Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Page 26

Fálkinn - 14.06.1965, Page 26
fyrir framan stífluna i__,a fimm feta háar skvettur eða svo gætu skolazt fram í gljúfrið. Það þyrfti því ekki annað en lækka vatnsborðið niður í þetta mark og flytja allt lifandi úr umhverfi sjálfr- ar uppistöðunnar, ef alvarleg hætta yrði talin á skriðuhlaup- um. ★ ★ ★ í APRÍL 1963 var talið að tími væri kominn til nýrra prófana. Flóðgáttunum var lok- að og vatnsborðið tók að hækka. og enn var útlitið slæmt. Það tóku enn að myndast sprungur uppi í fjallinu. Á tímabilinu frá júlí til september fundust minni háttar jarðhræringar, undarlegar drunur virtust koma neðan úr jörðinni og vatnið í uppistöðunni „bullaði upp“ með válegum hætti. Merkjakerfi hafði verið sett upp í fjallshlíðinni og hárhá- kvæm mælitæki sýndu þegar i stað ef einhver minnsta hreyf- ing yrði er bent gæti til að sig eða skriða væri að fara af stað. Þessi tæki höfðu ekki sýnt neina breytingu um tíma, en svo breyttist það. Þau tóku að sýna nokkurra millimetra sig á sólarhring, og það jókst og jókst unz mönnum fór ekki að verða um sel. Þá var vatns- borðið enn 41 fet uiidir hámarki og það var hætt við að láta það fara hærra. Sú von að jarð- vegurinn í hlíðinni hætti að síga brást þó með öllu. Og þar við bættist að nú gerði ein- stakan rigningatíma, og jarð- vegurinn varð allur gegnsósað- u r af vatni. Nino A. Biadene, aðstoðar- framkvæmdastjóri um tæknileg mál í þeirri stofnun er stíflu- gerðin heyrði undir, lýsti því nú yfir að það væri ekki leng- ur um það að tala að hækka vatnsborðið meira. Hann mundi láta lækka það, nema því aðeins að mælitækin hættu að sýna sig. En á því varð ekkert lát og nú átti að lækka vatns- borðið. Það mátti auðvitað ekki lækka of hratt. Ef vatninu yrði hleypt út með of miklum hraða gæti svo farið að það gerðust of örar breytingar á þunga- hlutföllum í hlíðinni og allt færi af stað. En þótt vatnsborð- ið lækkaði hættu ekki sigmerk- in að berast. Þau jukust. Allt virtist því jafn ómögulegt. Það mátti hvorki hækka vatns borðið né lækka það. Þriðjudaginn 8. október fór ástandið hríðversnandi, sigið var komi.ð upp í það sem svar- aði 159 millimetrum á sólar- hring. Biadene þurfti að láta hendur standa fram úr ermum þann dag. Öllum sem byggðu næsta nágrenni uppistöðurinar var fyrirskipað að flytja sig á burt og stóðu þeim til boða bifreiðir frá stíflufyrirtækinu. íbúarnir voru ekki einasta flutt- ir á brott heldur líka töluvert af búpeningi. Borgarstjórinn birti áskorun til manna um að sæta þessu og lögreglan rak fast á eftir að menn hlýddu. Biadene fór um kvöldið til Fen- eyja, þar sem var hans aðal- bækistöð, uppgefinn og í þungu skapi, en þó viss um að allir menn væru úr hættu. Um 200 manns létu undir höfuð leggj- ast að hlýða brottflutnings fyr- irmælunum og guldu fyrir það með engu öðru en lífinu. En borgin sjálf? Um hana taldi Biadene óþarft að hugsa. Það hafði verið sýnt fram á að ekki nema smáskvettur af flóðbylgjutoppunum mundu gusast út yfir stíflubrúnina. Áin mundi vaxa en ekkert að skaða. ★ ★ ★ i stjörnurnar Kæri Astró, Mig langar mikið til að vita eitthvað um framtíðina. Ég er fædd 1945 og bý úti á landi hjá foreldrum mínum og vinn í vcrzlun. Mér leiðist það starf, en það er ekki um svo margt að ræða hér heima. Mig langar eitthvað í burtu og þá helzt til útlanda. Heldurðu að það verði á næstunni? Sérðu ein- hverja breytingu hjá