Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 24
í>EIR sögðu að dýr hefðu vitað að hverju fór. Er skyggja tók kvöldið áður — mið- vikudaginn 9. október 1963 — gerðust hérar skyndilega hugaðir, skeyttu hvorki um menn né bifreiðaumferð og stefndu hljóðlega en ákveðið niður veginn á brott frá vatninu. Eftir að dimmt var orðið tóku kýr að ókyrrast á básum, hundar ýlfruðu og alifuglar görguðu — kyrrð næt- Urinnar þverskallaðist við að síga yfir. Hjón nokkur sem voru að horfa á sjónvarp fengu engan frið vegna óvanalegs hávaða í kanarífuglinum þeirra þar sem hann flögraði án afláts innan um búrið. En svo varð hann allt í einu hljóður. Hann hafði hengt sig í netinu utan um búrið. Hjónin horfðu hvort á annað: Það vofir eitthvað yfir! Stíflan? Þessa nótt valt líf og dauði á einföldu atriði í hinni litlu borg, Longarone í norð- austanverðri Ítalíu; það sem skipti máli var hversu hátt uppi í hlíðinni hinum megin í dalnum, gegnt Vajontstíflunni, maður átti heima. Allir aðrir en þeir sem hæst bjuggu voru feigir. Antonio og Giovanna voru trúlofuð, ætl- uðu að gifta sig eftir tæpa viku. Þetta kvöld voru þau ekki á eitt sátt um hvað þau skyldu gera. Giovanna vildi fara í bíó til Belluna, höfuðstaðar héraðsins um 12 mílna veg í burtu. En Antonío var þreyttur og baðst undan því að fara. Svo skyldu þau, hann fór heim til sín uppi í hlíðinni, en hún niður eftir þar sem hún átti heima. Næsta morgun mundi hann keppast við að grafa í leðjuna og brakið þar sem hús foreldra hennar hafði staðið, tautandi án afláts: Ef ég bara hefði farið með hana í bíóið .. Ef ég bara hefði farið með hana í bíóið. Unglingspiltur var með skellinöðruna sína framan við gluggann heima hjá sér og þráttaði við móður sina sem reyndi að fá hann ofan af því að fara til næsta þorps til að finna stúlku. En faðir hans mundi sína æskudaga og kallaði: „Láttu hann fara“ Móðirin lét undan og dreng- urinn þeyttist á brott. Hann lifði, foreldra sína sá hann aldrei framar. Þrír ameríkanar af ítölskum uppruna voru í kynnisför í Longarone. Þeir dvöldust allir á hóteli neðarlega í borginni. Einn þeirra John De Bona fór til herbergis síns og sást aldrei síðan. En hjónin, Robert De Lazzaro og kona hans, klifu nærfellt 150 þrep upp í hlíðina til þess að sitja matarboð hjá Elisabettu, frænku mannsins og tveim frænkum hans öðrum. Rétt fyrir klukkan 10 ætluðu þau að kveðja og fara aftur til hótelsins, en þá dró frænkan fram flösku af alveg sérstaklega góðu víni og þau létu tilleiðast að tefja lengur. Það varð þeim til lífs. Já, það varð þeim til lífs — því að klukkurnar í Longarone mundu aldrei slá ellefu þessa nótt. Rétt fyrir þann tíma mundi borgin og smáþorpin í kringum hana þurrkast út af yfirborði jarðar og meira en 2000 mans láta lífið. ★ ★ ★ í FJÖGUR ÁR hafði hin nýja Vajon- stífla verið bæði stolt og skelfing fólks í Longarone. Hún lokaði Vajont-gljúfrinu sem er svo þröngt að sól skín þar aldrei nema stutta stund um hádegið. Stíflan var hæsta bogastífla í öllum heiminum, höfð til sýnis fyrir ferðamenn og þó einkum aðkomna verkfræðinga. Hún var 858 fet á hæð frá botni. Margir voru hræddir. Allt frá 1959 höfðu verið uppi hávær- ar raddir um að hætta við stífluna eða sýna á einhvern hátt fram á að allt væri tryggt. En verkfræðingar töldu ekki ástæðu til að óttast. Staðhættir höfðu ver- ið athugaðir og öll vinna verið undir ströngu eftirliti nokkurra frægustu jarð- fræðinga og verkfræðinga landsins, og þeirra á meðal var sjálfur faðir þessara framkvæmda, dr. Carlo Semenza, heims- kunnur verkfræðingur sem reist hafði stíflur í mörgum löndum. Hann ásamt öðrum töldu. að orðið gæti minni háttar hrun eða skriðufall í fjallinu, en samt væri ekkert að óttast. Fólk var samt tortryggið. Það óttaðist fyrst og fremst Monte Toc, fjallið sem gnæfði 4000 fet yfir stífluna öðrum megin. Það var kallað „fjallið sem gengur“, og þorpsbúar í Erto uppi í hlíðinni beint á móti, hinum megin við stífluna, voru allra hræddastir, frá þeim barst mest af mót- mælunum. Á árinu 1960 var allt tilbúið til að fylla uppistöðuna að nokkru í tilraunaskyni. Og ekki spáði sú tilraun góðu. Jafnvel

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.