Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Side 20

Fálkinn - 14.06.1965, Side 20
DREYMIR DYRIN MEÐAN ÞAIJ SOFA? Dýrasálfrœðingar kynna sér svefnvenjur dýr- anna, og manninum kippir í kynið því að engin dýr hafa sömu svefnvenjur og maðurinn nema helzt aparnir. ÞRÁTT fyrir allt hefur engin skepna á jörðinni tamið sér eins skynsamlegar svefnvenjur og maður- inn. Um það er hægt að vitna í þá stétt vísinda- manna sem kallast dýrasálfræðingar. Dr. Holger Poulsen heitir vísindamaður er starf- ar við Dýragarðinn í Kaupmannahöfn og meðal annars hefur hann kynnt sér hvernig dýrin sofa. Það er miklum örðugleikum bundið, þar sem dýrin lifa frjáls úti í náttúrunni, að verða sér úti um nokkra haldgóða vitneskju þar að lútandi. Flest dýr eru alltaf á verði gegn fjendum sínum og þjóta upp um leið og maðurinn nálgast þau. Fyrir því er sérfræðingum fyrirmunað að gera athugan- ir sínar í næði. Öðru máli gegnir í dýragörðum. Gíraffinn hefur ekki þann sið að leggja sinn langa háls niður á slétta jörðina, og ekki styður hann heldur höfði sínu að grein uppi í tré. Hann leggst flatur á jörðina, en heldur höfðinu jafnan reistu. Líka þegar hann sefur er varnarviðbún- aðinum haldið. Uppreistur hálsinn er eins og loft- net, og næmt heyrnarskynið grípur hvert tortryggi- legt þrusk. Gíraffinn er eftirsótt bráð, eins og önn- ur jórturdýr. Hann getur því ekki leyft sér að hvíla sinn langa háls á jörðinni, en verður að halda honum upp reistum alla ævina. Yfirleitt má segja að fá dýr hagi sér eins og maðurinn. Hann leggst niður, slakar á öilum vöðv- um og sofnar. í rauninni eru það bara frændur vorir apakéttirnir er sofa í svipuðum stellingum slakir. Þeir kasta sér á bakið með handleggina ofan við höfuðið eins og smábörn. Fuglar standa alltaf. Háfættir fuglar, t. d. flamingóar og trönur, standa á jörðinni, litlir fugl- ar á grindverkinu. Ekki er þó skynsamlegt að meta venjur dýranna eftir þeim skilyrðum sem maður- inn á við að búa. Menn verða dauðþreyttir bara við tilhugsunina um að eiga að standa upp á endann heila nótt. En þeir skyldu muna að fuglarnir hafa sérstakan lásútbúnað í sinunum er liggja úr tánum upp í fótleggina. Hann helzt lokaður meðan fugl- inn sefur. Þetta er því alls ekki eins erfitt og maður mundi halda. í þetta fer engin vöðvaorka. Þá kvað það vera einskær ímyndun skáldanna að fuglar sofi með höfuðið undir vængnum. Þeir stinga bara höfðinu inn í háls- eða bakfjaðrirnar. Spendýr sem í vatni lifa eiga við sérstök vanda- mál að stríða. Þau verða meðan þau sofa eins og endranær að ná sér í hreint loft. Vatnahestur- inn hefur þann háttinn á að hann heldur hausnum undir vatnsskorpunni en lætur nasirnar einar standa upp úr. Selir leita upp á grynningar og þegar þeir þurfa nýjan skammt af súrefni, krafla þeir sig bara í svefninum upp í yfirborðið. Þar draga þeir að sér andann og fara svo til baka i svefninum niður á botn. Selur er því haldinn þeim Framh. á bls. 41.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.