Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 11
TILHÖGUN VERÐLAUNA- , GETRAUNARINNAR ★ Verðlaunagetraun Fálkans, sem hófst í 18. tölublaði og lýkur mánudaginn 28. júní er í senn stórglæsileg og spennandi. ★ í hverju blaði verður birt mynd af íslenzkum leikara í hlutverki og eiga lesendur að ráða af mynd- inni hvaða leikrit er um að ræða. Til að gera getraunina auðveld- ari, eru talin upp þrjú leikrit og er eitt af þeim hið rétta svar. ★ Dregnir verða út þrír glæsilegir vinningar. 1. vinningur: 15 daga ferð til Costa Brava á Spáni fyrir, tvo á vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu. Flogið til Kaupmannahafnar og heim aftur með Flugfélagi íslands. Ferð- in stendur frá 6.—20. september. Fæði og hótelherbergi er að sjálf- sögðu innifalið. 2. vinningur: Ferð fyrir einn með Gullfossi til Kaupmannahafnar og heim aftur með viðkomu í Leith. Farið héðan 18. september og komið til Reykjavíkur 30 septem- ber. Fæði og þjónusta innifalið. 3. vinningur: Flugferð fyrir einn til London og heim aftur með Flug- félagi íslands á tímabilinu októ- ber—nóvember í haust. GULLFOSS 15 ÁRA Nýlega eru 15 ár liðin frá því að Gullfoss kom hingað til lands. Daginn eftir kom- una til Reykjavíkur var skip- ið sýnt bæjarbúum og komu þá á einum degi 10 þúsund manns að skoða skipið! Slík- ur var áhugi fólks á þessu glæsta fleyi. Gullfoss hefur farið 506 sinnum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar (253 ferð- ir fram og til baka) og flutt 92.659 farþega. Frá því fyrsta hefur eftirspurn eftir fari með Gullfossi verið mikil á sumr- in, sérstaklega í júlí—sept- ember. Yfir vetrarmánuðina var farþegafjöld- inn með skipinu yfirleitt lítill, þar til haustið 1962, að teknar voru upp sumarauka- ferðirnar svonefndu. Þetta eru 16 daga ferðir með við- komu í Leith á heimleið og á útleið með viðkomu í Ham- borg, Gautaborg eða öðrum höfnum, eftir því sem aðstæð- ur eru hverju sinni. Fargjöld eru mun lægri á þessum tíma. Þessar ferðir eiga vaxandi vinsældum að fagna, t. d. ferðuðust 1824 farþegar með Gullfossi á tímabilinu nóv- ember—marz á sl. vetri. Enn er ekki of seint að gera pantanir í flestar ferðir í sumar. Um vinsældir Gullfoss þarf ekki að fjölyrða. Þar um borð er slíkur myndarskapur á öll- um hlutum, að það er landi og þjóð til mikils sóma. Að undanförnu hefur verið unnið að gagngerum endur- bótum (sumt vegna brunans) um borð í Gullfossi. Reyksal- ur á 1. farrými er mikið breyttur og nýtízkulegri, enn- fremur borðsalur. Þá hafa farrými skipsins verið endur- nýjuð að mestu leyti, loftræst- ing endurbætt og margt ann- að fært í betra horf. Farrýmaskipan er á þann veg, að á 1. farrými eru rúm fyrir 103 farþega, á 2. farrými 62 farþegarúm og á 3. farrými, sem er að- eins opið yfir sumarmánuð- ina er rúm fyrir 44 farþega. í frystirúmi skipsins má koma fyrir 1000 tonnum af flökuðum fiski eða 36 þús- und skrokkum af dilkakjöti. Auk frystirúm- anna eru farrh- rúrnin 48,400 ten- ingsfet. Þá má geta þess að Gullfoss er sérstaklega sterkbyggður og hefur jafnvel skákað ís- brjótum á Eyrarsundi og rutt þeim leið! Til þess að farþegum líði vel á einu skipi þarf sam- bandið á milli áhafnar og far- þega að vera gott. Flestum mun bera saman um að á Gullfossi sé valinn maður í hverju rúmi. Fyrsti skipstjór- inn var Pétur Björnsson er lét af því starfi 1952 fyrir aldurs sakir. Næstur kom Jón Sigurðsson, sem einnig lét af starfi fyrir aldurs sakir árið 1958. Núverandi skipstjóri er Kristján Aðalsteinsson. Þegar er farið að huga að byggingu nýs Gullfoss, en það verk krefst mikils undirbún- ings. Líklega er sá vandi mestur, hvernig gera megi næsta Gullfoss betur úr garði en þann, sem nú siglir á milli landa. MYND 3 Arndís Björnsdóttir, leikkona, er áreiðanlega mörgum minnisstæð í þessu hlutverki. Hvað heit- ir leikritið: 1. Marmari? 2. Tyrkja-Gudda? 3. Gullna hliðið? Þegar verðlaunagetrauninni lýkur 28. júní eiga þátttak- endur að klippa út allar myndirnar og senda þær ásamt svörum til ritstjórnar Fálkans, pósthólf 1411. Annað form á úrlausnum verður ekki tekið til greina þegar vinningarnir verða dregnir út. Rétt svar:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.