Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Síða 6

Fálkinn - 14.06.1965, Síða 6
„SÖNGURINtt IIEFIJR VERIÐ MITT IIÁLFA LÍF” SEGIR FRÚ ÞURÍÐLR PÁLSDÓTTIR H0N byrjaði að syngja áður en hún var orðin talandi og sofnaði út írá œfingum föður síns á kvöldin. Hún lifði og hrœrðist í músíkinni frá blautu bamsbeini, og einhvern veginn kom aldrei annað til greina en að gera sönginn að œvistarfi sínu, jafnvel þótt pabbi hennar segði, að hún vœri ekki nógu vond manneskja til að verða söngkona. Fyrsta óperuhlutverk sitt, Gildu í Rigoletto, söng hún í landi Verdis, og áhorfendurnir æptu brava, bravissima af ítölskum eldmóði. Síðan hefur hún sungið yfir tuttugu hlutverk í óperum og óperettum, fleiri en nokkur önnur söngkona á íslandi, að ekki sé minnzt á ótal konserta, óratóríó og kirkjutón- leika. „Söngurinn hefur verið mitt hálfa líf“, segir frú Þuríður Pálsdóttir, og það eru áreiðanlega orð að sönnu. HVERNIG er að vera dóttir Páls ísólfssonar? Hefur það háð þér eða hjálpað?" „Það hefur a. m. k. ekki hjálpað mér nokkurn skapaðan hlut á músíksviðinu,“ svarar Þuríður vafningalaust. „Pabfci hefur aldrei hjálpað mér neitt með mús- íkina, ekki kennt mér, meira að segja sjaldan gefið mér ráðleggingar. ,Þú ert dóttir min, og ég get ekkert hjálpað þér‘, sagði hann bara. Nei, það væri synd að segja, að hann hefði ýtt mér út á listabrautina, blessaður“. VAR hann kannski á móti því, að þú gerðist söngkona?" „Nei, nei, hann hefur aldrei skipt sér neitt af því, þ. e. a. s. honum fannst ægilega vitlaust af mér að leggja út í list, enda vissi hann manna bezt hvað listin getur orðið mikið brauðstrit, eink- um hér á landi — ja, og annars staðar eru ekki nema örfáir sem komast í hæst- borgaða klassann, hinir skrimta ein- hvern veginn. En hann setti sig ekkert á móti því, þó að hann segði raunar, að ég væri ekki nógu vond manneskja til að verða söngkona. Líklega vildi hann

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.