Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 30
Tjöld innlend og erlend nýjar gerðir, orangelituð með blárri þekju. Svefnpokar sem breyta má í teppi.. Vindsængur sem breyta má í stóla frá kr. 480.00. Picnic töskur. Ferðagasprímusar. Pottasett frá kr. 290.00. Ferðatöskur frá kr. 147.00, að ógleymdri veiðistönginni. Póstsendum. Laugavegi 13 — Sími 13508. að lesa, skrá í dagbók, merkja svo það færi rétta boðleið eða svara því sjálfur. „Hypjaðu þig nú, Dorsey,“ sagði hann. „Sjáumst seinna.“ Aðkomnu skeytin fjölluðu um öll möguleg hernaðarleg smáat- riði: Swain ofursti, afskráður sendiráði Buenos Aires, áleiðis til Washington, taka við öðru starfi, æskir leyfis gefa Scott hershöfðingja sjálfum munnlega skýrslu ... Gen Kelly hershöfð- ingi, yfirforingi Lageris flug- stöð, Azoreyjum, hvetur Sam- eiginlega yfirherráðið til að áfrýja úrskurði landvarnaráð- herra um takmörkun á áfengis- skammti til liðsforingjaklúbba. Úrskurður hefur slæm áhrif baráttuhug stöðinni hér ... Yfir- foringi 101. flugherdeild, Fort Campbell biður útskýringu undir- málsgr. c aðalmálsgrein 15 gagn- rýni Sameiginlega yfirherráðs- ins frammistöðu flugdeilda síð- ustu alrauðu æfingu ... Casey hafði fyrir reglu að vinna sjálfur skrifstofustörfin þegar hann átti sunnudagsvakt. Hann dró því að sér ritvél og gekk frá svörum við sumum fyrirspurnunum, hversdagsleg- um hlutum sem yfirherráðið hafði fengið honum vald til að úrskurða. Hinum skeytunum var komið fyrir í hylki, þar sem þau skyldu biða úrskurðar fimm æðstu herforingjanna sjálfra. Casey festi athugasemdamiða við hvert um sig. Meðan á þessu stóð þurfti hann öðru hvoru að lita í einhverja af mörgum laus- blaðabókum, allar með áletrun- inni Hernaðarleyndarmál, sem hann tók út úr öryggisskjala- skáp sínum. Komið var undir hádegi þegar hann lagði af stað til dulmáls- herbergisins með skjalamöppu fulla af svarskeytum. En fyrst þurfti hann í daglega húsvitjun í stríðsherbergi Sameiginlega yfirherráðsins. 1 þessum stóra sal, innanum heimskort og smærri kort af „hættusvæðum", héldu liðsforingjar vörð dag og nótt fyrir æðstu herstjórn landsins. Beinir herstjórnarsím- ar tengdu stríðsherbergið við á annað hundrað meiriháttar her- stöðvar, þar á meðal yfirher- stjórn sprengjuflugvélaflotans hjá Omaha, loftvarnastjórn N- Ameriku í Colorndo Springs og aðalstöðvar NATÓ í París. Á sérstöku borði stóðu tveir sím- ar, gylltur og rauður, um þá yrðu gefnar fyrirskipanir ef til ófriðar kæmi. Casey spjallaði við varðstjór- ann. Á kortunum var ekki að sjá neinn sérstakan hernaðar- viðbúnað, nema ferhyrning sem markaður var með rauðri krít á Suður-Kyrrahafi. Þar áttu sex kjarnorkukafbátar að hefja skot- æfingar með Pólaris-flugskeyt- um næsta dag, en siíkt var al- vanalegt. Casey stóð ekki við í stríðsherberginu nema nokkr- ar mínútur. Á leiðinni eftir aðalgangi 30 FÁLK/NN Pentagon stanzaði hann og leit út um glugga á sólbjartan húsa- garðinn. Mjó trégrindin í þaki laufganganna og háir stein- steypuveggirnir gáfu húsagarð- inum jöfnum höndum svip af fangelsisgarði og þorpstorgi. Milt maísólskin flóði um garð- inn; á svona degi hlaut mann að langa til að eiga sumarbústað, stól undir laufsælu tré og kann- ski nokkra hesta. Hesta. Svo Jim séntilmaður var með félagsveðmál á Preak- nessið, hm. Casey glotti. Svona gat Scott verið lævís, blekkt æðstu herstjórnendur sína með blaðri um veðreiðar sem áttu að fara fram sama daginn og og alrauða viðbúnaðaræfingin. Enginn hafði verið ánægður með síðustu alrauðu æfinguna sex vikum