Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 20
um að taka þau og láta setja hurð á vegginn .. . nóg pláss ... skattaívilnanir og ... ja, góða nótt, ungfrú Barn,“ lauk hann máli sínu og ræskti sig. „Góða nótt, hr. Kelsey.“ DAGINN eftir var Peggy stundvís. William ljómaði allur. „Duglega stúlkan mín. Alveg á mínútunni. Æ, hvað ég er feginn. Ég lofaði mömmu að koma með þig heim í kvöld- matinn ...“ „Nei,“ sagði Peggy. „Hvað segirðu?“ sagði Will- iam og gapti. „Ég sagði nei,“ svaraði Peggy. William hleypti brúnum. „Heyrðu, ertu að stríða mér út af þessu sem ég sagði 1 fyrradag?“ „Nei, ég fer bara að ráðum þínum. Þú sagðir mér að segja nei, ef ég vildi ekki gera það sem ég væri beðin um.“ „Viltu ekki borða kvöldmat hjá mömmu?" „Nei.“ „En... ég hélt, að þér lík- aði vel við hana. Hún er svo hrifin af þér.“ „Nei,“ sagði Peggy. „Hún er ekki hrifin af mér. Hún myndi aldrei verða hrifin af þeirri stúlku sem þú værir að hugsa um að giftast.“ „Hún hefur aldrei sagt neitt í þá átt.“ „En það sést á svipnum á henni." „Þú ert ekki að tala í alvöru, Peggy. Og við ætlum að búa hjá henni í húsinu hennar ...“ Peggy starði á William. Þetta var allt honum að kenna, ekki satt? Hann hafði kallað hana viljalausa gólftusku. PEGGY var hvorki langræk- in né hefnigjörn. Hún var Ihjartahlý og glaðlynd stúlka sem þótti vænt um fólk og var ekki vön að móðgast, þótt hún yrði fyrir gagnrýni. En. .. viljalaus gólftuska! Hún upp- götvaði allt í einu, að hana hafði sviðið undan þeim orð- um seinustu fjörutíu og átta klukkustundirnar. „Við ætlum ekki að búa hjá henni í húsinu hennar," sagði hún einarðlega. William nam skyndilega stað- ar. „Þú meinar, að við látum mömmu búa eina í þessu stóra búsi? Við urðum sammála um ^að strax í upphafi, að það tfæri ekki hægt.“ „Við urðum ekki sammála um það,“ sagði Peggy. „Þú ákvaðst það. Og það varst þú sem sagðir mér, að ég ætti ekki að láta fara með mig eins og gólftusku. Þú ráðlagðir mér að segja nei við því sem ég vildi ekki. Og ég vil ekkert í heim- inum síður en að búa í húsinu hennar móður þinnar." „Þú hagar þér eins og vit- firringur," sagði William ergi- lega. „Þetta er asnaleg þrá- kelkni. Ég veit, að ég sagði þér, að þú skyldir segja nei. En ekki við öllu. Bara stund- um.“ „Ekki við því sem þú segir, áttu við?“ „Ég á alls ekki við neitt slíkt. En ... í svona máli. .. Peggy, þetta .. Hann talaði samhengislaust í gremju sinni. Peggy brosti sykursætt til hans. „Þú skalt hringja til móður þinnar, ástin,“ sagði hún blíð- lega, „og segja henni, að við getum ekki borðað með henni í kvöld. Segðu bara að það sé mér að kenna. Það er það líka.“ WILLIAM horfði á Peggy með augnaráði þess manns sem hefur kennt hundi sínum að bíta innbrotsþjófa og verð- ur svo sjálfur fyrir bitinu þegar hann kemur heim. „Ertu viss um, að þú ...“ „Nei, ég fer ekki.“ „Ég held, að þú sért orðin eitthvað verri,“ tautaði hann geðvonzkulega um leið og hann opnaði dyrnar á símaklefan- um. Þetta var á föstudagskvöldi, og litla orðið sem Peggy hafði lært að nota, hafði þegar haft töluverð áhrif. MORGUNINN eftir sat Peggy ein í íbúðinni og horfði sorgbitin út um gluggann. Hún var búin að missa William. Og henni fannst lífið ein ömurleg eyðimörk. Kannski myndi hann tak^ hana aftur í sátt ef hún lofam öllu fögru og flýtti sér að gleyma því sem hann hafði kennt henni. Væri það ekki betra en að ganga um með kramið hjarta það sem eftir var ævinnar? V,arnasKór IÐUNNARSKÓR Á ALLA FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.