Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Page 28

Fálkinn - 14.06.1965, Page 28
EFTIR FLETCHER KNEBEL OG CHARLES W. BAILEY Girard kinkaði kolli o'g glotti. Lyman þekkti engan annan sem gat blandað eins saman í brosi sínu kaldhæðni og hlýju. „Ég kannast við þetta, húsbóndi," sagði hann. „Þetta kemur fyrir okkur alla stöku sinnum." Jordan Lyman vissi að hann hafði farið rétt að gagnvart Lindsay, en hann var gramur og óánægður. Ég tók við embætti, hugsaði hann, eftir að álit Banda- ríkjanna var næstum komið nið- ur í núll vegna ófaranna í íran. Ég varð að taka málið föstúm tökum og það gerði ég. Ég sett- ist að samningaborði til að gera afvopnunarsáttmála, en það hef- ur hver einasti forseti reynt frá og með Theodore Roosvelt, og mér heppnaðist það. En hvað skeður? Verkalýðshreyfingin bregzt mér. Kaupsýslustéttin hef- ur alltaf verið á móti mér og nú æpir hún „svik, svik“ tryllt- ari en nokkru sinni fyrr. Og ef trúa skal Gallup er almenning- ur, hvað sem það skyldi nú vera, á móti mér líka. Lyman átti bágt með að skilja hvað sáttmálinn virðist nú órð- inn óvinsæll hjá þjóðinni. Banda- ríkjamönnum og öðrum þjóðum hafði létt óumræðilega þegar hann var undirritaður. Ljós- myndarar stóðu í þvögu að taka myndir þegar Feemerov yfirgaf bandaríska sendiráðið í Vínar- borg eftir síðasta næturfundinn. Lyman og Rússinn tókust í hend- ur á tröppunum, úrvinda og órak- aðir, en morgunsólin fyllti svið- ið fyrirheitum nýs dags. Um all- an heim skoðuðu menn myndirn- ar, fannst byrði kjarnorkuvoðans létt af herðum sér, og táruðust. En þegar frá leið kom aftur- kastið. Hann fór að skilja hvern- ig Wilson leið eftir Versalaráð- s+efnuna. Hversu oft sem hann útskýrði varúðarráðstafanirnar sem gengið hafði verið svo vand- lega frá í sáttmálanum, var alltaf einhver reiðubúinn að varpa fram ásökun um „undan- látssemi." Umræðurnar í öldunga deildinni veittu hverjum einasta ofstækismanni óþrjótandi tæki- færi til að rausa. Guð veit, hugs- aði Lyman, að ég treysti ekki heldur þeim í Kreml. Þess vegna tók það sjö vikur að gera sátt- málann en ekki sjö daga. En hvernig getumivið farið illa út úr þessu? Beiti þeir svikum vitum við af því og tökum aftur til óspilltra málanna tafarlaust. Við tökum ekki i sundur eina einustu sprengju fyrr en þeir gera slíkt hið sama. Lyman tók að lesa leyniþjón- ustuskýrslurnar sem hermálarit- ari hans hafði skilið eftir á skrif- borðinu. Ókunnugur sem komið hefði myndi að líkindum hafa talið hann vera háskólaprófessor. Hann var fimmtíu og tveggja ára, las með gleraugum og hrokkið hárið var orðið grá- sprengt og tekið að þynnast í kollvikunum, hárið var stritt og virtist alltaf hálfúfið. Hann var ekki hár maður, vantaði þuml- ung á þrjár álnir, en tiltölu- lega stórar hendur og afarstór- ir fætur á frekar grönnum búk gerðu útlitið renglulegt. Engum hefði dottið í hug að kalla hann fríðan, en útlitið bar einhvernveginn með sér, að þótt þessi maður byggi yfir flók- inni skapgerð mætti treysta honum. Forsetinn las og undirritaði bunka af bréfum sem einkarit- ari hans, Esther Townsend, hafði fært honum, og var kominn vel á veg með bunkann þegar hún birtist á ný. Hún réðst til hans þegar hann var fylkissak- sóknari í Ohio, flutti með hon- um í fylkisstjórabústaðinn og það sjálfsagðasta af öllu sjálf- sögðu var að hann tæki hana með sér til Hvita hússins. Eng- inn af starfsliði Lymans þekkti hann eins vel og þessi hávaxna, ljóshærða stúlka með fölbrún augu og hárlokk fram á ennið. Hún þurfti sjaldan að spyrja hvernig taka skyldi á málum. Hann bar óskorað traust til dóm- greindar hennar. „Varaforsetinn er kominn," sagði hún. „Þakka þér fyrir, Esther. Biddu þjónustufólkið að færa okkur matinn hingað.