Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Síða 17

Fálkinn - 14.06.1965, Síða 17
Shreyfingarlaus, ög horfði á'eftir hinum stórvaxna gjaldkera yfir götuna og inn í bankann. Hann fann ekki til neinnar bræði — aðeins aukins vonleysis. Hann lauk hægt við kaffið. Fáeinum mínútum seinna, gekk Logan inn í bankann. Þegar hann var kominn inn í öryggishólfahvelfinguna, opnaði hann lúguna á langa stálkassanum sínum og tók úr honum þrjú tuttugú og fimm dala skuldabréf. Hann stundi við og byrjaði að fylla þau út til úttektar. Þetta myndi greiða vátryggingar- iðgjaldið hans fyrir árið. í júlí hafði hann einnig tekið þrjú bréf úr kasSanum, þegar föður hans höfðu ekki dugað eftir- launiri. Og fyrr um vorið hafði hann sömuleiðis selt nokkur bréf, eftir að hafa rekist á vörubíl og skemmt Plymouth bílinn sinn. í nærri hverjum mánuði krafðist einhver nauðsyn þess, að hann seldi bréf og honum datt í hug, að hann hefði ekki keypt eitt einasta síðan hann var í hernum. Grasafræði gaf ekki nóg í aðra hönd. Með bréfin í hendinni kleif hann upp mjóan stiginn úr hveífingunni úpp á götuhæðiria, og gekk síðan framhjá langri röð af gjaldkerastúkum innst í bankanum. Þar opnaði hann járnhlið í lágri marmaragirðingu og var nú kominn í teppa- lagt aðsetur framkvæmdastjórans og aðstoðarframkvæmda- 'stjórans. Skrifbörð framkvæmdastjórans var rétt innan við járnhliðið og herra Pinkson leit upp um leið og Logan kom inn. Hann brosti og horfði yfir nefklemmugleraugun. „Góðan dag, herra Logan.“ Snör augu hans beindust að bréfunum og viku síðan með hlutleysi bankamannsins að grannleitu andliti Logans aftur. „Ef þér vilduð fá yður sæti, skal ég hringja á herra Tritt.“ „Herra Tritt?“ sagði Logan, undrandi. „Já. Hann hefur verið færður upp í stúku eitt.“ Pinkson benti á stórt, þunglamalegt borð, sem stóð við hliðarvegginn aftan við skrifborð hans, og Logan settist í stól við það. „Leið yður vel í sumarfríinu?“ Litli maðurinn sneri sér við í ískrandi forstjórastólnum og horfði á Logan. „Ekki sem verst, þakka yður fyrir.“ „Gátuð þér farið út úr borginni?“ „Já, ég fékk vinnu norður í landi. Ég vinn ávallt í sumar- fríum rnínurn." Pinkson gaf frá sér smá hláturhnegg, sem honum virtist viðeigandi svar þegar hann var á báðum áttum um hvort Viðskiptavinurinn væri að reyna að vera fyndinn eða ekki. Svo sneri hann stólnum í hálfhring aftur; hnöttótt höfuðið hneig niður og hann var aftur farinn að glíma við tölur sínar. Logan lagði frá sér bréfin á hreint þerriblað og leit yfir í stúku Tritts. Hún var innst í stúkuröðinni og innangengt úr henni beint inn til framkvæmdastjóranna. Tritt var að tala í símann þar inni og langt, andúðarþrungið augnablik horfði Logan á feitt, sjálfbyrgingslegt andlitið gegnum grænleitt gler- ið. Ég skal ná mér niðri á honum. hugsaði Logan. En hvernig vissi hann ekki. Tritt hafði nú staðið föstum fótum á lygi sinni í nærri ár og Norman Logan var ekki nógu vel að sér í hefndarráðstöfunum til að jafna reikningana. Órór hallaði Logan sér aftur og vaggaði stólnum á tveim fótum. Hann kroppaði án árangurs í sósublett á jakkanum sínum; og þá rak hann augun í skúffu, sem var hálffalin undir skrifborðsplötunni. Erfitt var að koma auga á hana, þar sem á henni var ekkert hald og umlínur hennar aðeins markaðar örmjórri svartri rifu í dökkum viðnum. Logan sá rétt móta fyrir tveim fylltum götum sem gáfu til kynna hvar haldið hefði verið. Hann varð forvitinn, hallaði sér áfram lítið eitt og renndi nöglunum undir neðri rönd skúffunnar. Hann kippti laust í og skúffan rann út hægt og hljóðlaust. Að innan var hún skítug ruslahrúga. Smá haugar af grárri myglu höfðu myndazt á trélíminu í samskeytunum. Ryklag á botninum þakti gulnaða pappírssnepla og ryðgaðar bréfa- klemmur, sem lágu á víð og dreif. Logan hallaði stólnum lengra aftur og dró skúffuna lengra út og kom þá í Ijós fíngerður köngullóarvefur. Köngullóin var dauð og uppþornuð, þar sem hún lág á gamalli almanakssíðu. Á þessari einu síðu stóð 2. október, 1936. Logan ýtti skúffunni hljóðlega inn aftur og velti því fyrir sér, hvort hún hefði í raun og veru aldrei verið opnuð síðan Alf Landon var í framboði móti Roosevelt. Dyrnar að stúku Tritts opnuðust og hann kom út með ctórt gult eyðublað í hendinni. William Tritt gekk mjúkum skrefum eftir ábreiðunni; hann hélt ungum, höldugum líkám- anum teinréttum og gerði augljósa tilraun til að draga að sér magann. „Nei, komið þér sælir, herra Logan,“ sagði hann. „Mér þykir leitt að hafa látið yður bíða. Aðalskrifstofan hringdi. Ég get ekki skellt á þá, eins og þér skiljið." „Ég skil,“ sagði Logan. Gjaldkerinn brosti og lét sig síga niður í stólinn andspænis Logan. Logan renndi til hans bréfunum yfir borðið. „Það er gaman að sjá yður aftur,“ sagði Tritt vingjarnlega og skrúfaði hettuna af sjálfblekungnum sínum. „Þér eruð að búa yður undir nýtt námstímabil, geri ég ráð fyrir?“ Hann sýndi ekkert merki þess, að fundum þeirra hefði borið saman handan við götuna. Logan svaraði engu svo Tritt hóf útreikn- inga í skyndi á verðgildi bréfanna eftir gula listanum. „Jæja, þá verða þetta samtals sextíu og sjö dalir og tuttugu og fimm sent,“ sagði hann og flýtti sér að ljúka við samlagninguna. Logan fyllti út innleggsseðil. „Vilduð þér gjöra svo vel og færa þetta inn á hlaupareikning minn?“ Hann rétti bókina yfir borðið. „Og sjá um að það verði rétt upphæð?“ „Vissulega, herra Logan,“ sagði Tritt og brosti eftirlátur. Logan fylgdist vandlega með, er Tritt færði inn í bókina. Síðan gekk gjaldkerinn hröðum skrefum til stúku sinnar, en athygli Logans beindist á ný að skúffunni og hann leit aftur í hana. Hann hélt áfram að hugsa um skúffuna á leið sinni til háskólans í strætisvagninum. Það hafði vakið undrun hans að rekast á þetta óhreina skúmaskot í bankanum, sem annars var svo snyrtilegur. Þegar inn í grasafræðideildina kom, settist Logan við skrif- borð sitt og var ætlun hans að útbúa spurningalista fyrir ný- FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.