Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Qupperneq 30

Fálkinn - 14.06.1965, Qupperneq 30
HEILDSÖLUBIRGÐIR KRISTJÁN Ó. SKAGFJÓRÐ H.F. S'IMI 2 4120 COXSUL CORTIIVA ltílaleiga magmisar «kiplio!íi 21 síinar: 2I190-2H85 Uaukut (jutmuhdAAon HEIMAStMI 21037 þú: Ég og minn dvalarstaður er hernaðarleýndarmál, kunningi, svo gersamlega. Ég kóm bara til borgarinnar í dag að gefa herráðsforsetanum skýrslu." Hann brosti vorkunsamlega til Casey. „Eins og þér sýnist, Brode- rick,“ sagði Casey. „Sjáumst seinna,- Jerome." Casey sat við borð sitt nokkr- um mínútum síðar, enn í örgu skapi, þegar Marge hringdi. Hún var að koma frá að leika nokkr- ar holur á golfvelli herklúbbsins. „Hvern heldurðu að ég hafi hitt í klúbbrium, Jiggs?" spurði hún. „Andrés önd með frú.“ „Þú ættir ekki að reyna að segja brandara á mánudögum, elskan. Ég hitti Helenu Brode- rick. Afskaplega leyndardóms- fulla, rétt eins og hún væri Mata Hari. Fékkst ekki orð upp úr henni um hvað John hefði fyrir stafni. Eitthvað voðalega dularfullt suður við Fort Bliss. Veizt þú ekki öll svoleiðis leynd- armál?“ „Nú, auðvitað," sagði Casey. Sú var að minnsta kosti venjan, hugsaði hann. „Ég er alveg að springa af for- vitni. Það var að heyra að þarna væri svo yndislega hlýtt og af- skekkt og leynilegt. Hvenær held- urðu að þú komir heim i kvöld?" „Svipað og venjulega, býst ég við. Svona um sex.“ Casey fitlaði við blýantinn á skrifborðinu. Svo Broderick var yfir leyniherstöð nálægt Fort Bliss. Það kom heim við það sem Mutt Henderson var að segja í gær. Hann ákvað að sann- reyna hugboð sitt, tók upp úr vasa sinum miðann sem Mutt fékk honum og hringdi í númer- ið. Henderson svaraði. „Halló, Mutt. Jiggs hér. Ætlaði bara að fá að heyra í þér. Hvenær ferðu?" „Eftir nokkra klukkutíma, þegar yfirforinginn er búinn hjá Scott." Casey gætti þess að tala kæru- leysislega. „Ég vona að þér falli betur við Johny Broderick en mér. Sá náungi fer i taugarnar á mér.“ „Jahá,“ sagði Henderson, „það tekur tíma að venjast honum. En hann er djöfull mikill yfir- foringi. 1 okkar sveit er ekkert hangs." „Jæja, Mutt, hafðu það gott. Láttu okkur vita næst þegar þið komið hingað." Drottinn minn dýri, hugsaði Casey um leið og hann lagði á, Scott hefur sannarlega valið úr- vals fasistabullu til að stjórna þessu ECOMCON — hvað sem það skyldi nú annars vera. Casey hleypti í sig þrjózku, tók skjölin sem biðu afgreiðslu úr bakkanum, en honum tókst ekki að láta hugann staðnæmast við þau. Atburðir tveggja siðustu daga létu hann ekki í friði. Loks reis hann á fætur, tók til á borðinu, læsti skjalaskápnum og greip einkennishúfuna. „Ung- frú Hart," sagði hann við ritara sinn, „biðjið um bílinn fyrir mig. Ég fer héim. Hringið í mig þangað ef eitthvað aðkallandi kemur upp.“ ' Heima skipti hann um föt, fór í sportskyrtu og sagði Marge að hann þyrfti að skreþpa út. Hann ók niður að Potomacánni og eftir George Washington garðvégiri- um framhjá skrauthýsunum á 'klöppunum, alla leið að fossun- um. Hann lágði bílnum og gekk eftir troðningi fram á klettabrúri sem gnæfði yfir flúðirnar. Hárin sat á steini og horfði á móleitt vatn Potomac byltast niður foss- inn. Hann horfði á það en sá það ekkii þvi hann var að hugsá. Orð Prentice um „viðbúnað." Afsvar Barnswells aðmíráls við þátttöku í félagsveðmáli herráðs- forsetans. Broderick. ECOMCON. Bögglað minnisblaðið hans Hai'- desty hershöfðingja: Stórfelldir herflutningar með flugvélum til New York, Chicago, Los Angeles og ... og kannski Utah. Hvers vegna Utah? Já, hvers vegna í ósköpunum herflutninga loft- leiðis? Og hvað var í rauninni stöð Y? Og hvernig stóð á því að Scott var allt x einu farinn að leyna hann því sem var að gerast? Glefsur úr viðburðum síðustu daga iðuðu í huga Casey eins og vatnið undir fossinum. Hann barðist við að koma skipan á þær. Af einhverjum ástæðum var ferðalagi varaforsetans alltaf að skjóta upp í hugsunum hans, en hann hafði ekki hugmynd um hverjar þær ástæður voru. Casey sat þarna hátt í klukkutíma. svo stóð hann upp, teygði úr sér, gekk hægt eftir stígnum sömu leið og hann kom og horfði til jarðar. Hann var enn sokkinn niður í hugsanir sínar á leiðinni með- fram ánni til borgarinnar. í Langley kom hann auga á síma- klefa úti fyrir benzínstöð, og þá var eins og hann losnaði úr álögum. Hann ók útaf veginum, stakk peningi í rifuna og hringdi. „Hvita húsið,“ svaraði síma- stúlka. Casey dró andann djúpt. „Paul Girard, gerið svo vel,“ sagði hann. „Það er Casey ofursti sem talar." „Andartak, ofursti." Stutt bið, svo var Girard kom- inn í símann. „Jiggs, ef þú ætlar að bjóða mér drykk, þá sker ég þig á háls.“ Casey hafði ekkert glens á takteinum á móti. „Paul," sagði hann. „Ég þarf að tala við for- setann." Girard hló við. „Allt í lagi, vinur. Hvernig væri að ég tefði þig í nokkrar minútur næst þegar húsbóndi þinn á erindi hingað? Ég get svo laumað þér bekk inn á eftir." „Hérna, ég verð að hitta hann strax í dag.“ Framh. í næsta blaði. 30 FALK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.