Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 4
4 5. október 2009 MÁNUDAGUR
RANNSÓKN. Páll Hreinsson, formaður rannsókn-
arnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands
bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upp-
lýsingum um og afritum af bréfaskrifum for-
setans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða
fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008.
Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti
þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann
bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit
af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors
Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú
bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu
1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína,
og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til
Alexanders krónprins og Katrínar krónprins-
essu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvan-
ov, forseta Búlgaríu.
Í svari forsetaembættisins til Páls Hreins-
sonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf,
auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin
óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins
í einu tilviki hefur forseti
skrifað bréf gagngert til
stuðnings íslensku fjár-
málafyrirtæki, en það
er bréf til forseta
Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða
starfsemi Creditinfo Group í landinu,“ segir í
svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan
segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé
vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu
landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði
önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkom-
andi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að
bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt
það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra
að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á
Íslandi.“
Í svari forsetaembættisins til rannsóknar-
nefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent
meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til
erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðal-
lega til stuðnings framboði Íslands til setu í
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Listi yfir bréfin sautján sem forsetaembætt-
ið lét rannsóknarnefndinni í té er birtur hér til
hliðar.
Forsetaembættið afhenti á föstudag blaða-
manni afrit af bréfaskiptum embættisins við
rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað
um afhendingu. peturg@frettabladid.is
SPARAÐU!
SÖLU LEIKHÚSKORTA LÝKUR 9. OKTÓBER
Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is
Fjögurra sýninga kort fyrir 25 ára og yngri
kostar aðeins 5.900 kr.
Þriggja forsýninga Forskotskort í Kassann
kostar aðeins 3.000 kr.
Fjögurra sýninga leikhúskort
kostar aðeins kr.9.900
STJÓRNMÁL Dagný Ósk Aradóttir
Pind var kjörin formaður Ungra
jafnaðarmanna, ungliðahreyfing-
ar Samfylkingarinnar, á lands-
þingi um helg-
ina. Dagný
er meistara-
nemi í lögfræði
við Háskóla
Íslands. Hún
var formaður
Stúdentaráðs
skólans 2007 til
2008.
Í stjórn-
málaályktun
þingsins segir að félagið vilji að
Íslendingar setji sér markmið um
að verða kolefnishlutlaust sam-
félag og verndi óspillta náttúru.
Umhverfissjónarmið og félags-
hyggja eigi að ráða för þegar
mikilvægar ákvarðanir er varða
daglegt líf fólks eru teknar. Þing-
ið fagnar umsókn að Evrópusam-
bandinu og telur upptöku evru
grundvöll stöðugs efnahagslífs.
- kóp
Dagný Ósk Aradóttir Pind:
Formaður ung-
liðahreyfingar
ERLENT Frönsk og bresk stjórn-
völd hafa tilkynnt að þau vilji
veita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
2,5 milljarða evra vaxtalaust lán.
Féð á að nýta til að koma fátæk-
um löndum til aðstoðar.
Dominique Strauss-Kahn, aðal-
framkvæmdastjóri AGS, fagnaði
ákvörðuninni, sagði hana sögu-
lega og vonaðist til að fleiri lönd
myndu fylgja fordæmi þeirra.
Þá viðurkenndi hann að hætta
hafi verið á að sjóðurinn yrði
uppiskroppa með fé, sem notað
væri til vaxtalausra lánveitinga
til fátækra landa, í þessum mán-
uði. Úr því hafi nú verið bætt.
- kdk
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn:
Frakkar og Bret-
ar lána AGS
DAGNÝ ÓSK ARA-
DÓTTIR PIND
Rannsóknarnefnd Alþingis hefur fengið eftirfar-
andi sautján bréf afhent frá forsetaembættinu.
Nefndin óskaði sérstaklega eftir fjórum fyrst-
töldu bréfunum.
Hin þrettán eru þau sem forsetaembættið sendi
nefndinni sem svar við bréfi þar sem óskað var
eftir afritum af bréfum forsetans til erlendra aðila
vegna erlendrar starfsemi íslenskra fjármála-
stofnana:
■ Til Jiang Zemin forseta Kína, dagsett 14. ágúst
l998.
■ Til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11.
júlí, 2002.
■ Til Alexanders krónprins og Katrínar krónprins-
essu í Serbíu, dagsett 10. janúar 2005.
■ Til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, dagsett
29. september 2005.
■ Til Williams Jefferson Clinton, fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna, dagsett, 21.10. 2004.
■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 20.07.
2005.
■ Til Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmanns
frá Alaska, dagsett 28.11. 2005.
■ Til Nursultan A. Nazarbayev, forsta Kasakstans,
dagsett 12.01. 2006.
■ Til Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkj-
anna, dagsett 08.01. 2007.
■ Til Shri Palaniappan Chidambaram, fjármála-
ráðherra Indlands, dagsett 22.06. 2007.
■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 01.08. 2007.
