Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 9
3 þeir fljótt. Þá eru þeir dæmd- ir til fangelsisvistar. Þó geta | þeir komið tii okkar aftur síð- ar. Einnig verða þeir stundum brotlegir við reglur okkar. Við erum æðistrangir við þá um að þeir hagi sér eftir ákvæð- um sjúkrahússins, til þess að allt fari ekki í glundroða. — Eru þeir einangraðir þess- Ir menn? — Nei, enginn þeirra er ein- angraður. Þeir eru alltaf nokkrir saman. — Er þá ekki reynt að smygla til þeirra lyfjum? — Við tökum afar strangt á því. Áður fyrr var það reynt nokkuð, en kemur nú mjög sjaldan fyrir. Ef það ber við, er þeim vísað burt og fara þá í fangelsi. — Og hver er svo árangur ykkar? — Það er ekki vitað enn. Þetta er þriðja árið, síðan lög- gjöfin tók gildi, og því of snemmt að segja til um það enn. Við höfum þó hugboð um, að hann sé allgóður. Við höld- um, að um þriðjungur fái bata og er það mikil framför frá því, sem áður var. — En ef þið læknið aðeins þriðjung sjúklinga og eitur- lyfjaneyzla fer vaxandi, er þetta þá ekki vonlítil barátta? — Við vitum því miður ekki nógu mikið um útbreiðslu nautnalyfja, en hitt er rétt, að baráttan er erfið. Ég held líka, að þetta vandamál sé tengt áfengismálunum og fjöl- skyldunni, sem við ræddum um í upphafi. Margir þessara sjúkl- inga koma frá heimilum, þar sem upplausn hefur verið, fað- irinn drykkjusjúklingur, og ég er ekki í vafa um, að áfengis- sýkin hér eigi mjög drjúgan þátt í að búa til vandræðabörn og glæpamenn af ýmsu tagi, þar á meðal nautnalyfjasjúkl- inga. Það er eins og forfaðir okkar Ari fróði sagði: Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Þetta á ekki einungis við um löndin, heldur ekki síður við hyrningarsteina hverrar þjóðar, fjölskyldurnar. Eins og prófessor Glueck bend- joauuarisKa vikuihio Newsweek birti fyrir skömmu langa grein um eiturlyfjaneytendur í Bandaríkjunum og fylgdu þessar myndir grein- inni. Sjúklingarnir á ein- um spítalanum eru hér við vinnu og að horfa á sjónvarp. ir á, er það faðirinn, sem legg- ur á ráðin og hefur lögin eða fjölskyldureglurnar í fram- kvæmdarvaldi sínu, en móðirin sér um, að þeim sé fylgt eftir. Og þegar lögum og reglum er framfylgt á heimilunum eins og vera ber með lýðræðislegu fyrirkomulagi en ekki með of- stjórn, þá nýtur foreldraum- hyggjan sín bezt og hefur jafn- framt þau áhrif, að samheldni fjölskyldunnar verður betri. ★ ÖRUGGUit STAÐUR Smásaga eftir BENEDIKT VIGGÓSSON ÁFGREIÐSLUSTÚLKAN hafði fallega, granna fing- ur, langar og vel snyrtar negl- urnar voru húðaðar með bronz- litu lakki. Hún bar sérkenni- legan hring á baugfingri og það stirndi á sægrænan steinmn. Hún var lotin í herðum, þarna sem hún bjástraði við að koma kápunni fyrir í þar til gerðum kassa. Efsta talan á flegnu blússunni var fráhneppt, og þegar hún beygði sig niður til að ná í límbandið, skein á svartan brjóstahaldarann. „Þetta verða þrjú þúsund og fimm hundruð,“ mælti stúlkan og rétti snöggt úr sér. Agnar roðnaði eilítið, af því hún hafði staðið hann að verki og séð að hverju augu hans beindust. Hann fór fálmkenndri hreyfingu með vinstri hendi í brjóstvasann og dró fram þykkt seðlaveskið, síðan taldi hann fram tilskylda upphæð og horfði með tregablöndnu augna- ráði á eftir hverjum seðli. Stúlkan tók við þeim og brosti kankvís um leið og hún þakk- aði fyrir. Agnar endurgalt bros hennar dálítið hikandi, tók kassann undir arminn og gekk út úr verzluninni. Þetta var á milli jóla og ný- árs, og borgin var enn í sínu fegursta jólaskarti. Það hafði rignt mikið um morguninn, og ljósin frá bifreiðunum, sem óku framhjá, endurspegluðust á blautu malbikinu. Agnar tók þétt um kápu- kassann og hugleiddi með sér, hvað Hilda hafði orðið von- svikin, þegar hann gaf henni ilmvatn og peysu í jólagjöf. „Á ég að vera í þessu á árs- hátíðinni,“ hafði hún sagt með óblandinni andúð. „Þú, sem varst búinn að lofa því að kaupa kápu handa mér.“ En það vanþakklæti. Ilm- vatnið hafði verið rándýrt, og afgreiðslustúlkan hafði mælt sérstaklega með því. Að vísu hafði Hilda minnzt á það ein- hvern tíma, að hann ætti að gefa sér kápu í jólagjöf, en Agnar hafði ekki tekið það al- varlega, hvað þá, að hann hefði lofað því. Það var heldur ekki svo langt síðan hún fékk gráu kápuna. En þegar hann minnti hana á þetta, kom í ljós, að hún hafði keypt hana á útsölu. Hann hafði Því ákveðið að bæta fyrir þessi mistök sín með því að gefa henni kápu í nýárs- gjöf, en á gamlárskvöld voru jafnframt liðin tvö ár síðan þau opinberuðu, svo að ekki skorti tilefni. Að sjálfsögðu minntist hann ekkert á þetta við Hildu, því hann ætlaði að koma henni á óvart. Þegar Agnar kom heim, lét hann kassann upp á hillu í and- dyrinu, á meðan hann fór inn fyrir til að athúga, hvort Hilda væri heima. Það reyndist svo, en hún var sem betur fer að tala í símann, og ef hann þekkti hana rétt, gat liðið góð stund, þar til hún legði heyrnatólið á. Hann flýtti sér því fram aftur, náði í kassann og lædd- ist upp á éfsta loft, en þar hafði hann hugsað sér að koma hinni dýrmætu gjöf fyrir. Þarna unpi ægði alls konar gömlum mun- um saman, sem höfðu tilheyrt móðúr háns, og betri vísi að forhgripavefzlun var tæplega hægt að hugsa sér! Þarna voru rykfallnar dragkistur, taurúlla, handsnúinn „grammófónn“ og óteljandi margt annað. En upp úr þessu öllu gnæfði fornfáleg- ur skápur, sem einhvern tíma FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.