mér bráðlega? Hvaða störf mundu henta mér bezt? Foreldrar mínir vilja ekki að ég fari í burtu að ég nú ekki tali um til útlanda, en mér fellur illa tilbreytingar- leysið hér heima þótt ég hafi það gott að mörgu leyti. Hvað heldur þú um ástamálin? Ég hef nú ekki orðið alvarlega ást- fangin ennþá þó ég hafi verið með ýmsum strákum. Giftist ég seint eða snemma eða kannski alls ekki? Með fyrirfram þakklæti. Stella. Svar til Stellu: Þú ert nokkuð mikið háð móður þinni og vilt ekki gera það sem þú heldur að særi hana, og þeim mun lengur sem þú frestar því að fara að heiman þeim mun erfiðara verður það fyrir þig. Það er mikill misskilningur hjá móður þinni að halda fast í þig og leyfa þér ekki að fá tækifæri til að bjarga þér upp á eigin spýtur. Ég er hrædd um að þá þyki henni vænna um sjálfa sig heldur en þig, og vorkenni sér að missa þig í burtu en hugsar ekki út í að það færði þér meiri hamingju ef þú lifðir fjölbreyttara og skemmtilegra lífi. Hún þarf ekki að vera hrædd um að þú hafir þig ekki áfram þá einu sinni þú ert kom- in af stað, en það mun taka þig nokkurn tíma að taka ákvörðun. Og Þó þér finnist það erfitt og móðir þín standi á móti því þá skaltu samt drífa þig. Þú munt ekki sjá eftir því og allar mæður ættu að vera ánægðar með að sjá dætur sín- ar hamingjusamar þó þær hafi þær ekki alltaf hjá sér. Hvernig væri fyrir þig að reyna að kom- ast í eitt eftirsóttasta starf nútímastúlkna, flugfreyjustarf. Það ætti mjög vel við þig. Þú munt vera mjög lipur og hjálp- fús. Þú munt að minnsta kosti verða í starfi sem krefst mikilla ferðalaga, og átt eftir að fara margár ánægjulegar ferðir. Næsta ár er alveg sérstaklega heppilegt til að hefja langferða- lög. Það bendir einnig til rót- tækra breytinga í starfi og um- hverfi og má því búast við að þú drífir þig í að skipta um. Ég held að næstu árin verði eitthvert bezta tímabil í lífi þínu. Þú ættir ekki að láta löngun þína til að gera öðrum til geðs ráða of mikið gjörðum þínum og ekki drífa þig í hjónaband bara til að losna að heiman eða til að fá eigið heimili. Ég held að eftir árin 1966 og 1967 þurfir þú ekki að kvarta yfir að hafa ekki orðið 26 FALKINN OG SVO kom 9. október. Þetta voru gleðidagar í Longa- rone. Uppskeran var komin undir þak. Afkoma fólks var með ágætum. Nýjar verksmiðj- ur, aldrei meiri ferðamanna- straumur, allir höfðu vinnu og kaupið var gott. Einmitt nú voru rjómaíssalarnir frægu frá Longarone að koma heim eftir margra mánaða ferðir um Evrópu með sitt fræga lostæti og ætluðu að dveljast með fjöl- skyldum sínum þar til í marz að ári. Þetta var tími gleði og góðra vina funda. Raunar varpaði stíflumálið allt nokkrum skugga á gleði þessai-a haustdaga. Það hafði spurzt að sigið í fjallshlíðinni væri komið fram úr öllum á- gizkunum. Vörubílstjóri nokkur skýrði svo frá að steyptur veg- ur uppi í fjallshlíðinni væri farinn að gefa sig á köflum, og hann hefði neitað að aka hann aftur. Annars kippti sér enginn upp við slíkar fréttir. Þetta kvöld varð mörgum stanzað lengur venju á kaffi- húsum. klukkan 9,55 hófst sjón- varpssending frá kappleik milli Real frá Madrid og Glasgow ► alvarlega ástfangin og það mun ekki valda þér vonbrigðum. Þegar góðu afstöðurnar eru fyr- ir hendi er um að gera að sitja ekki auðum höndum og láta þær líða í logni framhjá sér, heldur notfæra sér hina góðu strauma sér til framdráttar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.