Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 5. október 2009 — 235. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Mér þ ki Dramatískur barnalampi Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir heldur mikið upp á uglulampa sem ma gjöf. Lampann hefur hún í stofunni og leitar st d Uglan hefur fylgt Önnu Svövu í gegnum marga flutninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKELJAR eru til margra hluta nytsamlegar. Ein góð hugmynd er að nota þær í baðherberginu til að geyma sápustykki. Hægt er að útbúa fallega skál með því að líma litla skel undir stóra og búa þannig til fót á stóru skelina. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Speglalím Sérhannað teygjanlegt sílikon lím, með góða viðloðun við flestar gerðir af speglum. Skemmir ekki spegilhúðina. Eigum einnig til önnur lím og þéttiefni í úrvali. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 KópavogurSími 587 2202 Fax 587 2203hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæðurloftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. h il d a r 1 4 6 0 .2 4 VEÐRIÐ Í DAG ANNA SVAVA KNÚTSDÓTTIR Leitar til uglulampans um svör við lífsgátunni • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HÍBÝLI OG VIÐHALD Innlit í tveggja hæða íbúð í Teigunum Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG híbýli og viðhald MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 verndar viðkvæma húð Leynist þvottavél frá í þínum pakka? EFNAHAGSMÁL Rannsóknarnefnd Alþingis hefur óskað eftir og feng- ið afhent afrit sautján bréfa sem forseti Íslands skrifaði erlendum áhrifamönnum í þágu umsvifa íslenskra fjármálastofnana erlend- is. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Al Gore fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna, Hamad Bin Khalifa Al Thani, emír af Katar, Hu Jintao, forseti Kína, Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína, og Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, eru meðal þeirra sem fengu bréf frá forsetanum, ýmist rituð til stuðnings íslenskum fjár- málastofnunum eða þá að vikið er að bankarekstrinum í efni bréf- anna. Fimm af bréfunum þrettán eru send á síðasta ári, þar af tvö til Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katar. Þetta kemur fram í bréfaskipt- um forsetaembættisins og rann- sóknarnefndar Alþingis, sem Fréttablaðið hefur fengið aðgang að með vísan til upplýsingalaga. Sjálf bréfin hafa hins vegar ekki verið gerð opinber. Rannsóknarnefnd Alþingis rit- aði forseta bréf 11. ágúst og ósk- aði eftir afritum af fjórum tiltekn- um bréfum forsetans og spurðist fyrir um önnur bréf sem skrifuð hefðu verið „til stuðnings íslensk- um fjármálastofnunum eða fyrir- svarsmönnum þeirra á tímabilinu 2000 til og með 2008“. Í svarbréfi forsetaembættisins til rannsóknarnefndar Alþing- is frá 27. ágúst eru tilgreind 13 bréf, auk þeirra fjögurra sem beðið var um. Aðeins eitt þeirra hafi verið gagngert skrifað í þágu fjármálafyrirtækis en í hinum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi eða þeirra getið í framhjáhlaupi um leið og fjallað er um önnur efnisatriði. Í einu bréfanna sé „nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jeffer- son Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi“, eins og segir í svari for- setaembættisins til rannsóknar- nefndar Alþingis. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyr- irtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu,“ segir í svari Örn- ólfs Thorssonar forsetaritara. - pg / sjá síðu 4 Rannsaka bréf forsetans Rannsóknarnefnd Alþingis hefur fengið sautján bréf frá forseta Íslands til erlendra aðila í þágu bankanna afhent. Meðal annars er um að ræða bréf til Bills Clinton, fyrrverandi forseta Kína og emírsins af Katar. Brottnumdir af geimverum Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson eiga sér sérkennilega sögu. FÓLK 30 Glæsilegir tónleikar Gunni Þórðar fór á kostum í Borgarleikhúsinu. FÓLK 22 Vildum skemmta okkur Hljómsveitin Skítamórall er 20 ára. TÍMAMÓT 16 STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri grænna er klofinn í afstöðu sinni gagnvart ríkisábyrgð vegna Icesave. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður var mjög stórorð í Silfri Egils í gær og sakaði rík- isstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð. Hún kall- aði eftir því að Ögmundur Jónasson sneri aftur sem ráðherra og sakaði aðra ráðherra um að hafa sam- þykkt Icesave óséð. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að yfirlýs- ingar Guðfríðar hafi valdið miklum titringi í flokkn- um. Á þingflokksfundi fyrir helgi bundust menn fastmælum að vera sparir á yfirlýsingar í fjölmiðl- um og halda deilum innan flokks. Guðfríður þykir ekki hafa staðið við það. Þá eru aðrir ráðherrar ósáttir við ásakanir hennar um að hafa samþykkt Icesave óséð og að Ögmundur hafi verið rekinn úr stjórninni. Þeir hafi ekki frétt af því fyrr en hann sjálfur boðaði til blaðamannafundar. Reglulegur þingflokksfundur verður haldinn í dag. Samfylkingin er óþolinmóð gagnvart samstarfs- flokknum og vill fá niðurstöðu í Icesave. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegast að málið komi fyrir Alþingi fljótlega. Hljóti það meirihlutastuðn- ing standi stjórnin, annars ekki. - kóp Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði og framtíðin skýrist í vikunni: Klofningur hjá Vinstri grænum 5 1 0 2 4 Hlýnar lítillega Í dag verða austlægar áttir, víða 3-8 m/s en hvassara allra syðst. Búast má við rigningu við suðausturströndina en annars eru horfur á slyddu- eða snjóéljum við strendur landsins. VEÐUR 4 Fyrsti bikar Blika Karlalið Breiða- bliks varð bikarmeistari í fyrsta skipti um helgina. ÍÞRÓTTIR 26 FÓTBOLTI Valskonur tryggðu sér tvöfaldan sigur í kvennafót- boltanum í sumar þegar liðið vann 5-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum bikarúrslitaleik í gær. Valur lenti 0-1 undir í leikn- um en náði að jafna og tryggja sér framlengingu þar sem liðið fór á kostum og skoraði fjögur mörk. Laufey Ólafsdóttir tók fram skóna á miðju tímabili og gerði gæfumuninn fyrir Valsliðið í leiknum í gær. Hún skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður seint í leiknum. „Við bara pökkuð- um þeim saman í framlenging- unni,“ sagði Freyr Alexanders- son, þjálfari Valsliðsins, sem er búinn að gera frábæra hluti með liðið í sumar. Valur hefur orðið Íslands- meistari undanfarin fjögur ár en þetta er í fyrsta sinn frá 2006 að liðið vinnur tvöfalt. - óój, egm / Sjá síðu 26 Þjálfari Valskvenna: Við pökkuðum þeim saman VATNSSLAGUR Á VERÐLAUNAPALLINUM Valsstelpur fögnuðu frábæru sumri með því að hella úr vatnsflöskum yfir hver aðra eftir að liðið vann bikarinn í gær. Hér er fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir í fararbroddi í vatnsslag Valsstelpna á verðlaunapallinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.