Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 38
22 5. október 2009 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Poppdívan Madonna mætti í útvarpsviðtal í þátt Ryans Seac- rest á dögunum og þar var rætt um allt milli himins og jarðar. Þegar Seacrest spurði hana út í ungan kærasta hennar sagði hún: „Þeir verða að vera nógu gamlir til að klæða sig sjálf- ir. En yngra fólk er yfirleitt ævintýragjarnara, opnara og skemmtilegra en eldra fólk. Hef- urðu hitt karlmenn á mínum aldri? Karlmenn á mínum aldri eru giftir eða fráskildir, fýldir, feitir eða sköllóttir.“ Vill yngri kærasta Samkvæmt tímaritinu The Daily Mail stendur til að gera kvik- mynd um ævi Harrys Breta- prins. Leikstjórinn Peter Kos- minsky vinnur að handriti myndarinnar sem mun bera heitið The Spare og munu tökur hefjast innan árs. „Ég finn til með Harry. Foreldrar hans skilja á mjög opinberan hátt, móðir hans deyr á sérstaklega dramatískan hátt og í kringum dauða hennar er einnig mikið fjölmiðlafár. Bróðir hans mun taka við krúnunni en Harry spilar í raun enga ákveðna rullu, hann er bæði erfingi og ofaukið,“ sagði leikstjórinn í viðtali við tímaritið. Bíómynd um ævi Harrys > UM POLANSKI Gamla hasarhetjan og ríkisstjóri Kaliforníuríkis, Arnold Schwarzen- egger, hefur tjáð sig um mál leik- stjórans Romans Polanski. „Ég er mikill aðdáandi Polan- skis en þrátt fyrir það finnst mér að hans mál eigi að fá sömu meðferð og mál af svipuðum toga.“ chetta pizza og 3 cl Pepsí d alltaf í leiðinni! res L x3 X 2499kr. ÓDÝRT ALLA DAGA! Lagasafn Gunnars Þórðarsonar er svo veglegt að hægur leikur yrði að fylla tveggja eða þriggja kvölda tónleikadagskrá með eintómum risasmellum. Sú varð ekki raunin á frábærum tónleikum fyrir fullu Borgarleikhúsi á föstudagskvöld- ið, heldur var dagskránni skipt smekklega milli hittara, minna þekktra laga og glænýrra. Þessi blanda virkaði þrælvel. Fyrr á árinu hélt Gunnar sína fyrstu sólótónleika á ferlinum. Aðdáendur hafa misst af miklu síð- ustu 45 árin því eftirminnilegasti hluti tónleikanna á föstudag var í fyrstu lögunum, þegar Gunnar stóð einn á sviðinu með gítarinn. Hvort sem var í síðHljómalaginu Við saman (þar sem Gunnar gítar- pikkaði röddunina með skemmti- legum árangri), Vesturgötu, hinu nýja og gullfallega Annar en ég er eða Lífsgleðinni var þessi kafli skemmtilega innilegur og spjall Gunnars milli laga nokkuð fyndið og áhugavert. Svavar Knútur stóð sig vel í gestahlutverki. Lék á gítar og söng með Gunnari í þremur lögum og náði Jensensískum hæðum Ást- arsælu og Þú og ég. Hljómsveitin, skipuð þeim Jóhanni Ásmundssyni á bassa, Þóri Úlfarssyni á píanó og Ágeiri Óskarssyni á tromm- ur, gerði allt rétt og rúmlega það. Buffið er eins og skapað fyrir svona uppákomur. Raddirnar voru frábærar í Harðsnúnu Hönnu og stríðnislegri útgáfu af Fjólublátt ljós við barinn, auk nýs Íslands- lags sem sungið var án undirleiks við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir að áhorfendur höfðu tekið hressilega undir í opinbera loka- laginu, Bláu augun þín, fengu þeir tvö af eftirlætislögum Gunnars (að eigin sögn), Vetrarsól og Þitt fyrsta bros, í tvöföldu uppklappi. Heilt á litið var um að ræða vel heppnaða tónleika með einum af meisturum íslenskrar tónlistar. Það er sérstakt ánægjuefni að einstakur katalógurinn sé viðrað- ur með þessum hætti. Kjartan Guðmundsson