■ Til Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, dagsett
01.08. 2007.
■ Til Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katan,
dagsett 04.02. 2008.
■ Til Mani Shankar Ayiar, ráðherra íþrótta- og
æskulýðsmála á Indlandi, dagsett 18.02. 2008.
■ Til Mohammed Bin Zayed Al Nahyan, krón-
prins Abu Dhabi, dagsett 23.04. 2008.
■ Til Leon Black, forstjóra Apollo, dagsett 04.05.
2008.
■ Til Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katar,
dagsett 22.05. 2008.
BRÉFIN SAUTJÁN
VIÐSKIPTI Vel gengur að fá inn-
lenda kröfuhafa til að samþykkja
kröfur lífeyrissjóðsins Stapa í bú
Straums-Burðaráss, samkvæmt
tilkynningu frá Stapa.
Athygli vakti þegar mistök á
lögmannastofu urðu til þess að
það gleymdist að lýsa fjögurra
milljarða króna kröfu Stapa í bú
Straums.
Jákvæð vilyrði hafa fengist frá
mörgum íslenskum kröfuhöfum,
þótt formlegar samþykktir liggi
ekki fyrir.
Sjóðurinn hefur fengið erlenda
lögmannsstofu og ráðgjafa til að
afla samþykkis erlendu kröfuhaf-
anna. - afb
Kröfuhafar í Straumi:
Sagðir taka vel
í gleymda kröfu
UTANRÍKISMÁL Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra hitti
breska starfsbróður sinn, Alistair
Darling, á ársfundi Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Um óformlegan
fund var að ræða. Í dag hittir
Steingrímur hollenska fjármála-
ráðherrann, en óvíst er hvort
takist að koma á sameiginlegum
fundi þeirra þriggja.
Steingrímur segir spjallið við
Darling hafa verið á vinsamleg-
um nótum og hann hafi lýst yfir
vilja til að leysa Icesave-deiluna.
„Það eiga allir það sameiginlega
áhugamál að reyna að finna lausn
á þessu. Það er óþægilegt fyrir
alla að hafa þetta óklárað; okkur,
Breta, Hollendinga og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn.“ Steingrímur
segir viðræður þjóðanna mjak-
ast áfram en vill ekkert segja um
hvenær sjái fyrir endann á þeim.
Lokafrágangur málsins gæti
komið til kasta Alþingis.
Fjármálaráðherra Íslands og
Póllands undirrituðu, á fundin-
um í Tyrklandi, samning um lán.
Íslenska ríkið tekur um 200 millj-
óna dollara lán frá því pólska til
um tólf ára, með fimm ára afborg-
unarlausum tíma. Þá fundaði
Steingrímur með fjármálaráð-
herra Rússa um lán og sagðist
eiga von á yfirlýsingu þeirra í
dag. - kóp
Pólverjar lána Íslendingum 200 milljónir Bandaríkjadala:
Steingrímur hitti Darling
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur hittir
hollenskan starfsbróður sinn í dag en
í gær átti hann fund með breska fjár-
málaráðherranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ólafur skrifaði erlendum
forsetum bréf um bankana
Rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir afritum af bréfi forseta Íslands til Björgólfs Thors Björgólfssonar og
forseta Búlgaríu og Kína. Clinton, Gore, Hu Jintao og Jiang Zemin eru meðal þeirra sem forsetinn skrifaði.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
27°
23°
16°
13°
15°
18°
22°
13°
13°
25°
16°
26°
20°
33°
8°
17°
17°
10°
Á MORGUN
3-10 m/s
Hvassast austan til.
MIÐVIKUDAGUR
Víða 8-12 m/s en
hægari norðanlands.
5
3
1
2
0
3
2
4
4
6
-2
6
7
6
4
2
4
6
6
7
10
3
5
1 2
4
4 3
2 0
1
2
SVALT Í VEÐRI
Næstu daga hlýnar
um nokkrar gráður
á landinu en áfram
verður heldur svalt
í veðri. Nokkuð
hvasst verður víða
á morgun og hinn
og horfur á éljum
norðanlands en
rigningu sunnan-
og suðaustanlands.
Helst verður þurrt á
suðvesturhorninu.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
BRÉFASKIPTI Rannsóknarnefnd
Alþingis óskaði eftir upplýsing-
um um bréfaskriftir forsetans í
þágu banka og fjármálastofn-
ana 11. ágúst. Hinn 27. ágúst
svaraði forsetaembættið
nefndinni og lét í té
afrit af 17 bréfum.
Fréttablaðið hefur
fengið afrit af bréfa-
skiptum rannsókn-
arnefndarinnar og
forsetans; bréfin
sautján sem um
ræðir hafa hins
vegar ekki verið
gerð opinber.
GENGIÐ 02.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
234,4279
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,94 125,54
198,07 199,03
181,64 182,66
24,395 24,537
21,445 21,571
17,733 17,837
1,3971 1,4053
196,95 198,13
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR