Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Side 18

Fálkinn - 14.06.1965, Side 18
ELDHÚS RÚLLAM Húsmæðiir! iOOl eldhúsrúllan er framleidd sérstak- lega fyrir notkun í eldhúsum ykkar og hjálpar ykkur við dagleg störf. liðna. Hann sat þar Iangalengi, hreyfingarlaus. Mild septem- bersólin gekk til viðar en hann útbjó ekki listana heldur, því gamla skúffan hélzt af óskiljan- legum ástæðum efst í huga hans. Allt í einu kipptist hann við í stólnum. í skærum glampa skapandi hugsunar, sá hann hvernig skúffan gæti komið honum að notum. Hann var sér pess ekki meðvitandi að hafa reynt að klekja út fyrirætlun. Hún birtist honum fullgerð í smáatriðum eins og vitrun, svo tær og nákvæm, að honum fannst hann varla ábyrgur fyr- ir henni. Hann ætlaði að ræna bankann og skella skuldinni á Tritt. Þá hefði Tritt sungið sitt síðasta vers ... Vikurnar sem í hönd fóru var Norman Logan ótrúlega róleg- ur yfir fyrirætlan sinni. í hvert skipti, sem hann fór í hugan- um fet fyrir fet yfir tilhögun ránsins, virtist honum hún snilldarlegri og framkvæman- legri. Hann tók fyrsta skrefið, daginn sem hann fékk útborgað nóvemberkaupið. Niðri á fimmtugustu og ?yrstu götu fór Logan inn í smá- Vöruverzlun og keypti vindl- Ingahylki. Það var úr dökku stálbláu piasti og leit út eins 18 FÁLKINN og snotur .38 marghleypa. Er tekið var í gikkinn, spratt efri hluti byssunnar upp á hjörum og vindlingarnir í skeftinu komu í ljós. Með þetta í vasa sínum ók Logan í strætisvagni niður í Aðra götu og gekk þar inn í litla, óþrifalega verzlun, sem hafði marghleypur og riffla til sýnis í glugganum. Smávaxinn búðarmaður dróst fram fyrir, og Logan bað um að fá að líta á .38 marghleypu. „Get ekkert selt þér, nema ég sjái byssuleyfið þitt,“ sagði maðurinn. „Sullivan lögin.“ „En ég hafði ekki ætlað mér að kaupa vopnið,“ sagði Logan og tók plastbyssuna fram til skýringar. „Ég ætlaði einungis að sjá hvort sú raunverulega líktist minni hérna.“ Litli maðurinn hló gaggandi og tók fram .38 marghleypu undan búðarborðinu, og lagði hana við hliðina á byssu Log- ans. „Það á bara að vera smá- hrekkur, ha?“ „Rétt til getið,“ sagði Logan og virti fyrir sér byssurnar. Þær voru nánast alveg eins. „Þær eru svo sem nógu lík- ar,“ sagði maðurinn. „En ég ætla að gefa þér smá ráðlegg- ingu. Festu lokið niður með límbandi. Vinur minn einn not- aði svona byssu, herra minn. Ráðið var að því komið að heppnast þegar hann tók óvart í gikkinn og lokið rauk upp. Jæja, hann reyndi að bjóða fórnarlambinu vindling en fórn- arlambið stökk á hann og barði hann til óbóta.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Logan og brosti. „Ég ætla að festa mér það í minni.“ „Hérna, þú getur sett lím- bandið á strax.“ Logan gekk til stöðvarinnar við Lexington og fór upp í borgina með neðanjarðarbraut- inni. Klukkuna vantaði fimm mínútur í þrjú þegar hann kom að bankanum. Aldni, gráklæddi vörðurinn bar höndina að húfu- derinu þegar Logan gekk inn um dyrnar. Öll skrifpúltin voru upptekin svo fátt gat verið eðli- legra en að Logan gengi inn um litla járnhlið og að borð- inu, sem skúffan var í. Herra Pinkson og nýi aðstoðar fram- kvæmdarstjórinn voru þegar farnir; borð þeirra voru auð. Um leið og Logan settist, rak Tritt höfuðið út um stúkudyrn- ar. „Fleiri skuldabréf, herra Logan?