Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 35
• Stúlkan í gulu kápunni Framhald af bls. 16. að flækja ungfrú Hartley í þetta morðmál — hvers vegna hefði sá maður átt að myrða Lathrop? Lathrop vitnaði gegn ungfrú Hartley — og ekkert gat veriö heppilegra fyrir hinn raunveru- lega morðingja! Undirritaður framburður Lathrops var ekki nærri eins mikils virði og lif- andi vitni, sem mætti fyrir rétti, benti á stúlkuna og segði: „Þetta er stúlkan, sem ég sá á bekk í Bryant Park!“ Fingraför Lathrops voru á glasinu, sem hann hafði drukk- ið úr. Innihald þess var blanda af viskí og klóralhydrati. Úr hinu glasinu virtist aðeins hafa verið drukkið viski. Á þvi voru fingraför Lorenar Hartley, en reyndar mjög dauf. Það yrði ekki erfitt fyrir verj- andann að skýra, hvernig stæði á fingraförum hennar á glasinu: Þegar maður skolar af glasi og setur það svo inn i skáp, koma íingraför á það. Afar einfalt mái! Það væri betra, ef við gætum sannað, að Loren Hartley heíði hringt til Lathrops og beðið hann að koma við hjá henni til að sækja' peningana, hugsaði Stein með sér. Það hafði Verið hringt til Lathrops um eitt-leytið. Það hafði komið í ijós við eftir- grennslan. Maðurinn, sem hafði svarað í símann niðri í anddyri Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIOJAIXl H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200 IVIEÐ -BRACfl Jlflffl f TÖSKUNNI Braga kaffi er ætíð hressandi ferskt og ilmandi gott hússins, þar sem Lathrop bjó, hafði borið, að það hefði verið kona, sem hringdi. Hún hafði ekki sagt til sín. Hann hafði að- eins heyrt Lathrop segja „já“ nokkrum sinnum og að lokum „allt í lagi.“ Þetta kynni að valda lögfræð- ingunum nokkurri umhugsun, en heldur ekki meira en það. Stein undraðist sjálfan sig. Hvers vegna í fjandanum er ég að kvelja mig með þessu? hugsaði hann, hún drap báða og flýði svo — og henni verður náð! Hvers vegna fer ég ekki heirn og fæ mér drykk? Hann heyrði símann hringja, áður en hann var kominn inr, til sín. Hann leitaði að húslykl- unum, hljóp svo inn og greip heyrnartólið. Það var James Shapiro. „Sæll, James. Segirðu mér eitt- hvað nýtt?“ „Það hugsa ég. Rétt eftir að þú íórst, hringdi kjallarameistari Alex Hartleys hingað. Charles heitir hann víst. Þessi Loren Hartley hafði beðið hann að láta okkur vita, að hún væri stödd á benzínstöð við Van Brunt- torgið." „Talaðir þú sjálfur við kjall- arameistarann ? “ „Nei. Murphy tók á móti skila- boðunum. Ég frétti þetta hjá honum." Stein náði sér í sígarettu. Undarlegt, hugsaði hann, fyrst flýr hún undan lögreglunni, og svo hringir hún til okkar... „Og hvað vildi hún fieira?" „Murphy sagðist ekki hafa grætt mikið á að hlusta á stam- ið i kjallarameistaranum, en hann hélt víst, að Loren Hartley væri að elta einhvern.“ „Álitur þú það sennilegt?" „Ef til vill ætlar hún með þessu að beina athygli okkar i vitlausa átt,“ svaraði Shapiro. „Ég sendi strax lögreglubíl á þessa benzínstöð til þess að rann- saka málið." „Nú?“ „Stöðin var lokuð.“ Stein kveikti sér í sígarettunni. „Samt sem áður var stúlkan á þessari leið, þegar lögreglan sá bilinn hennar — og lét hana því miður halda ferðinni áfram óhindrað." Það var ekki laust við beiskju í röddinni. „Ef til vill hefur hún tekið eftir, að lögreglan fylgdist með ferðum hennar og þess vegna farið í einhverja aðra átt eftir það, en ætlað að gabba okkur með þessari upphringingu. Ef ég á að segja það, sem mér býr i brjósti — þá væri þessi stúlka til alls vís!“ Eftir samtalið við Shapiro blandaði Stein sér drykk. Hann setti tvo ísmola í glasið og hristi það. Ef hún er í raun og veru að elta einhvern, þá er það fólkið, sem hefur framið tvö morð ... Annað hvort er stúlkan fífl- djörf — eða hún hættir iífi sínu af írjálsum viija til þess að sann- færa okkur loksins um sannleiks- gildi orða sinna. Og á sama augnabliki sem Stein tók að dást að hugrekki Lorenar, lagði hann frá sér glas- ið, fór út úr íbúðinni, settist inn í bílinn sinn og ók af stað. Ákvörðunarstaður hans var benzínstöðin við Van Brunt-torg- ið — og næsta umhverfi! Vonandi er það ekki of seint, hugsaði hann, og steig fastar á benzinið. —v— Loren Hartley hafði yfirgefið benzínstöðina fyrir um það bii 20 mínútum. Þegar hún kom aftur út á göt- una, sá hún ljósgræna bílinn nokkur hundruð metra fyrir framan sig, bílinn, sem hún hafðl misst sjónar af, áður en hún hringdi. Það var augsýnilegt, að skötu* hjúin í bílnum höfðu fullan hug á að láta Loren fylgja sér eftir! Nokkur andartök var Loren ákveðin að hætta ekki á neitt, aka aftur til benzinstöðvarznnar og biða þar eftir lögreglunni eða Peter. En þegar ljósgræni billinn fór af stað með enn meiri hraða en áður, byrjaði Loren aftur að éita hann. Það skiptir ekki máli úr þessu, hugsaði hún ... Ég held ég sé komin svo langt Framh. á bls. 40. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.