Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Page 25

Fálkinn - 14.06.1965, Page 25
lítið vatnsmagn olli því að sprunga mynd- aðist hátt í fjallinu. Hún var meira en eitt fet á breidd og 8000 fet á lengd. Sam- tímis varð talsvert skriðufall úr hlíðinni niður í uppistöðuna. Þótt enn væri lágt í uppistöðunni varð ekki hjá því komizt að lækka vatnsborð- ið aftur, og fóru nú í hönd tveggja ára dýrar og tafsamar prófanir. Auk þess var stíflan styrkt enn, grafin hliðargöng út úr uppistöðunni og reyna að loka og stöðva sprungur í berginu með járnbentri stein- steypu. Um hálfu ári eftir fyrsta skriðufallið tók sjálfur dr. Semenza að örvænta um verkið. í apríl 1961 sagði hann við vin sinn einn sem er verkfræðingur, í bréfi sem ekki var birt fyrr en eftir óhappið mikla, að vandamálið væri stærra en svo að unnt væri að leysa það, það væri í rauninni ekkert hægt að gera. Hann and- aðist sex mánuðum seinna. En þrátt fyrir það trúðu hvorki hann né aðrir að manns- líf væru í verulegri hættu. Hann óttaðist aðeins að skriðuföll mundu fylla uppistöð- una og gera hana ónothæfa. Eftir miklar tilraunir og útreikninga þótti tryggt að ef yfirborð vatnsins væri haft 75 fetum lægra en stíflubrúnin gæti ekki komið til neinna slysa hversu mikil og alvarleg sem skriðuföllin kynnu að verða. Hin mesta skriða mundi ekki valda meira en 80 feta hárri flóðbylgju og þótt ósköpin dyndu skyndilega yfir gæti ekkert ITALSKA BORGIN LOINIGARONE ÞIJRRKAÐIST IJT A 6 MÍN- ÚTLIVI... OG 2000 IVIANNS LÉT LÍFIÐ I

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.