“ Yfir hádegisverðinum sam- hryggðust Lyman og Gianelli hvor öðrum yfir þverrandi vin- sældum ríkisstjórnarinnar. „Ég hef ekki fengið almenning til að fallast á sáttmálann, Vince,“ sagði Lyman. „Ég hef verið svo önnum kafinn að fá öldunga- deildina til að fallast á hann. En þegar þú kemur úr Italíu- ferðinni, skal ég vera búinn að leggja á ráðin. Við kippum þessu í lag, vertu viss.“ „Gallup afskrifar okkur núna. Eftir tvo mánuði verður þú þjóð- hetja, forseti." „Þú verður þjóðhetja í þessari 4. HLIJTI viku, Vince. Þorpsdrengurinn sem hefur sigrað heiminn. Heyrðu, hvernig datt þér í hug að vera um helgina I fæðingar- þorpi afa þíns?“ Gianelli ljómaði af ánægju. „Á ég að segja þér hver fann upp á því? Prentice. Ég ætlaði að koma við í Corniglio á laugar- daginn, stanza þar svona í leið- inni og halda ræðustúf. En á föstudaginn hittir Prentice mig og spyr hvað ég ætli að aðhaf- ast í gamla landinu. Ég gef hon- um skýrslu. Allt í einu er hann kominn með fingurinn upp í andlitið á mér og les mér pistil- inn um hefð og tilfinningatengsl og ítölsku atkvæðin. Því ekki, segir hann, nota ættarþorpshug- myndina rækilega og gista þar eina eða tvær nætur? Þetta ligg- ur á borðinu, svo ég samþykki í snatri, og í gær létu strákarnir það berast til blaðanna." „Prentice er glúrinn, satt er það,“ samsinnti Lyman þurrlega. „Nógu erfiður var hann okkur út af sáttmálanum." „O, hann lagast þegar hann jafnar sig. Vertu viss, héðan af sækjum við á.“ Hann veifaði úr dyrunum. „Arrivederci, herra for- seti.“ Skömmu eftir að brezki her- ráðsforsetinn kvaddi, kom Casey inn í skrifstofu Scotts með skjalabunka. „Þetta eru skeytin, hershöfðingi. Og mér datt í hug hvernig yður litist á að bjóða einum eða tveim þingmönnum að fylgjast með þeirri alrauðu, herra minn. Það ætti ekki að spilla fyrir okkur á þingi, ef for- ustumennirnir sæju hvað við get- um verið snarir í snúningum þeg- ar við megum til.“ Scott leit andartak á Casey áður en hann svaraði. Svo sagði hann: „Nei, Jiggs. Ég ætla að prófa öryggishliðina engu síður en viðbúnaðinn. Enn sem komið er veit enginn á þingi neitt af neinu, og ég ætla að sjá hvort okkur tekst að hafa það þannig.“ Casey var kominn á fremsta hlunn að mótmæla — að Prent- ice öldungadeildarmaður vissi þó að minnsta kosti af æfing- unni. En hann sá sig um hönd. „Nú er það geymirinn,“ sagði Scott. „Komið með mér og bíðið þar stundarkorn. Máske eru ein- hver mál þar sem þér getið vei'- ið okkur til aðstoðar.“ „Geymirinn" var stóri fundar- salurinn, þar sem Sameiginlega yfirherráðið kom saman. Nafn- ið vék að þrúgandi áhrifum sem salarkynnin höfðu á herráðs- menn hvern fram af öðrum. Gár- ungarnir i Pentagon kölluðu lit- ina á veggjunum „hörmungar- brúnt“, „vonsvikið sinnep“ og „aflógablátt." Það eina sem líf var í um allan salinn voru fána- knippi við gluggana, einkafánar foringja allra hergreina og ein- kennisfánar hergreinanna fjög- urra ásamt fána herráðsforset- ans sjálfs, bláum og hvítum með fjórum stjörnum og banda- ríska erninum. Kort á veggjun- um gáfu herberginu tilhlýðileg- an hernaðarblæ. Casey tók eftir að fyrir þennan fund hafði verið hengt upp kort af Bandaríkjun- um. Casey settist á stól í forsaln- um, og nú komu yfirforingjar Stórfelldir lierflutningar með flugvélum til New York, Chikago, Los Angelos og . kannski Utah. Hvers vegna Utah? Já, hvers vegna í sósköpunum herflutninga loft- leiðis? Og hvað var í rauninni stöð Y? Og hvernig stóð á því, að Scliott var allt í einu farinn að leyna því, sem var að gerast? FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.