Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Side 42

Fálkinn - 14.06.1965, Side 42
A Á-G-4 V G-5 ♦ G-10-3 * K-10-9-7-2 A 9-7-6-5-2 V Á-D-4-3 ♦ K-4 * 6-3 ♦ K-8-3 V 9-8-6-2 ♦ 7-5 ♦ D-G-8-5 A D-10 V K-10-7 ♦ Á-D-9-8-6-2 * Á-4 Sagnir: Suður 1 ♦ 2 gr. Vestur pass pass Norður 2 * 3 gr. Austur pass pass Vestur spilaði út spaðafimmi. Það er slæmur ávani, að spila áður en maður hugsar, en því miður algengur kvilli. Sumar stöður í bridge bjóða upp á hugsunarlaust spil, og menn falla í gildruna. Lítum á spilið hér að ofan. Lágt spil er látið frá blindum í spaðaútspilið og Austur vinnur á kónginn. Þegar Austur skiptir yfir í hjarta lætur Suður enn lágt spil. Vestur vinn- ur á drottningu, vinnur slag á ásinn og spilar hjarta í þriðja sinn, sem þvingar út kónginn hjá Suðri. Hann spilar spaða, vinnur í blindum, svínar tígli, sem Vestur vinnur á kóng, og fjórða hjartað fellir sögnina. Og þó er þetta mjög auðvelt spil. Allt, sem Suður þarf að gera, er að vinna spaðaútspiiið með ás og því næst að reyna svínun í tígli. Þó hún misheppnist, er Suður örugg- ur með að vinna spilið, þar sem hann á átta örugga slagi og getur fengið þann níunda með að spila spaða. Sá spilamáti, sem Suður valdi í byrjun, byggist á vana, þar sem venjan er að svína, þegar önnur hendin hefur D-10 gegn Á-G-4. En fyrsta hugsun á að vera að vinna sögnina. Það er þýðingarmest. Ef Suður hefði lagt niður fyrir sig spilið myndi hann hafa séð, að spaðasvínun setti spilið í hættu. Vaninn verður að víkja fyrir hugsun. jörðin væri að falla saman. Á þessum sex mínútum hvarf Longarone af yfirborði jarðar- innar. Nærfellt enginn þeirra sem af komust — ekki einu sinni þeir sem horfðu á allan tímann svo hátt úr hlíðinni að þeir aldrei voru í neinni hættu — gátu gert sér fulla grein fyrir því sem fyrir þá bar. Einum manni þótti sem „stórt gulgrátt ský legðist yfir borgina." Ann- ar talaði um „grá-silfraðan mökk sem var svo óskaplegur að hann virtist ekki hreyfast. Þá greindi ég líka ýmsa hluti saman hrærða í þessum mökk, líkami manna, timbur og bíla.“ Flestir geta um þennan ein- kennilega kalda vindgust og hryllilegan hávaða „eins og þúsundir hraðlesta væru að fara yfir okkur í einu svo óskaplegur hávaði að eyrað neitaði að heyra hann.“ Á einum barnum veinaði einhver: „Stíflan er sprungin, flýið!“ Þeir sem voru nógu snarir, þeir sluppu, hinir eldri og daufgerðari fórust. Á öðrum bar sluppu þeir sem fiúðu út um þá glugga er vissu and- brekkis, hinir sem fóru út um dyrnar sögðu ekki frá tíðind- um. Tuttugu og tveggja ára gömul stúlka, Maria Teresa Galli var að loka svalahurðinni heima hjá sér, er hún skynjaði ein- kennilega kaldan vindblæ og einhvern veginn fannst henni að húsið liðaðist í sundur utan af henni. Einhver geysikraftur, bæði vindur og vatn, greip hana heljartökum og svipti henni á brott, en hún vissi ekki hvort hún flaug, gekk eða synti eða allt þetta. Tvö hundruð metra vegalengd í burtu fylgdust gömul hjón með atburðum þess- um frá efri hæð húss síns. Flóð- ið náði neðri hæð hússins og braut hana upp og fleygði þar inn einhverjum böggli sem gaf frá sér hljóð. Þetta var Maria Teresa Galli, ringluð og skelf- ingu lostin, skrámuð en ekki hættulega sködduð. Lámaður maður, hjálparvana í stól sínum, hrópaði óttasleg- inn til konu sinnar: „Hvað er þetta?“ Hún leit út. Hann kall- aði „Hvar ertu?“ En hún svar- aði ekki. Flóðið hafði krækt í hana og slöngvað henni á brott. Amerísku hjónin voru nærri búin með flöskuna af góða vín- inu sem Elisabetta frænka hafði geymt þeim. Hin frænkan opnaði dyrnar, horfði andartak út, slengdi svo hurðinni aftur og hrópaði: „Við erum öll dauð.“ Vatnið helltist yfir þau og maðurinn man sig hafa hugs- að „allt til einskis ... á kafi í þúsundfeta djúpu vatni.“ En vatnið seig frá. Hjónin björguð- ust og frænkurnar yngri. En gamla Elisabetta frænka, hún dó. ★ ★ ★ ÞAÐ LEIÐ nokkur tími unz heimurinn uppgötvaði hversu feiknarlegar þessar náttúru- hamfarir voru. Flóðið hafði ein- angrað Longorone í hafsjó og leðju. Fyrsti blaðamaðurinn kom um hálfþrjú um nóttina, og í dögun komu 100 manns úr hinum frægu fjallasveitum Ítalíu ,,Alpini“, en þær skipa um 10000 úrvals björgunar- menn — hermenn, lögreglu- menn, slökkviliðar, rauðakross- menn, skátar og sjálfboðaliðar af öllu tagi. Snjöllustu blaðamenn áttu engin orð til að lýsa því sem fyrir augun bar í sólskini þriðjudagsins: „tíu mílna löng líkkista úr leðju..„Hiro- shima án húsa“. Af meira en 300 byggingum í borginni voru lítið yfir 10 uppistandandi. Ein- kennilega gljáandi málmhlut- ir lágu eins og hráviði út um allt. Þetta voru saman vöðlaðir bílar sem sandblandaður vatns- flaumurinn hafði skafið af alla málningu. Af ættboga sem taldi 55 ein- staklinga var aðeins einn eftir af öðrum slíkum 36 manna hópi voru aðeins öldruð kona og sonarsonur hennar. Hún grét allan daginn en hélt þó áfram við hjálparstörfin. Kona sem slapp algerlega ómeidd ásamt litlu barni sínu, en missti mann sinn og öll sín ættmenni, gekk frá manni til manns allan daginn og bað: „Ráddu mér bana“. Gömul kona sem hafði slopp- ið vegna þess eins að hún var að heimsækja gifta dóttur sína sem bjó í þorpi uppi í fjalls- hlíðinni missti mann sinn, son tengdadóttur og barnabörm Hún fann matskeið og byrjaði að grafa þar sem húsið hennar áður hafði staðið og enginn gat stöðvað hana. Af hverjum sex börnum í Longarene fórust fimm. Það var haldið áfram vikum saman að grafa í rústir borg- arinnar, og ýmislegt náðist, persónulegir hlutir sem sögðu sína sögu. Einhver fann gamalt bréf og las það: Seinasta setn- ingin hljóðaði svo: Þegar þú skrifar næst, segðu mér þá hvað sé að frétta frá Longarone. Þýtt og endursagt. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.