA-LASH storknar ekki, smitar, rákar, óhreinkar eða flagnar. Hrnn er voð- felldur, vatnsfastur og lyktarlaus ... eng- ar áhyggjur af gljáa, lausum eða hlykkjuð- um hárum. Þvæst uí á svipstundu með Mayuellina Mascara uppleysara, í þrem hríf- andi litbrigðum: Flauelssvörtum, eirbrúnu og myrkbláu. alltaf hið vandaðasta og bezta til augnfegrunar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.