Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Page 35

Fálkinn - 14.06.1965, Page 35
„Það veldur mér sérstök- um vonbrigðum,“ sagði fram kvæmdastjórinn raunamædd- ur. „Ég kom Tritt sjálfur í bankann, sjáið þér til. Ætlaði honum háa stöðu í aðalbankan- um er fram liðu stundir. Ágæt- ur maður. Greindur, stöðugur, nákvæmur — hann hefur vaxið í starfinu jafnt og þétt. En nú — nú er hann, jæja, ég vona að hann komist yfir þetta.“ „Ég skil tilfinningar yðar,“ sagði Logan samúðarfullur. Hann brosti með sjálfum sér yfir nærfærni áætlunar sinnar. Nú var nægilega grafið undan hinum feita William Tritt, ekki aðeins í áliti Pinksons á honum heldur og í eigin sjálfsáliti. Þann tíunda marz lét Norman Logan annað högg ríða. Þegar Tritt var seztur í sætið and- spænis honum, sagði Logan: „Jæja, nú girðum við oss enn í brók, herra Tritt.“ Tritt leit upp og horfði á ný beint inn í hlaup leikfangsbyssunnar. Hann reyndi að koma upp orði. „Farðu nú og náðu í tíu þús- undin,“ skipaði Logan. „Og engin undanbrögð.“ Án þess að bera fram mót- mæli, gekk gjaldkerinn hratt til stúku sinnar. Logan renndi byssunni aftur niður í skúff- una; síðan tók hann skjala- tösku sína af gólfinu og lét hana standa á borðröndinni. Sími Pinksons hringdi ekki og vörðurinn sást hvergi. Eftir fá- ein augnablik kom Tritt aftur út úr stúkunni og bar lítinn línpoka. „Gott Haldið þér nú áfram með bréfin,“ sagði Logan. „Leggðu pokann á borðið milli okkar. Logan hallaði sér fram og opnaði pokann en lét tösk- una skyggja á peningana. Hreinir, nýir seðlarnir voru í þúsund dala búntum og utan um hvern pakka var gul papp- írsræma. Logan taldi í einum pakkanum og lét síðan pening- ana, að Tritt sjáandi, í skjala- tösku sína. „Svona,“ sagði hann. „Ljúkið þér nú við bréfin.“ Tritt lauk við að fylla út eyðublöðin og Logan skrifaði undir. Tritt var ekki eins ruglaður og Logan hafði gert sér í hugarlund. „Hlustið þér Tritt,“ hélt Logan áfram, „undankoma mín er auðvitað alveg vís, en ef þér gefið nokkuð merki frá yður, áður en ég er kominn út úr bankanum, þá set ég í yður kúlu — beint hérna.“ Logan benti á nefrótina á sjálfum sér. „Og látið yður ekki detta í hug, að ég muni hika við það. Farið nú aftur til stúku yðar.“ Tritt sneri aftur til stúkunn- ar. Meðan hann sneri baki við, kippti Logan peningapokanum upp úr töskunni og lét hann falla niður í skúfíuna, næst byssunni. Hann renndi skúff- unni undir borðið, tók töskuna og gekk út úr bankanum. Þegar út var komið, stóð hann kyrr beint fyrir framan aðaldyrnar eins og hann væri að bíða eftir strætisvagni. Að fáeinum sekúndum liðnum gall þjófabjallan við með skerandi veini og gamli vörðurinn kom hlaupandi á eftir honum út um dyrnar. Á hælum hans voru Pink- son, aðstoðarframkvæmdastjór- inn og Tritt. „Jæja, herrar mínir,“ sagði Logan og lyfti strax höndum fyrir byssu varðmannsins, „eig- um við nú að byrja aftur?“ Fólk var að safnast saman og Pinkson sendi aðstoðarmann sinn til að stöðva bjölluna. „Við skulum allir koma inn,“ sagði hann. „Ég vil ekkert uppþot hér úti.“ Inni fór fram sama athöfn- in og áður, nema nú var Logan — hinn heiðarlegi borgari, sem hafði nú tvívegis orðið fyrir rangsleitni — ævareiður, og nú vantaði tíu þúsund dali í sjóð Williams Tritts. Tritt var samt hvergi brugðið. „Nú var ég viðbúinn honum,“ sagði hann hróðugur við Pink- son. „Ég merkti tíu þúsund í tuttugu dala seðlum. Upphafs- stafir mínir eru á ræmunni. Peningarnir eru í skjalatösk- unni hans.“ „í hamingjunnar bænum, Tritt,“ hrópaði Logan skyndi- lega, „hver hefur nokkurn tíma heyrt getið um, að glæpamað- ur hafi komist undan með því að bíða eftir strætisvagni! Ég veit ekki hvað það er, sem fyrir yður vakir en ...“ „Hugsum ekki urri, hvað fyrir mér vakir,“ sagði Tritt. „Við skulum líta í skjalatöskuna yðar.“ Hann hrifsaði hana úr hendi Logans, smellti upp lásnum og hvolfdi skjalatöskunni. Út féll hrúga af leiðréttum prófverk- efnum. Ekkert annað. „Sjáið þér?“ sagði Logan. „Ekki eyrir.“ Varðmaðurinn lét niður byssu sína og Pinkson fór að tína saman stílabækurn- ar, sem lágu eins og hráviði um allt. Tritt snarsnerist, fleygði Framh. á bls. 37. Vörtibíladekkin endast yfir 100 þús. km. BRIDGESTOIME mest seldu dekk á Islandi Treystið BRIDGESTOIME BRIDGESTONE TIRE FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.