Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 10
hafði augsýnilega átt betrl daga. Hinn upprunalegi litur var sem óðast að mást út og víða skein í ljósan viðinn. Þetta var alveg tilvalinn felustaður, hing- að færi hún tæpast að hnýsast. Nú svo var líka hægt að læsa honum, því lykillinn stóð í skránni. Agnar opnaði skápinn, og þá kom í ljós, að hann var auður, að því undanskildu, að gamli ónýti frakkinn hans var í efstu hillunni. Hann ýtti hon- um til hliðar og kom kassan- um þar fyrir. Að því loknu læsti hann skápnum og stakk lyklinum í vasann. Þegar Agn- ar kom niður, var Hilda enn að tala 1 símann. Hún var alltaf svo mælsk, blessunin, þegar síminn var annars vegar. Nú liðu dagarnir, hver öðr- um líkir, og nýársdagur rann upp með timburmönnum og öðrum viðlíka óþægindum. Þegar þau höfðu lokið snæð- ingi, þennan umrædda dag, fór Agnar upp á loft til að ná í nýársgjöfina, á meðan Hilda var að sýsla í eldhúsinu. Er hann kom upp, sá hann sér til mikillar skelfingar, að skápur- inn var horfinn. Agnar stóð um stund í sömu sporum eins og steingerfingur og starði skilningssljór á auða staðinn, þar sem skápurinn hafði verið. Þegar hann hafði jafnað sig nokkurn veginn, fór hann að hugleiða staðreyndirnar nánar. Það var enginn vafi á því, að Hilda hafði látið flytja skápinn EN HVERT? Það var hin brennandi spurning. Tengda- mamma hafði að vísu haft dá- læti á skápræksninu, svo að það var ekki með öllu útilokað, að ... Agnar hugsaði ekki setn- inguna til enda, en þrammaði niður stigann, þungur á brún. Hilda var að ganga frá upp- vaskinu, þegar hann kom inn í eldhúsið. Agnar kom beint að efninu og spurði reiðibland- inni röddu: „Hvert léztu fara með skáp- fjandann?“ „Hvaða skáp?“ mælti Hilda annars hugar og hélt áfram að þurrka leirtauið. Hann varð gramur yfir þessu áhugaleysi hennar og sagði arg- ur: „Nú gamla skápinn, sem var uppi á lofti.“ „Já, hann. Ég hef víst alveg gleymt að segja þér frá því,“ mælti Hilda og setti nýstrok- inn disk upp í skápinn. „Frá hverju?“ spurði Agnar tortrygginn og ýmsar miður þægilega hugmyndir leituðu á hann. „Nú, þú varst að tala um í sumar, að við þyrftum að losa okkur við skápinn, því hann væri svo rúmfrekur." „Ég hafði þá rétt fyrir mér,“ hugsaði Agnar og sá tengda- mömmu fyrir sér, þar sem hún var að máta kápuna, og hann bölvaði í hljóði. „Svo var það í gærmorgun," hélt Hilda áfram, „að sonur hennar Ágústu í kjallaranum kom upp og sagðist hafa feng- ið leyfi hjá þér til að hirða kassann í undirganginum í brennu.“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér...“ byrjaði Agnar ótta- sleginn. „Bíddu hægur,“ greip Hilda fram í fyrir honum. „Hann sagði, að það hefði rignt svo mikið undanfarið, að þeir þyrftu nauðsynlega að fá þenn- an eldivið til að koma brenn- unni til. Jafnframt spurði hann mig, hvort að það væri eitt- Framh. á bls. 33. KVENSKÓR löunnarskór á alla f jölskylduna o & co < (X c4 u4 X löunnarskór eru liprir, vandaðir og þœgilegir. Nylon sólarnir „DURAHTE” hafa margfalda endingu áviö aðra sóla. Veljið lit og lag við yðar hæf i í næstu skóbúð. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.