Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Qupperneq 10

Fálkinn - 14.06.1965, Qupperneq 10
Norina í „Don Pasquale“. Með Guðmundi Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. ég fengi neitt tækifæri til að syngja í ítölsku óperuhúsi. Maestro Albergoni; vildi samt endilega láta mig prófa, og[ hann sendi mig til að syngja fyrir ein- hverja herramenn sem voru að leita að nýjum söngkröftum fyrir lítið leikhús á Suður-Ítalíu. Ég fór og söng fyrir þá ýmislegt úr Rigoletto, ,Caro nome* og eitthvað úr dúettunum, og þeir buðu mér hlutverkið. Auðvitað varð ég him- inlifandi og skrölti þarna suður á bóg- inn í tíu tíma lestarferð, en þá skeður nokkuð sem aldrei áður hafði komið fyrir mig á Ítalíu — ég fékk hæsi á leiðinni og var orðin þegjandi hás þeg-. ar ég kom á ákvörðunarstaðinn. Það var heldur óskemmtilegt, en ekki um annað að gera en fara beinustu leið norður aftur, því að það var ekki viðlit að syngja í þessu ástandi. Ég var ósköp leið yfir því og þóttist vita, að ég fengi aldrei aftur. annað eins tækifæri, en huggaði mig við, að ég hefði þó getað séð talsvert af Ítalíu í ferðalaginu. HÆSIN batnaði fljótt, og þegar ég var nýkomin aftur til Milano, SÖNGURINN hringdi maestro Albergoni og sagði, að ég hefði fengið boð um að syngja Gildu við opnunina í óperuleikhúsinu í Berg- amo. Það var miklu fínna og þýðingar- meira leikhús, tók yfir tvö þúsund manns í sæti, og ég ætlaði ekki að trúá mínum eigin eyrum þegar maestro Al- bergoni sagði, að mér stæði til boða að syngja Gildu þar. En ég hafði ekki tíma til að hugsa mikið um það, heldur varð ég að rjúka til Bergamo í einum hvelli, því að sýningin átti að vera tveimur dög- um seinna.“ * Óperuœfing í forsal hótelsins. ENGAR æfingar?“ „Nei, það er tæplega hægt að segja. Morguninn eftir að ég kom þang- að, var ég látin mæta með hinum söngv- urunum í forsal hótelsins, og þar fórum við yfir alla óperuna með píanóundir- leik. Eftír hádegi var okkur skellt upp á svið og farið yfir kvartettinn. Hann gekk slysalaust, svo að þetta var látið nægja. Óperuflokkurinn hafði ekki mik- il fjárráð, gat hvorki kostað upp áfræga söngvara né margar æfingar, og venjan var sú að ráða eina stjörnu til að bera sýninguna uppi og fá svo ódýrari krafta í hin hlutverkin, byrjendur og Pamina í „Töfraflautan“.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.