áður. Hún kom á tvo árásarflota flugvélaskipa liggjandi í höfn með annað hvert skip óvirkt vegna smáviðgerða sem hefði átt að vera lokið fyrir mörgum vikum. Rétt rúmur þriðjungur flugvéla árásarflug- flotans komst á loft á tilsettum tima. Ávæningur af ringulreið í nokkrum herstöðvum hafði síazt til blaðanna. Lyman for- seti símaði tvisvar til að vita hvað væri að, og Scott, sem sjaldan skipti skapi, varð fok- vondur. Niðurstaðan varð ákvörðun um aðra fyrirvaralausa æfingu i þessari viku. Ékki voru liðnir nema þrír dagar síðan yfirher- ráðið tiltók æfingardaginn, og enn vissu ekki aðrir um hann en ráðsmennirnir fimm, nema forsetinn, Casey og George Mur- dock ofursti, aðstoðarforingi Scotts. Ekki einu sinni land- varnaráðherrann var látinn vita hvað til stóð, svoleiðis vildi for- setinn hafa það, sagði Scott. Samlyndið milli forsetans og ráð- herrans fór versnandi, máske vakti það fyrir Lyman að koma ráðherranum í opna skjöldu. Scott hafði valið stundina sjálf- ur, laugardaginn í þessari viku, 18. maí, klukkan 1900 eftir Greenwich meðaltima, 1500 eftir staðartíma í Washington. Casey taldi að alrauða æfingin á laugar- dag yrði góð prófraun á úrbæt- urnar sem fyrirskipaðar voru í snatri eftir ófarirnar í marz. Um nónbil á iaugardegi í Washing- ton yrði venjuiegt helgarástand hafið fyrir góðri stundu á flest- um bandarískum herstjórnar- svæðum. Ef einhvern tíma kæmi til þess að þrýst yrði á hnapp- inn í Moskvu, mátti ganga að því vísu að það yrði ekki frá því klukkan níu árdegis á mánu- dag fram til klukkan 4.30 síð- degis á föstudag. Og nú gerði Scott sér far um að villa um fyrir fimm æðstu herforingjum sínum með skeyt- inu um Preaknessið, rástíminn var meira að segja hafður sá sami og hann hafði valið til að kunngera æfinguna. Casey sleit sig frá glugganum og hélt áfram eftir ganginum að dyrum dul- málsherbergis allra hergreina. Varðmaður hleypti honum inn, en þar mátti segja að flotinn hefði ailt með höndum. Fjórir sjóliðar með heyrnartól sátu við ritvélar. Aðrar dyr, svartar með „Aðgangur bannaður" áletrað stórum, hvítum stöfum, voru fyrir dulmálslyklaklefanum, þar sem Hough hafðist lengst af við. En nú lá hann fram á autt skrif- borð í fremra herberginu og las myndasögurnar í sunnudagsblöð- unum. „Halló, ofursti," gall hann við. „Ertu með einhver verkefni fyrir tígrisdýrin min?“ Casey rétti honum umslagið. Hough blaðaði í skeytunum, tók þau frá sem hann þurfti sjálf- ur að þýða á dulmál og skipti hinum milli símritaranna. Casey sýndi á sér fararsnið, en Hough klappaði á handlegginn á hon- um. „Líttu á þetta, ofursti." Casey tók við skæninu. Það var afrit af aðkomnu skeyti: SCOTT, YFIRHERRÁÐIÐ, WASHINGTON. EKKERT VEÐMÁL. EN BEZTU KVEÐJUR ÆVIN- LEGA. BARNWELL, YFIR SJÖTTA FLT. „Sönnun um það,“ sagði Hough, „að stundum á ekki einu sinni aðmíráll tíu dollara til að veðja. Eða kannski finnst hon- um að hann megi ekki gefa flot- anum slæmt fordæmi." „Ef þú hættir ekki að skipta þér af því sem Scott einum kem- ur við,“ sagði Casey, „er ekkert líklegra en það verði þitt hlut- skipti að gefa gott fordæmi á Aleutaeyjum." „Hægan, ofursti. Hawaii væri nógu langt í burtu. 1 rauninni væri afbragð að komast til Pearl. Ég sagði Murdock í morgun, að I staðinn fyrir að stússast í hest- um ætti hann að gera þessari andstyggðarborg greiða og fá mig sendan út í Eyjar." Casey fór I gegnum forsalinn og inn í borðsal æðri liðsfor- ingja. Eins og aðrar vistarver- ur í húsinu var hann næstum ►

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.