Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 4
Kæri póstur, Þannig er mál með vexti, að hér í Vestmannaeyjum hefur verið ákveðið að útrýma öllum dúfum vegna vatnsins, sem við drekkum, en við drekkum rign- ingarvatn. Hér eru um 15—20 villtar dúfur, og eru það ekki nein ósköp. Svo eru dúfur hér í byrgjum og er ég einn af þeim sem hef dúfur í haldi. Mér er spurn, hverjum gera þessar dúfur, sem eru lokaðar inni, mein? Ég leyfi mér að mótmæla þessum ráðstöfunum. Hvað segið þið um málið? Kær kveðja. Töff. Við getum vel skilið gremju þína, en það er lítið hægt að gera í þessu máli, ef heilbrigðis- | yfirvöldin hafa ákveðið að út- I rýma dúfunum ykkar. PEIMIMAVIIMLR Enskur kennari, 22ja ára, skrifar okkur og óskar eftir pennavini á Islandi. Hann seg- ist eiga mörg áhugamál.sérstak- lega hefur hann áhuga á að efia kynni meðal ólíkra þjóða. Nafn og heimilisfang: Mr. T. Jukes, 21, Highfield Road East, Biddulph, Stoke- on -Trent, Staffordshire, ENGLAND. Svar til einnar í Ey.jum: Þér er velkomið að hrein- rita krossgáturnar og senda þær á Iausuni blöðum. Pú segist hafa gaman af bréfum frá Ies- endum — við höfum einnig gaman af þeim, og þú ættir því að setjast niður og senda okkur skemmtilegt bréf. KROSSGÁTA VERÐE. Þeim fjölgar óðum sem senda okkur krossgátulausnir. Dregið hefur verið um nöfn þeirra, sem sendu lausnir á Krossgátum í 15. til 20. tölubl.: 15. tbl. Ragnar Hauksson, Kvisthaga 14, Rvík. 16. tbl. Sara R. Valdimarsd. Sogavegi 96, Rvík. 17. tbl. Ágústa Jóhannsdóttir, Kvisthaga 4, Rvík. 18. tbl. Fjóla Runólfsdóttir, Gröf, Skilmannahreppi, Akranesi. 19. tbl. Sesselja Edda Einarsd., Bergstaðastræti 24, Reykjavík. 20. tbl. Sólveig Hjálmarsdóttir, Baldurshaga, Dalvík. Verðlaunin, 100 kr., verða póstlögð innan tíðar. VEIZTL? 1. Hver orti: „Hefði ég tveggja manna mátt. Mundi ég leggjast út á vorin“? 2. Hver er munurinn á monsún og staðvindi? 3. Hvað er „Fata Morgana"? 4. Hver var forsætisráðheyra Islands þegar seinni heiins- styrjöldin brauzt út? 5. Hvað er „suddi“? •.inaui.iAjeaut -uSij; ‘au;u3i.iE[[es pjaaeuis ‘S •’uosseuop uueuuaH 'f •uiniiJouiigÁa i jiue[aadsjjo[ ega jeáunnH '£ •uinja -ssiui jijjo jjb um Jijdii[s uns -uopi ’je Jijja jb Ho gije j[[U jje nuios je sæ[q jnpuiAgejs 'Z " [epejiAH ú?jatS '1 E VEGIR ÁSTAR INNAR Kæri Fálki, Ég hef haft gaman af mörgu sem hefur verið birt í „Opnunni okkar“ og nú langar mig til að leggja orð í belg og segja ykkur litla sögu af syni mín- um og stúlku, sem hann er „hrifinn" af. Sonur minn, sem við getum kallað Magga, er ekki nema f.jögurra ára, en samt er hann farinn að gera greinarmun á strákumogstelpum; ogferekki dult með það að Sigga er hans útvalda. Það er bara einn Ijóð- ur á þeirra sambandi, Sigga er sex ára og því vill hún ekkert með Magga hafa, ef henni bjóð- ast eldri kavalerar. Maggi hef- ur oft verið niðurbrotinn þegar Sigga hefur visað honum frá með þvi miskunnarleysi, sem konum er einum lagið að sýna. Svo er það einn dag að dyra- bjöllunni er hringt hjá okkur og við förum jafnt til dyra son- ur minn og ég. Fyrir utan stendur Sigga og spyr hvort Maggi vilji leika við sig. Ég sé strax að það kemur undir- furðulegur svipur á Magga, og mér lá við að skella upp úr svo mjög liktust þau fullorðnu og vandræðalegu ástföngnu fólki. Mig langaði mikið að fylgjast með þeim áfram svo að ég býð Siggu og Magga upp á kakó. Maggi lék við hvern sinn fingur og horfði ástföngn- um augum á Siggu, sem var ekkert nema elskulegheitin. En allt í einu virtist tortryggnin ná yfirhöndinni hjá Magga og hann segir hikandi og horíir um leið rannsakandi augum a Siggu sína: — Af hverju viltu vera meo mér? — Af því bara. — Finnst þér gaman að vera með mér? — Ja — já, já. — Varstu búin að biðja marga að vera með þér? — Nei, nei, en það eru bara allir hinir strákarnir í burtu og ég fann enga stelpu í allja götunni; svo ég gat ekki ver'.ð með neinum nema þér! Ég ætla ekki að reyna ao lýsa svipnum á honum MagSa mínum, ég skemmti mér ýí.a’ þessu undir niðri en um kenndi ég i brjósti um lit*® drenginn. En svona er lífið, Þa? skiptast á skin og skúrir hla ungum sem öldnum . ' ÞAO VAR VOR í LOFTI og þeir komu gangandi eftir Austurvélli. Maður komst ósjálfrátt i gott skap við að sjá þessa heiðursmenn, og þegar borin var fram sú ósk að mega smelia af einni mynd fyrir lesendur Fálkans, þá var ekk- ert sjálfsagðara. — Þetta kostar sjö og fimmtíu, góður- inn, sagði Haraldur A. Sigurðsson og þrosti. — Sjö sjötíu og fimm með söluskatti, góðurinn, sagði Bryn.jólfur Jóhannesson. Og svo kimdu þeir hvor framan í annan og héidu síðan leiðar sinnar, tveir menn sem setja svip á bæinn. HAIMIM HEITBR William A. Keith kom hinga? til Islands árið 1952 til starfa a Keflavíkurflugvelli. Ári síðap giftist hann íslenzkri konu Venny Marteinsdóttur, og fluttu ÞaU síðar til Bandaríkjanna, þar sem William starfaði sem verkfrœ0' ingur hjá Pepsi Cola. William er nú staddur á í,s' landi og ætlar að l.jósmynda hér og kvikmynda, því að hann ætl- ar að endurbæta kvikmynd sína Discover Iceland, sem hann tók í samráði við Loftleiðir, og'sýnd er víða til að kynna landið f.V1''1’ ferðamönnum og laða þá hingað. Discover Iceland er 28 mín. mynd, 16 mm og aðalmarkmið myndar- innar er að sýna ferðamönnum hvað Island hefur upp á að bjóða ef höfð er hér nokkurra daga viðdvöl. Þá hefur Wiliiam í huga að gefa út myndabók um Island, þar sem lögð er áherzla á að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.