Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Page 29

Fálkinn - 14.06.1965, Page 29
hergréinanna hver í sínu lagi úr skrifstofum sínum. Fyrstur mætti Edward Dieífen- bach hershöfðingi, forseti her- ráðs landhersins, þrekvaxinn fallhlífahermaður með svarta leðurbót fyrir öðru auga. Hann gekk eins og hann væri I stökk- stígvélunum, sem hann notaði oft til að benda á að hann væri enn í fullum stökkréttindum. Parker Hardesty hershöfðingi, íorseti herráðs flughersins, þurfti ekki á neinu slíku vöru- merki að halda. Honum nægði hrokkið, brúnt hárið og langur yindillinn. Næstur kom Billy Riley, yfir- foringi landgöngusveitanna, með sakleysislegustu, bláu augun og ferlegustu hökuna I öllum Banda- ríkjaher. Hann einn stanzaði og kinkaði kolli. „1 Geyminn rétt einu sinni fyrir Liðið, Jiggs,“ sagði hann. „Við margfaldan liðsmun eins og vant er.“ Scott kom í gættina og læsti síðan dyrunum. Biðið við, hers- höfðingi, hugsaði Casey, yður vantar flotann! En fundurinn hélt áfram þótt ekki bólaði á Lawrence Palmer aðmírál, yfir- foringja sjóhersins. Yfirherráðsmennirnir fjórir sátu einir á fundi i tuttugu mín- útur. Um leið og hinir gengu út í halarófu, benti Scott Casey að koma inn og vísaði honum á stól. Casey settist í „Flughers- stólinn" sem Hardesty hershöfð- ingi var rétt staðinn upp úr. Scott skálmaði að glugganum til að draga tjaldið frá. Casey renndi fingurgómunumeftirbrún stórs öskubakka við sæti Har- desty og rak þumalfingurinn í samanvafða pappirskúlu. Hann velti henni milli fingra sér meðan Scott settist niður og kveikti i vindli. „Jiggs,“ sagði hershöfðinginn, „Murdock ofursti sagði mér að þér hefðuð frétt af félagsveð- málinu um Preaknessið. Mér þætti vænt um að þér gerðuð mér þann persónulega greiða að láta það ekki fara lengra." Casey gat ekki með öllu leynt undrun sinni. „Hafið engar á- hyggjur af því, herra minn,“ sagði hann brosandi. „Ég hef ekki áhuga á öðru en komast að hver sé rétti hesturinn: I alvöru talað, hershöfðingi, ég skipti mér aldrei af einkaskeytum yðar.“ „Þér ætlið þá líka að fara með svar Barnswells aðmíráls sem trúnaðarmál?" „Auðvitað, herra minn.“ Scott lyfti annarri augabrún- inni. „Tigninni fylgja nokkur for- -réttindi, eins og þér komizt að raun um þegar þér fáið yðar stjörnu." Hann brosti til Casey. „Sem ég vona að ekki þurfi lengi að bíða úr þessu.“ Casey varð ringlaður þegar •talið barst svona að frama hans. „Þér megið trúa mér hershöfð- ingi, ég grennslast aldrei eftir einkaskeytum herráðsforsetans, en í fjarskiptastofu allra her- greina er ungur undirforingi sem er stundum að slúðra, og...“ - „Svo er mér sagt.“ Þegar Casey var setztur við skrifborð sitt, tók hann eftir að hann hélt enn á bréfkúlunni af fundarborðinu. Hann rakti hana í sundur annars hugar og velti fyrir sér því sem Scott hafði látið á sér skilja um hækkun hans í tign. Að réttu lagi átti röðin ekki að koma að honum fyrr en eftir þrjú ár. Bezt var að hugsa ekki um það. En því þetta uppistand út af af Preakness-skeytunum? Scott virtist siður en svo standa á sama um þau. Casey minntist þess ekki að hafa fyrr horft á herráðsforsetann taka sér slíka varnarstöðu. Hann breiddi úr pappírsbleðl- unum, sem reyndist vera blað af einni rissblokkinni á borði her- ráðsins. Á það var eitthvað skrif- að með blýanti, höndin var Hardesty hershöfðingja. Casey pírði augun til að geta lesið þetta. Þar stóð: „Loftflutt ECOMCON 40 K-212 í Stöð Y klukkan 0700 laug. Chi, NY, LA. Utah?