“ spurði hann. „Nei,“ sagði Logan. „Aðeins innlegg.“ Tritt lét aftur hurðina og grúfði sig yfir vinnu sína. Logan tók fram seðlaveski sitt, tók úr því ávísunina fyrir kaup- inu og horfði síðan gaumgæfi- lega um allan bankann. Enginn leit í áttina til hans. Þegar hann stakk seðlaveskinu aftur í innri jakkavasann, greip hann um leið plastbyssuna og opnaði skúffuna hljóðlega. Hann lagði byssuna í skúffuna, lokaði henni, lagði inn ávísunina og fór heim í íbúð sína. Hann var kominn vel á veg, þrátt fyrir öll Sullivan lög. Tvisvar sinnum í nóvember notaði hann borðið með skúff- unni. í bæði skiptin leit hann eftir byssunni. Hún hafði ekki verið hreyfð. Þegar komið var að því að hann leggði inn des- emberkaupið, var hann orðinn sannfærður um að skúffan væri aldrei opnuð. Þann nítjánda desember afréð hann að láta til skarar skríða. Næsta morgun, eftir kennslu klukkan tíu gekk Logan alla leiðina niðureftir til bankans í snjónum. Hann tók fjögur bréf út úr öryggishólfi sínu og árit- aði þau til úttektar. Róandi hljómur af jólalögum barst niður til hans af götuhæðinni. Þegar upp var komið, settist hann við þunglamalega borðið til að bíða eftir Tritt. Pinkson hafði kinkað kolli og snúið aft- ur til bóka sinna; hinn tauga- óstyrki aðstoðarmaður var ekki við. Jólalögin voru háværari hér og Logan brosti yfir þess- ari óvæntu heppni. Hann lagði bréfin á þerriblaðið. Síðan renndi hann út skúffunni, tók byssuna með vinstri hendi og hélt henni undir borðinu. Tritt var nú á leið til hans, með gulu verðbréfaskrána í hendinni. Þeir skiptust á kveðj- um og Tritt settist og fór að vinna. Hann lagði upphæðirnar saman tvisvar og sagði síðan gætilega, en með augun á út- komunni. „Jæja, herra Logan, þetta verða áttatíu og þrír og íimmtíu." „Ég vil fá viðbót við þessa áttatíu og þrjá og fimmtíu,“ sagði Logan, hallaði sér fram á við og talaði ofur rólega. „Hvað, hvað þá?“ spurði Tritt. „Tíu þúsund dali í tuttugu dala seðlum.“ Bros breiddist yfir rjótt and- lit Tritts. Hann ætlaði að líta upp til Logans en augu hans snarstönzuðu við byssuhlaupið, sem otað var að honum yfir borðröndina. Hann tók ekki eftir límbandinu. „Farið þér nú bara inn í stúkuna og náið í peningana,“ sagði Logan. William Tritt hafði aldrei áður orðið fyrir reynslu af þessu tagi. „Herra Logan, heyrið þér nú herra Logan ...“ Hann kingdi og reyndi að byrja aftur, en sjálfstraust hans hafði yfirgefið hann. Hann sneri sér í áttina að baki Pinksons. „Horfið þér á mig,“ hvæsti Logan. Tritt sneri sér við aftur. „Herra Logan, þér vitið ekki, hvað þér eruð að gera.“ „Verið þér kyrrir.“ „Gætum við ekki veitt yður lán, eða ef til vill...“ „Hlustaðu á mig Tritt.“ Logan talaði ekki hærra en svo, að rödd hans rétt yfirgnæfði HEIMS UM BÓL. Hann undrað- ist sjálfur valdsmannshreiminn í henni. „Látið peningana í poka. Leggið hann síðan á borð- ið hérna.“ Tritt reyndi enn að andmæla en Logan lyfti byssunni lítið eitt og síðustu leifar mótspyin- unnar fjöruðu út úr feitum líkama Tritts. „Þá það, þá það. Ég skal ná í þá.“ Á meðan Tritt gekk lA /1 ír^ rr^n SKARTGRIPIR trúlofunarhrlngar HVERFISGÖTIJ 16 SÍMI 2-1355 TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER gulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.