Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 42
26 5. október 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is F í t o n / S Í A 4.–5. nóvember 56.900 kr. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Arsenal AZ Alkmaar Verð á mann: Meistaradeildin TILBOÐ! TILBOÐ! Það verður gott úrval af leikjum í allan vetur hjá Express ferðum Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á leik. 24.–25. nóvember Arsenal Standard Liège 56.900 kr. Verð á mann: Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á leik. FLUG OG MIÐI Á LEIK FLUG OG MIÐI Á LEIK BOLTON-TOTTENHAM 2-2 BURNLEY-BIRMINGHAM CITY 2-1 HULL CITY - WIGAN ATHLETIC 2-1 MANCHESTER UNITED - SUNDERLAND 2-2 0-1 Darren Bent (6.), 1-1 Dimitar Berbatov (50.), 1-2 Kenwyne Jones (57.), 2-2 Sjálfsmark (90+2). WOLVES - PORTSMOUTH 0-1 ARSENAL - BLACKBURN 6-2 0-1 N‘Zonzi (3.), 1-1 Thomas Vermaelen (16.), 1-2 David Dunn (30.), 2-2 Robin van Persie (32.), 3-2 Andrei Arshavin (36.), 4-2 Fabregas (56.), 5- 2 Theo Walcott (74.), 6-2 Nicklas Bendtner (88.). CHELSEA - LIVERPOOL 2-0 1-0 Nicolas Anelka (59.), 2-0 Malouda (90.). EVERTON - STOKE CITY 1-1 0-1 Robert Huth (49.), 1-1 Leon Osman (54.). WEST HAM UNITED - FULHAM 2-2 1-0 Carlton Cole (15.), 1-1 Danny Murphy (46.), 1-2 Zoltán Gera (57.), 2-2 Junior Stanislas (91.) STAÐA EFSTU LIÐA: Chelsea 8 7 0 1 18-6 21 Man. United 8 6 1 1 19-8 19 Tottenham 8 5 1 2 19-12 16 Arsenal 7 5 0 2 24-10 15 Liverpool 8 5 0 3 22-12 15 Man. City 6 5 0 1 14-7 15 ENSKI BOLTINN VISA-bikar úrslit Karlar Fram-Breiðablik 2-2 (4-5 í vítakeppni) 0-1 Alfreð Finnbogason (60.), 1-1 Ingvar Þór Ólason (72.), 1-2 Sam Tillen, víti (104.), 2-2 Alfreð Finnbogason, víti (108.) Vítakeppnin: 0-1 Alfreð Finnbogason, 1-1 Sam Tillen, 1-2 Guðmundur Pétursson, 1-2 Hjálmar Þórarinsson, (Ingvar ver), 1-2 Arnór Aðalsteinsson (Hannes ver), 2-2 Guðmudnur Magnússon, 2-3 Olgeir Sigurgeirsson, 3-3 Ingvar Þór Ólafson, 3-4 Kári Ársælsson, 4-4 Joe Tillen, 4-5 Elfar Freyr Helgason, 4-5 Paul McShane (slá) Konur Valur-Breiðablik 5-1 (framlengt) 0-1 Erna Björk Sigurðardóttir (75.), 1-1 Laufey Ólafsdóttir (82.), 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (94.), 3-1 Laufey Ólafsdóttir (98.), 4-1 Kristín Ýr Bjarna dóttir (104.), 5-1 Dóra María Lárusdóttir (113.) Powerade-bikar úrslit Karlar Grindavík-Njarðvík 79-62 (39-36) Stig Grindavíkur: Arnani Bin Daanish 19 (12 frák.), Þorleifur Ólafsson 15, Páll Axel Vilbergsson 13, Ómar Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Guðlaugur Eyjólfsson 8, Ólafur Ólafsson 5, Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 14, Magnús Þór Gunnarsson 13, Kristján Sigurðsson 12, Guðmundur Jónsson 9, Friðrik Stefánsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Páll Kristinsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2. Konur KR-Hamar 67-63 (35-25) Stig KR: Jenny Pfeiffer-Finora 21, Margrét Kara Sturludóttir 13 (8 fráköst, 5 stoðs.), Signý Hermannsdóttir 11 (11 fráköst, 5 varin), Unnur Tara Jónsdóttir 8, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7, Hildur Sigurðardóttir 7, Helga Einarsdóttir 1. Stig Hamars: Koren Schram 15 (6 fráköst, 6 stoð sendingar), Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Sigrún Ámundadóttir 10 (12 fráköst, 4 stoðs.), Guðbjörg Sverrisdóttir 8 (9 fráköst), Hafrún Hálfdánardóttir 7 (7 fráköst), Íris Ásgeirsdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5. Formúla 1 í Japan Úrslitin í gær 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 10 2. Jarno Trulli, Toyota 8 stig 3. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 6 Staðan í stigakeppni ökumanna 1. Jenson Button, Brawn-Mercedes 85 stig 2. Rubens Barrichello, Brawn-Mercedes 71 3. