Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Side 14

Fálkinn - 14.06.1965, Side 14
 7 sumt. Hér er verið að ganga frá andlitinu á Paul Newman. Það virðist ekki vera svo lítið sem sminkararnir fremja á andliti eins leikara, áður en hann getur gengið fram fyrir kvikmynda- vélarnar. Það er mikil kúnst að sminka og and- litið á Paul Newman var að lokum orðið sann- kallað listaverk. Vinirnir Richard Burton og Peter O’Toole leika saman í kvikmyndinni „Becket“ sem kemur á næstunni í Há- skólabíó. Burton leikur Becket en O’Toole leikur Hinrik konung. Eins og leikararnir voru Becket og Hinrik kon- ungur miklir mátar. Becket var aðalráðgjafi konungsins, trúnaðarvinur og svallfélagi þar til konungurinn skipaði hann æðsta yfirmann ensku kirkjunnar og Becket varð erkibiskup af Kantaraborg. Þá laust saman hagsmunum kirkjunnar og konungsins og Becket féll fyrir morðingja hendi. Þetta er hið fræga konungsskip Vasa, eða öllu heldur eftirlíking af því. Skipið er einn metri á lengd, handa- verk konu, notað í kvikmynd, sem sænska sjónvarpið lét gera. Á efri myndinni virðist skipið í fullri stærð. En á neðri myndinni sjáum við kvikmyndatökumanninn að verki. Þá skilst okkur ýmislegt úr kvikmyndunum betur nú en áður. Hnefaleikakappanum Floyd Patterson datt í hug að fara á skíði. Hann ákvað að renna sér niður brekku sem lá við skíðahótel- ið sem hann dvaldist á. En þó að Patterson hafi yfirleitt tekizt að standa á fótunum í hringnum var honum ómögulegt að fara eins að á skíðunum. Svo kappinn datt á rassinn. SLÁTRARI nokkur úti í löndum lokaði sinni búð og festi upp eftirfarandi tilkynningu í gluggann: „Verð að loka af því að fólk borgar ekki skuldir sínar. Nöfn þeirra sem skulda verzluninni verða birt hér í glugg- anum eftir nokkra daga.“ Þetta hreif. Hann fékk hvern eyri sem hann átti útistandandi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.