Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Síða 9

Fálkinn - 14.06.1965, Síða 9
kunni enga ítölsku, svo að það var varla von, að framburðurinn væri fyrsta flokks.“ „Hvenær fórstu þangað?“ „f marz 1950. Þá var ég tuttugu og þriggja ára. Ég var 13 mánuði í það skipti, en síðar hef ég verið þrisvar á Ítalíu, nokkra mánuði í hvert sinn.“ „Hver kenndi þér?“ „Það var ágætur kennari í Milano, maestro Albergoni. Hjá honum var ég fyrsta árið, en alltaf eftir það hjá Linu Pagliughi.“ Callas og Tebaldi uppáhaldssöngkonurnar. ÞÚ hefur auðvitað verið með annan fótinn í La Scala?“ „Já, ég sótti bæði óperusýningar og konserta hvenær sem ég gat komið því við. Og sat í gallaríinu sem er langbezti staðurinn, því að þar er hljómurinn full- komnastur og áheyrendurnir beztir, fólk- ið sem kann að meta músíkina og kem- . ur til að hlusta á hana, en ekki bara . JLil að sýna sig og sjá aðra. Tvisvar sat ég niðri í fínu sætunum, en það fannst . |nér ekki nærri eins gaman. Ég man iiyað ég var spennt þegar ég fór á opn- . ím óperutíðarinnar; frumsýningin er >• : Með Steindóri Hjörleifssyni í „Miðillinn“ eftir Menotti. Musetta í „La Boheme“ með Ólafi Magnússyni. alltaf mikill viðburður, og þá mæta dömurnar glóandi af gulli og gimstein- um með glitrandi höfuðdjásn og auðvit- að í síðum kjólum. Ég fór ekki síður til að sjá allt fíneríið og stássið en það sem gerðist á sviðinu, en þó varð ég afskaplega vonsvikin þegar ég frétti, að aðalsöngkonan væri ekki ein af heims- frægu stjörnunum, heldur einhver manneskja sem ég hafði aldrei heyrt minnzt á. Það var reyndar ekki svo slæmt þegar til kom — unga söngkonan hét nefnilega Maria Meneghini Callas.“ „Ertu í hópi aðdáenda hennar?“ „Já, mér fannst hún alveg stórkost- leg, blátt áfram ógleymanleg, og ekki síðri leikkona en söngkona. Hún var ekki með neinn bægslagang, hreyfði sig ekki mikið á sviðinu, en hún var per- sónan. Ég á engin orð yfir hana í Norma.“ „Hverjar voru annars uppáhaldssöng- konurnar þínar?“ „Ég var hrifnúst af Callas og Tebaldi. Og Giuliettu Simionato, þessari fjölhæfu mezzosópransöngkonu. Ég varð líka mjög hrifin af Elisabeth Schwarzkopf í The Rake’s Progress eftir Stravinsky. En skemmtilegasta óperusýning sem ég hef séð, var Faust í útileikhúsinu í Rim- ini.“ Gat ekki sungið fyrir hœsi. EGÐU mér nú frá því þegar þú söngst Gildu í Rigoletto.“ „Já, ég lærði hlutverkið einmitt hjá Albergoni þ. e. a. s. hvað sönghliðina snerti, svo var ég líka í óperuleikskóla þar sem ég lærði að leika það og hreyfa mig á sviðinu eins og við átti. Ég lærði bæði Gildu og Luciu di Lammermoor á þann hátt, en mér datt ekki í hug, að >

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.