Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 5. október 2009 13 € € € FRÁ MEÐFERÐARGANGINUM Fjárheimild sem notuð hefur verið til rekstrar meðferð- argangsins hefur verið felld niður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FANGELSISMÁL Fjárheimild sem meðal annars hefur verið notuð til rekstrar svonefnds meðferðar- gangs á Litla-Hrauni er felld niður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár. Um er að ræða 36 milljónir króna sem einnig hafa verið nýtt- ar í þágu fíkniefnadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum fengið niðurskurð- arkröfu eins og aðrir,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar. „Verði þetta endanleg niðurstaða er ljóst að við komumst ekki hjá því að hagræða. Meðferð- argangur er, eins og annað í okkar starfsemi, þar undir. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig við munum útfæra þetta. Við höfum áður fengið styrk til rekstrar meðferðargangsins úr þeirri fjárheimild sem nú hefur verið þurrkuð út.“ Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fíkniefnadeildina hafa fengið 20 milljónir af umræddri fjárveitingu til að standa undir vinnuskipulagi. Það hafi tryggt að hægt væri að fara í stærri mál með engum fyr- irvara. „Við ætlum okkur ekki að missa þann möguleika,“ segir Stef- án. „Þetta er hluti af heildarnið- urskurði til löggæslunnar. Allur pakkinn verður veginn og metinn en ekki eitthvert eitt atriði.“ - jss Á fjórða tug milljóna til Litla-Hrauns felldur niður: Meðferðargangur- inn skorinn niður PÁLL WINKEL STEFÁN EIRÍKSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.