Glæsilegur Gunnar TÓNLEIKAR Gunnar Þórðarson í Borgarleik- húsinu Föstudagskvöldið 2. október Gestir: Svavar Knútur Kristinsson og hljómsveitin Buff ★★★★ Vel heppnaðir tónleikar með einum af meisturum íslenskrar tónlistar. OFAUKIÐ Kvikmynd um ævi Harrys er í burðarliðnum. Háðfuglinn David Letterman hefur yfirleitt verið vanur því að gera grín að óförum annarra. Og þá sérstaklega þegar hinir frægu, valdamiklu og ríku lenda í einhvers konar kynlífshneyksli. Þá hefur verið hátíð í bæ í Ed Sullivan- leikhúsinu í New York þar sem þættirn- ir eru teknir upp. En nú er Letterman beggja vegna borðsins því bandarísk- ir grínistar hafa farið hamförum og nýtt sér ófarir Letterman í einkalíf- inu. Bæði Jimmy Fallon og Jay Leno hafa sagt ófáa fimmaura-brandara á kostnað Lettermans og þá hefur Saturday Night Live-hópurinn krufið málið með sínu nefi. Letterman greindi frá því í þætti sínum á fimmtudaginn að samstarfs- maður hans hjá sjónvarpsstöðinni CBS, Robert Halderman, hefði reynt að kúga út úr honum fé. Halderman sagðist vera með sönnunargögn fyrir því að Letterman hefði um árabil stundað kynlíf með sam- starfskonum sínum. Hann hefði skrifað kvikmyndahandrit og væri með drög að bók um þetta stóðlífi spjallþáttastjórnandans. Dagblöð New York-borgar hafa verið uppfull af frétt- um um þessa stórfrétt í afþreyingarbrans- anum og New York Daily Post greindi þannig frá því að Letterman væri með leynilega skrifstofu fyrir ofan Ed Sulli- van-leikhúsið og að þar hefði hann átt stundargaman með mörgum kvenanna. Rétt er að geta þess að Halderman, kynlífskúgarinn, neitar sök í mál- inu. Letterman beggja vegna borðsins ÁLITSHNEKKIR Málið þykir álitshnekkir fyrir Letter- man en hann hefur alla tíð verndað sitt einkalíf. Hann hefur verið í sam- búð með Reginu Lasko í 23 ár og þau eiga einn son sem er sex ára. VILL YNGRI MENN Madonna heillast ekki af karlmönnum á hennar aldri. Eitt farsælasta tónskáld íslensku þjóðarinnar, Gunnar Þórðarson, hélt tónleika í Borgarleikhúsinu. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna þegar Gunnar sló sinn síðasta tón. Gunnar Þórðarson á að baki næstum hálfra aldar feril í íslenskri dægurlaga- menningu. Og afraksturinn er samof- inn íslensku þjóðlífi, margir hafa sung- ið með Gunnari frá blautu barnsbeini. Enda áttu gestir Borgarleikhússins erf- itt með að standast þá freistingu að raula eða jafnvel söngla með þegar gítarleikar- inn snjalli spilaði sína þekktustu smelli. Gagnrýni Kjartans Guðmundssonar hér að neðan segir í raun allt sem segja þarf um tónleikana því hann segir tónskáldið varla hafa slegið feilnótu og tónleikarn- ir hafi verið hin notalegasta stund með Hljóma-forkólfinn í fantaformi. Meðal gesta tónleikanna voru síðan Svavar Knútur og hljómsveitin Buff. -fgg Einlægir tónleikar Gunnars GÁTU VART BEÐIÐ Þau Sigvaldi Friðgeirsson, María Vilhjálmsdóttir og Aðalbjörg Karlsdóttir voru meðal gesta. EKKI BARA BUBBI Sigurjón M. Egilsson sýndi og sannaði að hann væri ekki bara fyrir Bubba og mætti með eiginkonu sinni, Kristborgu. SPENNT Sigurborg Daðadóttir, Hanna María Karlsdóttir og Páll V. Bjarnason voru spennt fyrir tónleikunum. SYSTIR GUNNARS Katrín Guðbjörg, Bára Þórðardóttir, systir Gunnars, og Sigríð- ur Kristín, dóttir Báru, gerðu sig klárar fyrir tónleika Gunnars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.