Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Síða 15

Fálkinn - 14.06.1965, Síða 15
Nei, þessar fallegu, glaðlyndu stúlkur eru ekki flug- freyjur. í heimaborg sinni gegna þær störfum, sem eru óþekkt meöal íslenzkra stúlkna. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 23—25 ára, eru í umferðareftirliti Mannheim- borgar í Vestur-Þýzkalandi. Verkefni þeirra er m. a. að fylgjast með stöðumælum borgarinnar, skrifa upp og sekta þá, sem eru of lengi við stöðumæla og greiða fyrir umferð t. d. með því að hjálpa gömlu fólki og börnum yfir götur. Eftir svipnum að dæma eru þær ánægðar með starfið. Stóltöskurnar eru hagnýt nýjung sem við kynnum ykkur með ánægju. Töskurnar tvær hanga sinn hvorum megin við sætið í breiðum borða, sem liggur undir sess- unni. Borðinn er ca. 6 cm. Stærð tösk- unnar fer eftir því til hvers hún er ætl- uð. í flestum tilfell- um er hægt að not- ast við töskur sem eru 20 cm háar og 25 cm breiðar. Þær passa líka yfirleitt í flesta stóla. Ef það er ætlunin að nota töskurnar á mismunandi stóla, í íbúðinni eða úti í garði, er bezt að hafa beltissylgju á boi'ðanum, þannig að hægt sé að lengja í borðanum eða stytta í honum eftir þörfum. Og til hvers notarðu þessar töskur? Möguleikarnir eru margir. í þeim má geyma bækur, handavinnu og þess háttar, einnig blöð, vindlinga, eða serviettur allt sem þú annars hefur liggjandi hjá þér, allt sem þú þarft að nota án þess að þurfa að standa á fætur til að ná í það. Það skiptir ekki máli hvar stóllinn stendur inni eða úti, töskurnar eru alls staðar jafgóðar til síns brúks. þær geta sparað' mörg sporin á sumrin, þegar þú vilt vera úti í garði, í sólinni. Töskurnar þurfa ekki að kosta þig mikið, þú getur óreiðanlega fundið efni í þær í tuskupokanum þínum. C\tneu>tt€/ Hvað er „LUMIUM“? e\*»* a*He/ Hvers vegna nota sífellt fleiri konur Super-GIow Make-Up? Svarið er auðvelt. Einfaldlega vegna þess að Super-Golw er hið eina Make-Up fáanlegt, sem inniheldur „Lumium“. Fáanlegt í flestum lciðandi snyrtivöruverzlunum. Heildsölubirgðir: SNYRTIVÖRUR h.f. Laugavegi 20 — Símar: 11020 — 11021. „Lumium“ er efni sem endurkastar ljósi og gerir því hrukkur ósýnilegar. „Lumium“ er undraefni sérstaklega fundið upp af: FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.