“ K-212 var nýjasta gerð her- flutningaflugvéla, þota, sem tók hundrað hermenn með alvæpni og létt stórskotavopn. Og þarna Skaut þessu kynlega ECOMCON upp á ný. Hver fjandinn var eiginlega að gerast? spurði Casey sjálfan sig. Hver þurfti að flytja herlið loftleiðis í stór- um stil í sambandi við viðbúnað- aræfinguna á laugardag? Casey var orðið kynlega órótt, þegar hann stakk blaðinu í buxnavasa sinn. Hvers vegna var þessari hernaðaraðgerð haldið leyndri fyrir framkvæmdastjóra Sam- eiginlega herráðsins, sem átti að fá að vita allt sem fram færi? Á leið í hádegismat tveim klukkutímum síðar rakst Casey á Dorsey Hough í ganginum. Leiðindasvipurinn var horfinn af fölu andlitinu. 1 staðinn var komið sigurbros. „Halló, ofursti, tilfærslan sem ég var að minnast á, þú manst? Hún er komin í kring, fékk tilkynninguna fyrir nokkrum mínútum. Ég fer til góðu, gömlu Pearl.“ Hann reyndi lélega eftirlikingu af húladansi og deplaði augunum til Casey. „Og meðal annarra orða, Barns- well gamli reyndist eini félags- skiturinn á veðhlaupalista for- setans. Hinir sendu allir sínar skuldbindingar.“ Hann gekk burt hnakkakertur blístrandi „Sweet Leilani." Drott- inn minn dýri, hugsaði Casey, hvernig má það ske að kjaft- askur eins og þessi komist í gegnum hreinsun til dulmáls- starfa? Guði sé lof að Pearl Har- bor stafar engin hætta af Japön- um þetta misserið. Um nónbil, eftir að Casey hafði fært ritara Scotts skjalamöppu, mætti hann öðrum ofursta — úr landhernum — sem var að koma út úr skrifstofu herráðsforset- ans. Við lá að þeir rækjust á : í dyrunum. „híéí, e'í þeftá ekki uppáhalds leirhausinn minn í eigin pers- óhu,“ sagði fótgönguliðinn, dró Casey með sér fram á ganginn og virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. ■„Sæll, Broderick," svaraði Ca- sey og reyndi að dylja ógeðið á hvernig hinn notaði uppnefni sém venjulega var til þess ætlað að egna landgönguliða til slags- mála. „Ég hélt þú værir á Oki- nawa eða enn verri stað.“ Þungur hamar lagðist óþarf- lega þungt á öxl Casey. „Ekki ég, Jerome, ekki ég.“ Einhvern tíma hafði Broderick komizt að því að hann gat ergt Casey með því að nefna hann séinna nafni hans. Á augabragði gaus upp í honum gamla andúð- in á þéssum hrokafulla iiðsfof- ingja. John R. Broderick ofursti var alljótasti maður sem Casey þekkti. Augabrúnirnar komu saman eins og svart strik yfir nefrótinni, ör markaði hægri kinnina. Leiðir hans og Casey höfðu öðru hvoru legið saman, síðast í Iran, og Casey mundi að þar hafði Broderick, sem þá var sveitarforingi í merkjadeildinni, sagt hverjum sem heyra vildi að Bandaríkin yrðu aldrei neins megnuð þangað til þau fengju forseta „sem hefur nóg bein í nefinu til að loka þinginu í nokkur ár.“ „Hvar ert þú á stöð um þessar mundir, Broderic?" spurði Casey. ,Hm... ja, nei, ekki þú, ekki ► Val unga fólksins - Heklubuxurnar — amerískt efni nylon nankin - vandaöur frágangur. Betri buxur í leik og starfi FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.