Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 5. október 2009 23 Sigrún Halla Unnarsdóttir lauk nýverið BA-námi í fatahönnun við Designskolen Kolding í Danmörku og leggur nú stund á meistaranám við sama skóla. Útskriftarverk- efni hennar vakti nokkra athygli, en Sigrún Halla valdi að hanna skrautlegar flíkur á karlmenn. Inn- blásturinn sótti hún til þriggja vin- kvenna sinna með það að markmiði að skapa hinn fullkomna mann fyrir hverja og eina. „Í þessi þrjú ár sem ég hef lagt stund á fatahönnun stóð ég mig oft að því að hanna frekar flíkur á karlmenn heldur en konur. Ég held að það sé vegna þess að það er svo margt sem enn á eftir að gera á karla og það er auðvelt að brjóta reglur og koma með eitthvað nýtt,“ segir Sigrún Halla. Aðspurð segist hún sauma allt sjálf, en hún hafi þó fengið ómet- anlega hjálp frá móður sinni þegar kom að því að sauma flíkurnar fyrir útskriftarverkefnið. „Það er mjög takmörkuð saumakennsla sem fer fram í náminu og sauma- kunnátta var til dæmis ekki ein af kröfunum fyrir inngöngu í skólann. Ég er bara svo heppin að eiga mjög handlagna mömmu sem kenndi mér allt sem ég kann og sem kom alla leið til Kolding og hjálpaði mér með útskriftarverkefnið.“ Fatalín- an sem Sigrún Halla hannaði hefur vakið jákvæð viðbrögð meðal fólks en hún segir flíkurnar þó ekki til sölu. „Ég vil gjarnan koma þessu í sölu en ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að sauma fleiri flíkur enn sem komið er,“ útskýrir hún. Sigrún Halla segir framtíðina enn óráðna, en segir drauminn að geta unnið sem fatahönnuður hér á landi. „Mér líður mjög vel á Íslandi og hér er mikið að ger- ast bæði í fatahönnun og hönnun almennt þannig ég vona að ég geti unnið hér í framtíðinni, en svo veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ - sm Heppin að eiga góða mömmu SIGRÚN HALLA Segir skemmtilegra að hanna á karlmenn en konur því karlatíska sé óplægður akur enn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON • Þægindin endast. Viðhalda raka augnanna og þægindin endast allan daginn. Minni hætta á þurrki í augum. • UV geislavörn: Hjálpa til við að vernda augun fyrir UV-A og UV-B útfjólubláum geislum. UV vörn fyrir augun* • Hentugleiki/Þægindi: Á hverjum degi er notað nýtt og ferskt linsupar, sem gerir linsunotkunina einfalda og þægilega. *UV verndandi augnlinsur koma ekki í staðinn fyrir sólgleraugu þar sem þær hylja ekki allt augnsvæðið. ACUVUE® og MOIST® er skrásett vörumerki Johnson & Johnson Vision Care, JJVC 2009. 1 • DAY ACUVUE® MOIST® Viðhalda raka augnanna og veita þægindi sem endast allan daginn. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.