Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 19
SÚN lór í vinnuna morgun- inn eftir tilbúin að halda við nei-ið sitt. „Halló, Peggy, elsku hjart- að,“ sagði Mary Jones, síma- stúlkan við skiptiborðið. Tom Lindley sendi henni fingurkoss þegar hún gekk gegnum afgreiðsluna. „Fjórtán merkur,“ sagði hann. „Strák- ur — annars mynai ég skíra það í höfuðið á þér. Guð blessi þig, vinkona.“ í þröngu skrifstofukytrunni þar sem Peggy vann með þrem öðrum stúlkum, sagði Dorothy Roberts blíðiega við hana: „Það var allt samkvæmiskjólnum þínum að þakka, elskan. Hann var alveg draumur. Þakka þér fyrir lánið.“ Það lá við, að Peggy missti móðinn. Heimurinn var svo fullur af indælu fólki — hvern- ig átti hún að fá af sér að segja nei, þegar það bað hana um smágreiða? En hún klemmdi saman var- irnar. William hafði rétt fyrir sér. Hún var gólftuska. Auð- vitað voru allir góðir við hana •—það borgaði sig fyrir þá. Rétt fyrir matartímann sagði Phoebe Brown eymdarleg: „Æ, Peggy mín, ég verð að vera búin að vélrita fimm síðna bréf áður en miðdegispósturinn fer, og ég lofaði að borða með Bill. Heldurðu, að þú gætir .. Peggy svaraði snöggt: „Nei!“ „Elskan mín, það er svo áríð- andi.“ „Ég get það ekkL“ „Jæja ...“ Phoebe settist aftur við skrifborðið. „Ég veit, að þú myndir gera það, ef þú rriögulega gætir, elskan.“ ' Peggy leið óþægilega. Hún hafði ekkert að gera í matar- tímanum og hefði vel getað hjálpað vinstúlku sinnL En viljalaus gólftuska... „Hvað segið þér?“ Hr. Kelsey leit undrandi á hana. „Það er ekki nóg pláss, hr. Kelsey. Herbergið er alltof lít- ið til þess, og það er vont loft hérna inni.“ „Já, já, vitanlega,“ sagði hr. Kelsey óðamála. „Ef þér lítið svo á — ef yður finnst það ... Viljið þér ekki koma inn í skrifstofuna mína? Ég þarf að lesa yfir bréf ...“ ÞEGAR þau voru komin þangað inn, sagði hann: „Ungfrú Barney, ég skal segja yður, að við höfum hvergi pláss fyrir fleiri skrifborð. Þess vegna spurði ég hvort ekki væri hægt að bæta einni stúlku við inni hjá ykkur.“ „En það eru þrjú herbergi til leigu við hliðina á þessari skrifstofu, hr. Kelsey.“ Hr. Kelsey leit stranglega á hana. „Vitið þér hvað það kost- ar að bæta við fleiri skrifstofu- herbergjum?“ „Nei,“ svaraðí Peggy kurteis- lega. „Það vitið þér áreiðan- lega miklu betur en ég, hr. Kelsey. En er ekki hægt að fá skattafrádrátt út á þess hátt- ar kostnað?" Hr. Kelsey hvessti augun á hana og fór svo að lesa henni fyrir bréf. Enginn hefði trúað því á hr. Kelsey, að hann legði sig niður við að kíkja gegnum skráargat, en um kvöldið vildi svo til, að Peggy vann heldur lengur en hinar stúlkurnar, og hr. Kelsey þurfti að fullvissa sig um, að hún væri ein í her- berginu. „Hm, ungfrú Barn. .. það sem ég ætlaði að segja ... þetta með nýju vélritunarstúlkuna — ég fékk prýðishugmynd í dag. Það eru herbergi til leigu hérna við hliðina á okkur. Við ætl- ► SEINNA um daginn leit hr. Kelsey, forstjóri og aðal- eigandi fyrirtækisins, inn til þeirra. Hann var roskinn mað- ur og þurrlegur í framkomu, brosti sjaldan. En nú gerði hann tilraun í þá átt. „Eg var búinn að ráða nýja vélritunarstúlku,“ sagði hann. „Viljið þið samþykkja, að við setjum eitt skrifborð í viðbót inn til ykkar?“ Dorothy Roberts sagði: „Já, hr. Kelsey, það er alveg sjálf- sagt.“ Anne Ress sagði. „Já, auðvit- að, Iw. Kelsey.“ Betty Sooner sagði: „Já, hr. Kelsey.“ Peggy sagði: „Nei.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.