Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 5. október 2009 17 Myndbandakeppni 66° Norður stendur nú yfir í grunnskólum landsins. Þema keppninnar í ár er íslenskur iðnaður. Hugmyndin að keppninni kemur frá Sigurjóni Sighvats- syni, kvikmyndargerðarmanni og eiganda 66° Norður, en hann vildi gefa börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð tæki- færi til þess að spreyta sig á þeim vettvangi. Í dómnefnd eru, ásamt Sig- urjóni, þau Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra, Júlí- us Kemp leikstjóri og Böðv- ar Bjarki Pétursson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands. Þau munu velja sigurvegara en taka einnig mið af netkosningu. Keppt er í tveimur aldurs- flokkum, 1. til 7. bekkjar og 8. til 10. bekkjar. Skóli vinningshaf- ans mun fá Sony myndbandsupp- tökuvél frá Sony Center að and- virði 174.990 krónur en auk þess munu vinningshafarnir fá fatn- að frá 66° Norður að andvirði 150 þúsund krónur í verðlaun. Myndbanda- keppni 66° Norður HUGMYNDASMIÐIR Sigurjón Sighvats- son vill veita börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð tækifæri á þeim vettvangi. Fyrirtækið Íslensk hollusta ehf. hlaut í síðustu viku viðurkenn- ingu úr Verðlaunasjóði iðnaðar- ins. Katrín Júlíusdóttir iðnað- arráðherra afhenti Eyjólfi Frið- geirssyni, stofnanda Íslenskrar hollustu, verðlaunafé að upphæð ein milljón króna, verðlaunagrip og viðurkenningarskjal. Verð- launagripurinn heitir Hjólið og er tákn mannsins fyrir uppgötv- un, framfarir og virkni. Verðlaunasjóður iðnaðarins var stofnaður árið 1976 af Kristj- áni Friðrikssyni í Últíma og fjöl- skyldu hans. Eyjólfur stofnaði Íslenska holl- ustu ehf. árið 2005 til að þróa og framleiða hollustufæði. Fyrirtæk- ið hefur sett á markað hátt í tvo tugi vara, allt frá jurtatei, þara- kryddi og sósum til osta, snakks, berjasafts og baðefnis. Hugmyndafræði fyrirtækisins snýst um að nýta þær auðlindir sem finnast í íslenskri náttúru til manneldis og heilsubótar. Íslensk hollusta hlýtur viðurkenningu VERÐLAUNAAFHENDING Katrín Júlíusdóttir afhenti Eyjólfi viðurkenningu, verð- launagrip og eina milljón króna. Tónlistarkonurnar Helga Þórar- insdóttir og Dagný Björgvins- dóttir leika saman á víólu og flygil á tónleikum á Bókasafni Seltjarnarness í kvöld klukk- an 17.30. Te og tónlist eru stuttir tón- leikar og hugsaðir þannig að fólk geti komið við á bókasafn- inu, hvílt sig og notið tónlistar á heimleiðinni. Tónleikarnir eru samstarfs- verkefni bókasafnsins og Tón- listarskóla Seltjarnarness. Eru þeir jafnframt liður í Listaviku bókasafnsins sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setti síðastliðin fimmtudag að við- stöddu fjölmenni en um hana má lesa frekar á vefsíðunni www. seltjarnarnes.is/bokasafn. Þess skal getið að aðgangur á tónleikana er ókeypis og eru allir velkomnir. Notalegir tónar á Seltjarnarnesi LISTAVIKA Tónleikarnir eru hluti af Lista- viku Bókasafns Seltjarnarness, sem var sett í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR ENGIN SÆTUEFNI 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS AÐEINS 1% FITA20% ÁVEXTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.