Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 5
Vie SMiBtJM TElKNieORB Hversu oft höfum við ekki óskað eftir þvi að eiga borð, sem hægt væri að teikna við, eða vinna aðra sfcylda vinnu. Hugsið um öll þau skipti, sem við höfum þurft að notast við eldhús- borðið, eða stofuborðið. En nú skulum við gera okkur litið fyrir og smíða teikniborð- ið sjálf, það er ekki eins erfitt og þið haldið, kostnaðurinn er hverfandi lítill miðað við að þurfa að kaupa slikt borð á verkstæði eða í verzlun. Stærðinni getum við ráðið sjálf, en við skulum aðeins muna að hafa það ekki of lítið. Platan er búin til úr fjórum eða fimm furuborðum — þykkt- % úr tommu og við skulum miða við einn meter á lengdina og hvert borð sé 15 cm á breidd. Borðin eru límd saman og negld með bylgjujárnum. Endarnir eru siðan sagaðir hornrétt og utan á þá er síðan festur listi sem er af sömu þykkt og platan og á að gizka tvær tommur á breidd. Listinn er límd- ur og skrúfaður á, eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Til þess að fá hinn rétta halla á boi'ðið (en það er aðalkost- urinn við þetta borð), eru búin til tvö undirstykki sem eru jafnlöng borðbreiddinni og búin til á þann hátt sem sýnt er á myndinni. Þessi undirstykki eru fest á með lími og skrúfum. Að lokum er límdur gólfdúkur á plötuna, og er æskilegast að hann sé í sem ljósustum lit. Athugið að fergja plötuna meðan límið er að þorna. Að endingu eru kantarnir slipaðir með sandpáppír og þá höfum við teikniborðið tilbúið. HVAÐ ÆTLI£> péfZ At> «6f> HGlRl LAUN .HERRAMINN V sýna fegurð landsins í myndum, en fræð- andi upplýsingar látnar víkja. í bókinni verða eingöngu litmyndir, Kodakchrome og Ektachrome, teknar með Praktina 35 mm myndavél. Héðan heldur William til Lúxembúrgar, þar sem hann ætlar að dvelja i mánuð við kvikmynda- og Ijósmyndatöku. Kvik- myndin á helzt að sannfæra ferðamenn um, að bezt sé að fara með Loftleiðum til Lúxemborgar, því að þaðan séu vegir til allra átta. William lagði á það áherzlu i samtali við Fálkann að sérstaða Islands sem ferðamannalands væri að sjálfsögðu hin hreina og óspillta náttúrufegurð og hann kvaðst fullviss að fleiri venjulegir ferða- menn kysu að eyða hér nokkrum dögum, einkanlega ef þeir hefðu fengið áður ein- hverja hugmynd um land og þjóð. William sagðist hafa kviðið því í upp- hafi að vinna að gerð kvikmyndar sinnar, þar sem hann skildi ekki islenzku, en sá ótti hefði verið ástæðulaus, þar sem hann hefði hvergi mætt nema góðvild og hjálp- fýsi. Hann bar með sér kort frá Loftleið- um, þar sem gerð var grein fyrir hver maðurinn væri, og hver væri tilgangur- inn með kvikmyndatökunni, en kortið þurfti hann aldrei að taka upp úr vas- anum. Þegar þetta er skrifað bíður William eftir sólskini og góðu veðri, því hann vantar m. a. í myndasafn sitt rúningu, fiskveiðar og góðar myndir af Surtsey.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.