Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 31
RVIKMYNDAEFTIRLITIÐ UM þessar mundir liggur fyr- ir Alþingi frumvarp til laga um barnavernd á íslandi, þar sem inn er felld klásúla um kvikmyndaeftirlit. Ekki veit ég, hvort að fullu er frágengið, þegar þetta er rit- að, hversu eftirlitinu skuli haga, en þegar er ljóst, að ætl- aðar eru breytingar, sem flest- ! ar ættu að verða til bóta. Sjálfsagt er kvikmyndaeftir- : lit eitt hið vanþakklátasta 1 starf, sem um getur, enda j grundvöllur allrar framkvæmd- ar þess slíkur, að útilokað er að árangurinn samsvari erfið- inu. Eins og öllum er ljóst er kvikmyndaeftirlitið fólgið í því að ákveða, hvaða aldursflokk- ar skuli fá að sjá ákveðna kvik- mynd — og þar með settar skorður við því að börn eða unglingar neðan hins ákveðna aldurstakmarks hafi frjálsan aðgang að sýningu myndarinn- ar. Kvikmyndaeftirlitsmönnum er sem sagt teoretiskt ætlað að forða börnum og unglingum frá þeim hættum, sem af kvik- myndum stafa, byrgja brunn- inn áður en barnið er dottið ofan í hann — sem er vissu- lega veglegt verkefni og vert fyllztu athygli. Sú athygli, sem almenning- ur sýnir þessu starfi er þó sjaldnast þann veg löguð, að að fallin sé til uppörvunar eða uppbyggingar kvikmyndaeftir- litsmönnum, enda ekki tekið tillit til þess, að starfinu fylgir þung ábyrgð, en starfið um leið þannig, að það verður aldrei rækt af stærðfræðilegri ná- kvæmni, hversu specialserað sem það fólk kann að vera, sem til þess velst. Ég fer ekki út í það, rúms vegna, að reyna að gera því skil, hverjum starfsaðferðum kvikmyndaeftirlitsmaður hlýt- ur að beita í starfi sínu, en vil aðeins benda á örfá atriði, sem varpa ef til vill einhverju Ijósi á það, hverja erfiðleika hann á við að etja. Kvikmyndaeftirlitsmaðurinn verður að reyna að gera sér eins ljósa grein og mögulegt er fyrir því hvaða áhrif hver einstök kvikmynd muni hafa á fólk (börn og unglinga), og honum er ekki nóg að líta á kvikmyndina, sem eina heild, hann verður ekki síður að velta fyrir sér einstökum atrið- um hennar. Þegar hann svo sendir frá sér niðurstöðu sína er honum í raun og veru ætlað að taka tillit til eftirfarandi atriða m. a.: a) Hvernig hugsa börn? b) Hver eru viðbrögð barna við séðu og heyrðu? c) Hvað er barn? Hugsið þessi atriði andar- tak og þið getið vart komizt að annarri niðurstöðu en þeirri, að á einskis manns færi sé að svara þessum spurningum til hlítar. Það er hægt að mynda sér skoðanir á þessum atriðum, en hversu vel, sem þær eru hugs- aðar, verða þær aldrei annað en rammi, innan þess ramma er ótölulegur fjöldi mynda, sem hver hefur sín séreinkenni, sinn persónuleika. Það er hægt að setja opin- beran stimpil á þennan ramma, en samt er það aðeins yfir- borðið, sem er snert, það, sem dýpra nær, liggur óskilgreint með öllu. Ég hef áður í útvarpserindi minnzt lítillega á kvikmynda- eftirlitið og annmarka þess, sem betur fer hafa ýmsir hlut- ir komizt á hreyfingu frá þeim tíma, og ég verð að játa, að ég bíð með nokkurri eftirvænt- ingu væntanlegrar löggjafar um þessi mál. Eitt af því mikilvægasta, sem þar þarf að koma til, er það ákvæði, að ekki sjái færri en tveir kvikmyndaeftirlits- menn hverja mynd, ennfremur það, að myndirnar séu skoð- aðar við þær aðstæður, að eng- inn utanaðkomandi aðili geti gert tilraun til áhrifa á úr- skurð eftirlitsmanna. Hér hefði þurft að rísa sér- stakur sýningarsalur til skoð- unar. Þann sal, hefði mátt nýta fullkomlega, skal ekki farið út í það að sinni, hvernig slíkt mætti verða, en ég kem að því í síðari pistli. í ágætri bók sinni „Film world“ segir Ivor Montagu skemmtilega frá fyrstu dögum kvikmyndaeftirlitsins í Eng- landi, og get ég ekki stillt mig um að láta eina sögu hans fylgja þessu spjalli, til þess að sýna, hverjum augum þetta embætti var litið í þann tíð. „Þegar ég fyrst kom að kvik- myndunum var ritari kvik- myndaeftiiiitsins, Mr. Brooke Wilkinson, blindur og hafði ver- ið um sinn, drengur þurfti að leiða hann um stræti. Forseti eftirlitsins, Mr. T. P. O’Connor, gamall og vinsæll þingmaður hafði ekki séð kvikmynd svo árum skipti, en hans nafn var skráð á hvern einasta úrskurð kvikmyndaeftirlitsins — hann var að nokkru lamaður og komst ekki upp stigana að sýn- ingarsalnum og skrifstofunni.. Lord Tyrell tók við af honum. í viðtali við fréttamenn við embættistökuna, lét hann mjög vel af væntanlegu starfi, taldi það mjög vel fallið sem „eftir- launastarf", enda væri hann nú orðinn það heyrnarsljór að hann hefði ekki lengur ánægju af ferðum í leikhús og koncert- sali... Allir eftirlitsmennirnir voru því miður gamlir . .. Mr. Husey, sem hélt áfram að skoða myndir til dauðadags, þá yfir áttrætt, sagði eitt sinn við mig: „Mr. Montagu, þetta er sannarlega hættulegt starf, ég er víst sá eini, sem eftir lifi...“ Hann var að tala um þá, sem aðeins fjórum árum fyrr höfðu bannað sýningar á Dr. Calii gari.“ (The cabinet of Dr. Cali- gari, þýzk mynd, sem á sín- um tíma hafði gífurleg áhrif og er enn talin tímamótaverk á margan hátt). H. E. CONSUL 4 OltTIXA bílaleiga magniisav* skiplialti 21 simar: 2IID0-2II85 Hauhuf (juhmuwÚAAou HEIMASÍMI 21037 FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.