Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 21
FJÓRlR SÝXA í ÁSMIJNDARSAL Þeir sem standa að sýningunni eru: JÓN GUNNAR ÁRNASON. Hann er 34 ára fæddur í Reykjavík. Var í Myndlistarskólanum í þrjá vetur og var Ásmundur Sveinsson kennari hans. Jón hélt sýningu á Mokka- kaffi 19G2. HAUKUR DÓR STURLUSON. Hann er 27 ára fæddur í Reykjavík. Var í Myndlistarskólanum og síðan tvo vetur í Edinborg við framhalds- nám. Hann hefur jöfnum höndum fengizt við myndlist og keramik. Hann hélt sýningu í Ásmundarsal á s.l. hausti og sýndi þar keramik og teikningar. SIGURJÓN JÓHANNSSON. Hann er 26 ára fæddur á Siglufirði. Hann tók stúdcntspróf við M. R. 1959, og veturinn næsta á eftir var hann við nám á Ítalíu. Síðan hér heima við nám í tvo vetur og í London vetur- inn 1963—1964. Hélt sýningu á Mokkakaffi sumarið 1964. HREINN FRIÐFINNSSON. Hann er 22 ára fæddur að Bæ, Miðdölum Dalasýslu. Var í Handíða- og mynd- listarskólanum tvo vetur og í London veturinn 1963—’64. Því hefur verið haldið á lofti, að annar hver fslendingur fáist við myndl'"t. Sjálfsagt er þetta nokkuð orðum aukið, en rétt er, að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Hver sýningin rekur aðra og við getum sagt að það sé mikil gróska í mynd- list, en hafa allir erindi sem erfiði? Það er ekki okkar að svara því. Nú hafa fjórir ungir menn opnað sýningu í Ásmundarsal og þeir eiga það allir sammerkt, að þeir fylgja nýjum stefnum og leita að nýjum meðulum til þess að forðast logn- mollu og deyfð. Sjálfsagt verða ein- hverjir til að lýsa vanþóknun sinni á verkum þessara ungu manna, aðr- ir munu segja að þau séu nýstár- leg og forvitnileg og enn aðrir munu segja að þessum mönnum sé ekki viðbjargandi — verk þeirra séu hrein della. Þeir sem hafa engar fyrirfram skoðanir munu að sjálf- sögðu vera í vafa um hvort hér sé á ferðinni kúnst eða bara grín. Við litum inn til listamannanna, eins og það er orðað í blaðaviðtölum, rétt í þann mund, sem þeir voru að ljúka við undirbúning sýningarinnar. Þeir voru þrír mættir — einn var vant við látinn, því að hann var að steypa gangstéttarhellur suður í Hafnarfirði. Fyrstá spurningin: — Hvað vakir fyrir ykkur með sýningunni? — Fyrst og fremst að sýna hvað við erum að fást við. — Mér sýnist, að þið notið undar- lega hluti til að vinna með? — Það má vel vera, að menn kalli þetta undarlega hluti — járn, tré, plast, ljósmyndir, gínur, leik- föng, plaköt, skrúfur, naglar — þetta eru allt hlutir, sem fólk hefur daglega fyrir augunum, en við not- um þá með nokkuð öðrum hætti en • ••••••••• Framh. á bls. 41. HREIIMIM y SIGURJÓIM ^ JÓIM y

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.