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 69 4. Mark Webber, Red Bull-Renault 51,5 5. Kimi Raikkonen, Ferrari 45 ÚRSLIT LEIKJA FÓTBOLTI Didier Drogba lagði upp bæði mörk Chelsea í 2-0 sigri á Liverpool í stórleik ensku úrvals- deildarinnar í gær en sigurinn kom Chelsea upp fyrir Manchest- er United og toppsætið þar sem United náði aðeins jafntefli á heimavelli á móti Sunderland. „Við töpuðum á móti Wigan og því var mikilvægt að vinna þenn- an leik á móti liði sem mun berj- ast við okkur um titilinn. Það verður gott að fara í landsleikja- hléið með þessi þrjú stig og á toppnum í deildinni,“ sagði Didier Drogba eftir leik. - óój Chelsea vann Liverpool 2-0: Drogba öflugur Á TOPPINN Didier Drogba og Florent Malouda fagna. NORDIVPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Karlalið Grindavíkur og kvennalið KR hófu tímabilið í fyrra á því að fá silfur í Powerade- bikarnum og enduðu það síðan á því að rétt missa af Íslands- meistaratitlinum eftir æsispenn- andi oddaleiki í lokaúrslitum. Þau eru bæði byrjuð á að gera betur á nýju tímabili því þau tryggðu sér fyrsta titil vetrarins í úrslitaleikj- um Powerade-bikarsins í gær. Grindavík vann öruggan 17 stiga sigur á Njarðvík, 79-62, í úrslita- leik karla þar sem Grindvíkingar voru miklu sterkari í seinni hálf- leik eftir jafnan fyrri hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu betur og voru 25-24 yfir eftir fyrsta leik- hluta en Grindavík var komið 39- 36 yfir í hálfleik og vann síðan seinni hálfleikinn 40-26. Arnani Daanish var með 19 stig og 12 fráköst hjá Grindavík og Þor- leifur Ólafsson skoraði 15 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. KR vann 67-63 sigur á Hamar í úrslitaleik kvenna þar sem Ham- arsliðið vann sig inn í leikinn á ný með frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 22-10. KR byrjaði betur, var 35-25 yfir í hálfleik og náði mest 14 stiga forskoti áður en Hamar kom sér aftur inn í leikinn með frábærum spretti. KR nýtti sér hins vegar villuvandræði lyk- ilmanna og landaði sigrinum. Jenny Pfeiffer-Finora var stiga- hæst hjá KR með 21 stig, Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og Signý Hermannsdóttir var með 10 stig, 11 fráköst og 5 varin skot. - óój Grindavík og KR urðu bæði Powerade-bikarmeistarar í Laugardalshöllinni í gær: Breyttu bæði silfrinu í gull HILDUR SIGURÐARDÓTTIR Fyrirliði KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞORLEIFUR OG BRENTOIN Fyrirliðar Grindavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Reynsluboltinn Laufey Ólafsdóttir átti heldur betur drauma- frammistöðu í bikarúrslitaleiknum í gær. Hún kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og tryggði Val framlengingu með því að jafna í 1-1. Í fram- lengingunni bætti hún síðan öðru marki við. Laufey tók skóna úr hillunni í sumar og hún sér ekki eftir þeirri ákvörðun sinni. „Nei, heldur betur ekki. Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn tvöfalt með Val. Þetta er alveg æðislegt og frábært að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Laufey sem naut leiksins í botn. „Það er alltaf gaman að skora. Í framlengingunni virtist Blikaliðið búið á því og við vorum lausar um allan völl. Við yfirspiluðum þær bara. Ég var svo ánægð að leikurinn fór í framlengingu, flott að fá auka 30 mínútur. Það er svo gaman að spila á þessum velli og þetta var alveg geggjað.“ Hún ætlar að sjá til hvort skórnir fari aftur á hilluna eftir tímabilið eða hvort hún taki annað tímabil. „Maður á aldrei að segja aldrei, ég hef lært það. En ég er komin með barn og ætla að sjá til,“ sagði Laufey sem á allavega einn leik eftir með Valsliðinu, Evrópuleikinn gegn Torres á miðvikudag. „Við ætlum að vinna þennan leik 3-0 á heimavelli, það er ekki spurning,“ sagði Laufey en Torres vann fyrri leikinn 4-1. „Við sýndum það í framlengingunni að við getum ýmislegt og þetta ætti að gefa okkur meðbyr fyrir þennan Evrópuleik.“ Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, segir að Laufey hafi gert mikið fyrir liðið í sumar. „Laufey er að njóta hverrar einustu mínútu, hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ég veit að henni finnst þetta rosalega gaman og það eru forréttindi fyrir hana að geta komið til baka núna og við njótum þess með henni,“ sagði Freyr. VALSKONAN LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR: ÁTTI FRÁBÆRA INNKOMU Í BIKARÚRSLITALEIK KVENNA Í GÆR Ég var svo ánægð að fá auka hálftíma FÓTBOLTI Það var mikil spenna í Laugardalnum um helgina þegar karlalið Breiðabliks og kvennalið Vals tryggðu sér sigur í VISA- bik- arnum. Báðir bikarúrslitaleikirn- ir fóru í framlengingu og karla- leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Karlalið Breiðabliks vann þarna sinn fyrsta stóra titil frá upphafi á meðan Valskonur náðu loksins að vinna tvöfalt eftir hafa klikkað í bikarkeppninni und- anfarin tvö ár. Ósvikinn fögnuður Blika Mikið jafnræði var með liðunum í karlaleiknum á laugardag og það sem skildi liðin að var vítaspyrna Paul McShane sem hafnaði í tré- verkinu. Hinn ungi og stórefnilegi Alfreð Finnbogason átti skínandi leik fyrir Blika. Hann kórónaði gott sumar sitt með því að setja boltann þrívegis í netið í leiknum; í venjulegum leiktíma, framlenging- unni og í vítaspyrnukeppninni. „Mann hefur dreymt um þetta lengi og svo rætist þetta. Það er eiginlega allt í móðu enn. Maður á eftir að líta á þetta eftir einhver ár og sjá hversu mikil snilld þetta er. Ég held að þetta sé upphafið að sigurveldi Blika, það er gott að brjóta ísinn,“ sagði Alfreð eftir leik en fögnuður þeirra grænu var ósvikinn. Alfreð segir að hugur sinn stefni út í atvinnumennsku. „Það er samt enginn heimsendir að taka eitt tímabil í viðbót hérna heima. Ég ætla bara að njóta kvöldsins áður en ég skoða það,“ sagði Alfreð. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki síður ánægð- ur. „Þetta var múr sem hafði aldrei verið brotinn. Svo fer þetta bara eftir því hvernig við vinnum úr framhaldinu hversu mikið titillinn gefur félaginu,“ sagði Ólafur. „Eins og allir höfðu sagt þá var þessi leikur mjög jafn. Ég er rosalega stoltur af strákunum. Menn hafa talað um það að þeir séu kjúklingar. Þeir hafa farið rosalega grýttan veg og fengið að kynnast miklu mótlæti í sumar en þeir verða sífellt sterkari.“ Mögnuð framlenging Valskvenna Úrslitaleikur kvenna var í járnum í venjulegum leiktíma og staðan 1- 1 þegar honum var lokið. Í fram- lengingunni höfðu Valskonur hins vegar öll völd og slátruðu Kópa- vogsliðinu sem þurfti aftur að sætta sig við silfurverðlaun. „Við erum klárlega í betra formi en þær, ég það er alveg ljóst. Við erum í betra formi og vorum hungraðri. Það er engin önnur skýring á þessum yfirburðum okkar í framlengingunni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals. „Ég er alveg í skýjunum. Það var spennuþrungið að fara í framleng- inguna og mikið undir. Ég hugsaði út í það hvort mitt lið væri þreytt eftir þetta ferðalag okkar í síðustu viku en ég bað þær um að spýta í lófana og minnti þær á æfingarnar í vetur. Við bara pökkuðum þeim saman í framlengingunni,“ sagði Freyr. Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, segir sigur Vals í leiknum sann- gjarnan. „Við fengum tækifæri til að komast í 2-0 en fáum í stað- inn jöfnunarmark á okkur og þá hrundi allt. Við áttum ekkert í þær í framlengingunni,“ sagði Wake. - egm Valur og Breiðablik unnu Breiðablik vann sinn fyrsta stóra titil í karlaflokki eftir sigur í vítakeppni á móti Fram og Valskonur unnu tvöfalt eftir 5-1 sigur á Blikum í framlengingu. TVENNA Alfreð Finnbogason var maður dagsins hjá Blikum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TVÖFALT Kvennalið Vals kórónaði frábært sumar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Valur hættur með Njarðvíkurliðið Valur Ingimundarson er hættur sem þjálfari Njarðvíkur og stýrði liðinu því í síðasta sinn í úrslitaleik Powerade-bik- arsins í gær. Þetta kom fram á heimasíðu Njarðvíkur en þar segir að Valur hafi gengið á fund stjórnar á föstudag- inn og beðist lausnar frá störfum sem þjálfari félagsins frá og með deginum í dag. Valur hættir því sem þjálfari Njarðvíkur aðeins nokkrum dögum á eftir að bróðir hans, Sigurður Ingimundarson, hætti með sænska liðið Solna. Valur var einmitt úti hjá Sigurði þegar hann sagði upp hjá sænska úrvalsdeildarliðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.