Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Page 13

Fálkinn - 14.06.1965, Page 13
FRAMIIALDSSAGA EFTIR JL EIGH BHACKETT Noddy lysti þeim sem montfíflum úrbetri hluta borgarinnar, manngerð sem hann kannast vel við og hefur enga ást á. — Þeir þykjast vera að „lifa lífinu” með því að heimsœkja óþverraholur í borginni. FÁLKINN 13 Hennar komu. Þau voru mjög venjulegt fólk, dálítið stirðbusa- leg fyrir minn smekk, en ágætis manneskjur. Mér féll vel við þau. En ég óskaði, að þau hefðu ekki komið. f svip þeirra var Sektarkennd og vanlíðan, eins og þau hefðu verið gripin við að stela frá mér, og þetta angraði mig. Ég gat enga ástæðu séð fyrir því. Þau höfðu vissulega ekki gert mér neitt. III. Koleski kom aftur eftir þrjá daga. „Það er ekki margt, sem ég hef getað haft upp á, herra Sherris, en ég held, að ég hafi komizt að því, hvar piltarnir yðar lentu í harkinu, sem þér minntust á. Kannizt þér við hornið á Beekman og Front?“ „Ég hef farið þar um.“ Það er rétt við endann á Austurbrú og ef illræmdasta hornið í Malls Förd. Þar eð Malls Ford er ekki ýkjastór borg, nær skuggahverf- ið! þar heldur ekki yfir stórt svæði, en það er áreiðanlega ekki síður skuggalegt en gerist í stærri borgum. „Jæja, þar er vinstofa, sem maður að nafni Noddy á. Það er ekki beint vistlegur staður, en Noddy þessi er ekkert flón. Hann hágnast vel, og honum er annt um að halda vínsöluleyfinu sinu. Við þurfum aldrei að skipta okk- ur af honum. Þetta kvöld komu þangað fimm drengir stuttu eftir klukkan tíu. Noddy lýsti þeim sem montfiflum úr betri hluta borgarinnar, manngerð, sem h'ann kannast vel við og hefur enga ást á. Þeir þykjast vera að „lifa lifinu" með því að heim- sækja óþverraholur í borginni. Skiljið þér, hvað ég á við?“ Koleski ráðfærði sig við vasa- bók sína. Hann var nákvæmur, ungur maður, minnti meira á kennara en lögreglumann. „Það virðist enginn vafi leika á því, að þetta hafi verið sömu fimm drengirnir. Lýsingunum ber saman — hái, renglulegi, drengurinn, sá stutti, með gjall- andi hláturinn og sá stóri, sem virtist vera foringi þeirra. Þeir voru að halda upp á afmælis- dag foringjans." Hann leit á mig. „Átjánda afmælisdaginn hans, herra Sherris. Þar með er hann búinn að ná lögaldri." „Það var lika kominn tími til,“ sagði ég. „Hann er stærri og þroskaðri en margur fullorðinn, sem ég þekki. Hvað um hina?“ „Noddy áætlaði, að þeir hefðu verið kringum sextán — 17 ára. Nógu gamlir til að vita betur. Nú jæja. Þeir slöngruðu inn og heimtuðu áfengi. Noddy sagðist ekki afgreiða ómynduga. Sá stóri hló og sagði, að í svona holu fengju allir afgreiðslu. Noddy sagði þeim að hypja sig. Sá stóri varð mjög ósvífinn og kjaftfor, og hinir veittu honum lið. Noddy hótaði að kalla á lögregluna, og þá létu þeir loks undan og fóru út. Þá var það, sem litlu munaði, að gamanið færi að grána." Ég beið. Mér leið dálítið betur, líf var að færast i mig. Nú gat ég hatað skipulega. „Þér þekkið þennan bæjar- hluta," sagði Koleski. „Hann er nærri alþjóðlegur og fulltrúar flestra þjóðerna verzla við Noddy. Á hlýjum_ kvöldum er alltaf að finna vel blandaðan hóp þar á horninu. Drengirnir sendu þeim háðsglósur, og ein- hver — líklega sá í bleiku skyrt- unni — ákvað að láta þær ekki sem vind um eyrun þjóta. Á augabragði var komið af stað kynþáttauppþot. Drengirnir urðu hræddir og flýðu.“ „Fyrirtak," sagði ég. „Svo hefndu þeir sín á mér. Náðuð þér í nöfn þeirra?" Hann hristi höfuðið neitandL „Einungis greinarbetri lýsingu ekkert meira. Og ég er hræddur um, að hún dugi ekki mikið heldur. Það eru þúsundir drengja í Malls Ford og útborgunum. Þó helmingur þeirra sé útilokaður myndu lýsingarnar samt eiga við hinn helminginn. Það sem verst er, herra Sherris, er að þér skylduð ekki treysta yður til að þekkja þá aftur.“ „Ég held ég gæti það.“ Koleski virtist draga það í Framh. á bls. 41. BOLTA buxurnar #VÍI

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.