Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 29
myndi hann segja: Þetta er Casey, punktum og basta. Hann var að ljúka við að lesa Times þegar Dorsey Hough undirlautinant, varaforingi á sunnudögum i dulmálsherbergi allra hergreina, kom inn á sinn venjulega, kæruleysislega og einkar óhermannlega hátt. Um dulmálsherbergið fóru fjarskipti Pentagon, og Hough bar ábyrgð á þýðingu allra leyniskeyta á dulmál eða af dulmáli. Hann hélt á bunka af skænum, afrit- um af skeytum sem herstjórnar- stöðvar um víða veröld höfðu sent Sameiginlega yfirherráðinu. „Ekkert púl, ofursti," tilkynnti hann. „Eintómir smámunir. En ég ætla að bíða eftir kaffi og takk fyrir boðið." Hann lét skeyt- in detta á skrifborð Casey og renndi sér niður í næsta stól. Dorsey Hough gekk alltaf ábog- inn og það vottaði ævinlega fyr- ir geispa við munnvikin, kæru- leysi um flotann og alla veröld- ina. „Nú, hvað er þá að frétta, Dorsey," sagði Casey, „fyrir utan stelpur?“ „Ég sóaði tuttugu dollurum á eina á Hilton í gærkvöldi," svar- aði Hough. „En ekkert sport. IJr því minnzt er á sport, Jim séntilmaður hlýtur að vita hvaða hestur vinnur Preaknessið. Ann- ars hefði hann ekki öll þessi ósköp fyrir að safna veðmál- um frá vinum sínum." Casey varð hugsað til að aldrei hefði hann á sínum undir- foringjadögum nefnt íorseta Sameiginlega yfirherráðsins upp- nefni i viðurvist sér æðri for- ingja, sízt manns sem var beint undir herráðsforsetann gefinn. „Jim séntilmaður" — kallaður svo vegna fágaðs útlits og fram- komu — var James Mattoon Scott, hershöfðingi í flugher Bandaríkjanna, sæmdur Þjón- ustukrossinum af fyrstu gráðu, Þjónustuorðunni af fyrstu gráðu og Flugkrossinum af fyrstu gráðu með tveim eikarlaufa- knippum. Hann var langsamlega vinsælasti hermaður og liklega vinsælasti framámaður Banda- ríkjanna, dálæti almennings á honum var vinum forsetans tölu- vert áhyggjuefni. Auk þess sem Scott var bráðsnjall herforingi, hafði hann til að bera svo ein- stakt mátti telja það sambland alúðar, valds og aðdráttarafls sem menn nefna forustuhæfi- leika. Hough lét dæluna ganga, en Casey hlustaði aðeins með öðru eyranu. „Aðstoðarforingi hershöfðingj- ans, þessi Murdock ofursti, fær- ir mér skeyti í morgun, eigin- lega áður en ég er búinn að opna augun,“ sagði Hough. „Hann er með fimm utanáskrift- ir á samsetninginn, sem er allur um einhvers konar félagsveð- mál á Preaknessið. Ja, ef fjár- veitinganefnd Fulltrúadeildar- innar kæmist einhvern tíma að sumu af skeytaskiptunum sem fara um litla vitlausraspítalann minn, einkanlega á sunnudög- um.“ Casey tók kæruleysislega und- ir. „Jæja, Scott hershöfðingi hefur vit á hi'ossunum sínum. Hvað lízt honum bezt á?“ „Um það sagði hánn ekkert. Þetta var allt um að koma veð- málunum til hans í tæka tíð.“ Hough stakk fingrunum niður í vasann á nýstífaðri skyrtu sinni, dró upp skeytiseyðublað og las upphátt af því: „Síðustu forvöð árlegt félags- veðmál Preakness. Mínir 10 doll- arar þegar lagðir inn hjá Mur- dock. Takið fram með hvað mörgvim lengdum yðar val;4 að vinna ef margir skyídu vera um sama. Lokað 1700 á föstudag. Ræst 1900 laugardag 18. maí. Scott." Casey sá rithönd Hough á blað- inu og fannst tími til kominn að lesa honum smá lexíu fyrir aga- brot. „Fari það bölvað, Dorsey þú kannt reglurnar. Það er brot á öryggisfyrirmælum að taka einkaafrit af fjarskiptum, sem fara um stöðvar allra hergreina, út úr dulmálsherberginu." Það hreif ekki. „Hvenær skyldi sá dagur koma, ofursti," sagði Hough og dró seiminn, „þegar þeir kalla saman rannsóknar nefnd til að lækka mig í tign fyrir að ljóstra upp veðbanka- starfsemi Jim séntilmanns?" Casey gat ekki varizt brosi „Þetta hlýtur að vera árleg venja hjá Scott. Hverjir eru á ginning- arfíflaskrá hjá honum?“ Hough setti sig í skopstældar kveðjustellingar. „Herra minn, ég hef sent skeyti á bláa dulmál- inu, persónulegu dulmálskerfi herráðsforsetans, herra minn, til eftirtalinna liðsforingja: George Seagers hershöfðingja, Vandenberg eldflaugamiðstöð- inni, Kaliforníu. Theodore F. Daniels hers- höfðingja, yfirherstjórnarstöðv- um sprengjuflugvélasveitanna, Omah. , Farley C. Barnswells aðmíráls, yfirforiiigja sjötta flotans, Gíl- braltar. Toppings Wilsons aðmiráls, yfirforingja Kyrrahafssvæðisins, Pearl Harbor, og — Thomas R. Hastings hershöfð- ingja, yfirforingja fyrsta fall- hlífahersins, Fort Bragg, herra minn.“ Casey tók ósjálfrátt eftir að þetta voru allt æðstu menn hver á sínu herstjórnarsvæði, en hugs- aði svo ekki meira um það. Hann var orðinn þreyttur á skrafinu — og á Hough. Hann teygði sig eftir skeytabunkan- um. Hvert og eitt þurfti hann ►

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.