Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 7
munandi, en algengar er þó, að þeir hafi hægt um sig. Þó get- ur komið fyrir, að þeir komist í æsingaástand, hlaupi um, fari með háreysti og láti á sér bera. Þeir slaga ekki eins og ölvaðir menn, én oft sækir á þá svefn- höfgi, og þá sitja þeir og drúpa hofði og tygna augunum. Venju- lega er þó hægt að vekja þá með því að tala hátt til þeirra eða hrista þá. En komi fyrir, að þeir taki of stóran skammt, þá missa þeir alveg meðvitund og vakna þá oft ekki aftur til þessa lífs. Það er hreint ekki svo fátítt, jafnt meðal ungl- inga sem fullorðinna, að þeir deyi af völdum of stórs skammts nautnalyfs. — Blanda nautnalyfjasjúkl- ingar lyfið sjálfir? — Nei, það gera sölumenn- irnir, sem fá lyfin frá glæpa- foringjunum í stórum skömmt- um og selja það síðan blandað og tilbúið til notkunar. Það er talið, að þeir noti kínin til blöndunar. — Það er þá á þeirra valdi, hver skammturinn er? — Já, þeir blanda lyfið sjálf- ir til að hafa sem mest upp úr því. Þetta er dýr munaður, kostar um 5 dali skammturinn. En stundum kemur fyrir, að íyfið er lítið blandað, og þá fær sjúklingurinn of stóran skammt og deyr. — Hvar kaupir fólk þetta? — Á götuhornum eða í hótel- herbergjum, held ég sé al- gengast. Nautnalyfjaneytend- urnir eru jafnan á miklu eigri. Þeir vaka yfirleitt 18 til 20 tíma á sólarhring. Þeir þurfa að hafa alls konar útispjót til að útvega sér fé fyrir lyfjun- um. Algengt er, að þeir noti þrjár sprautur á dag, og það kostar 15 dali. Þeir eru því á sífelldum þönum fram og aftur, hnupla, stunda veðmál eða vændi. Bæði karlar og kon- ur, sem nota. nautnalyf, leiðast stundum út í vændi til að hafa ofan af fyrir sér. Einstaka mað- ur, sem notar minni skammta, getur unnið fyrir sér, en yfir- leitt er mjög erfitt fyrir þá að halda nokkru starfi. Ávaninn eykst, og það tekur alltof mik- inn tíma fyrir þá að útvega sér lyfin og peninga fyrir þeim. — Eykst notkunin jafnt og þétt? — Já, oft er það. Þeir, sem selja lyfin, taka yfirleitt miklu stærri skammta, allt upp í tuttugu skammta á dag. Þeir eru oft eiturlyfjaneytendur sjálfir og fá lyfin miklu ódýr- ari, af því þeir kaupa þau í heildsölu. Hins vegar nota for- ingjar glæpahringanna ekki eiturlyf. Þeir gætu ekki staðið fyrir sínum stórframkvæmd- um, ef svo væri. Jafnvel ekki sem glæpamenn. — Setjum nú svo, að ég vildi kaupa mér heroin, mundi það verða auðvelt? — Nei, það yrði sennilega mjö^ erfitt. Salarnir eru mjög tortryggnir og mundu að lík- indum telja, að þú værir leyni- lögreglumaður, ef þú þá næð- ir sambandi við þá. Helzta ráð- ið væri að kynnast fyrst ein- hverjum nautnalyfjaneytend- um. Þetta er raunverulega lok- að sölukerfi, og það tekur langan tíma að komast þar inn. — Hvernig byrjar svo fólk á þessu? Með einni sprautu á dag? — Já, eða jafnvel aðeins hálfri sprautu. Oft byrja menn á því að taka smáskammta um helgar, og geta menn jafnvel haldizt á því stigi árum saman, ég veit dæmi um allt að sjö til átta ár. En yfirleitt verða menn þessum ávana fljótt að bráð. Ég man núna eftir ein- um sjúklingi, sem ég ræddi við fyrir skemmstu. Hann varð sjúklingur strax eftir fyrstu sprautuna. Það sýnir, hversu hættulegt þetta er. Nú ríkir al- gert bann við notkun eitur- lyfja, sem að vísu er ekki hægt að framfylgja algerlega, en þó með þeim árangri, að í Banda- ríkjunum eru þó ekki meira en um 100 þúsund nautnalyfja- sjúklingar, að því er talið er. Þar af mun um helmingur vera í New York. Ef þetta algera bann væri ekki, þá þætti mér trúlegt, að nautnalyfjanotkun væri ámóta útbreidd hér og hún var í Kína á sínum tíma, þegar ópíumreykingar voru leyfilegar. Það mundi tákna, að hér væru ámóta margir eitur- lyfjasjúklingar og nú eru áfeng- issjúklingar, þó kalla megi það ennfremur nautnalyf. En áfengissjúklingar eru taldir vera um 5 milljónir, en aðrar 10 milljónir manna sem drekka sér til einhvers heilsutjóns. — Eru ekki vandamál áfeng- is- og eiturlyfjasjúklinga mjög ólík? — Jú, þau eru það. T. d. dofnar kynhvöt eiturlyfjasjúkl- inga verulega og hann getur ekki séð fyrir fjölskyldu. Þess vegna eru hjónaskilnaðir þar mjög algengir. Áfengissjúkling- ar tolla betur í hjónabandi, en eyðileggingaráhrifa þeirra gætir þeim mun meira innan fjölskyldunnar. Áfengið ger- breytir hegðunarreglum manna, og hinir fimm þættir, sem vik- ið var að hér að framan, fara verulega úr skorðum, og þá er framtíð barnanna í voða. — Þú segir, að kynhvöt eiturlyfjaneytenda dofni mjög. Það er þá líklega ekki algengt, að þessir menn fremji svoköll- uð kynferðisafbrot? — Nei, það er mjög fátítt. Hugur þeirra snýst að heita má nær eingöngu um lyfin, og glæpir þeirra eru yfirleitt eingöngu framdir til útvegunar á fé til kaupa á heroini. — Og hvernig stendur á því, að þetta fólk kemur til ykkar? — Það var upphaflega þann- ig, að sjúkrahúsið opnaði deild fyrir eiturlyfjasjúklinga 1959. Yfirlæknirinn dr. Mieselas fór að fást við þessa sjúklinga, og til að byrja með voru það ein- göngu sjálfboðaliðar. Það var mjög erfitt viðureignar. Sjúkl- ingarnir komu á spítalann, voru þar kannski fáeina daga og hurfu svo út í buskann, en læknisáhrifa gætti lítið. í janú- ar 1963 kom svo til fram- ►

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.