Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 18
FALLEGAR FLÖSKUR fylltar af uppþvottalegi geta vel komið í staðinn fyrir ljóta brúsa. Þannig þarf ekki að fela uppþvottalögin í vaskskápnum. Sniðugt getur verið að setja áfengisskammtara á flöskuna til að takmarka flæði uppþvottalagarins. Valdimar Harðarson arkitekt hefur hannað nýja línu af skrif- stofuhúsgögnum fyrir Pennann. „Í raun eru ekki mörg fyrirtæki að stækka við sig húsnæði í dag og því þurfa íslensk fyrirtæki fyrst og fremst að geta nýtt núver- andi rými betur,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðs- stjóri Pennans. Penninn kynnti nú fyrir helgi nýja húsgagnalínu fyrir skrifstofur sem kallast FANSA PLÚS en húsgögn línunnar eru að sögn Ingibjargar í ódýrari kantin- um og og línan býður upp á marga útfærslumöguleika í uppröðun og samsetningu. Valdimar Harðarson arkitekt er hönnuður línunnar en Valdi- mar hefur í um 25 ár hannað skrif- stofuhúsgögn fyrir Pennann og framleiðsla á Fansa-línunni hófst fyrir tveimur árum og Trésmiðjan GKS framleiðir húsgögnin. Valdi- mar er margverðlaunaður arkitekt og hefur komið að mörgum stórum verkefnum. Meðal þess sem hann hefur gert er hinn nafntogaði stóll Sóley sem kom á markað árið 1983 og hefur unnið til fjölda verðlauna. - jma Íslenskt hugvit í skrifstofuhúsgögnum FANSA-PLÚS er hannað af Valdimar Harðarsyni arkitekt og húsgögnin bjóða upp á fjölda möguleika í útfærslum. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 5. október Þriðjudagurinn 29. september Miðvikudagurinn 7. október Fimmtudagurinn 8. október Qi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng- um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00. Skiptifatamarkaður - Útiföt barna - Komdu og skiptu útifötum barnanna í aðrar stærðir og gerðir. Tími: 13.30 -17.00. Avatar. Skapandi viðhorf og stjórnun – Soffía Lára avatarmeistari leiðbeinir og þjálfar þig í viðhorfsbreyt- ingu. Fyrri hluti. Tími: 13.30-15.00. Baujan sjálfstyrking - Lokað! Tími: 15.00 -16.30. Skapandi skrif í dagbókina - Lærðu nýjar aðferðir! Tími: 15.00 -16.00. Meðvirkni - Opnar umræður - Tími: 12.30-13.30. Föndur, skrapp myndaalbúm og jólakort - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00. Spilaklúbbur - Komdu og spilaðu! Tími: 13.30-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Japanska og japönsk menning - Lærðu japanska kurt- eisi á japönsku! Annar hluti af þremur. Tími:14.00-15.00. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Hagsýni og hamingja eftir Láru Ómarsdóttur. Tími: 14.00-15.00. Hagsýni og hamingja - Lára Ómarsdóttir segir frá því hvernig má lifa af litlu með bros á vör. Tími:15.00-16.00. Æðruleysi, kjarkur, vit - Í þessarri viku beinum við sjónum okkar að æðruleysinu. Tími: 15.30-16.30. Syngjandi í súpunni– Fáðu súpu og syngdu með! Tími: 12.00-13.30. Esperanto– Uppruni, bygging, saga og útbreiðsla ásamt laufléttum æfingum. Tími: 14.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagurinn 9. október Facebook fyrir byrjendur - Komdu með fartölvu ef þú átt þess kost. Tími: 12.30-14.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 13.00-14.30. Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00. Hraðskákmót - Róbert Lagerman og Hrannar Jónsson eru skákstjórar. Tefldar verða nokkrar umferðir eftir Monradkerfi. Tími: 13.30-15.00. Minna stress með réttu ataræði - Fáðu góð ráð til að draga úr stressi.Tími: 15.30-16.30. Allir velkomnir! Skiptifatamarkaður - Útiföt barna - Komdu og skiptu útifötum barnanna í aðrar stærðir og gerðir. Tími: 12.00 -13.00. Einkatímar í söng – fullt. Tími: 12.00 -14.00. Atvinnuumsókn og ferilskrá í tölvum - Aðstoð og sýnikennsla á því hvernig atvinnuumsóknir eru gerðar á netinu og ferilskrár sendar. Tími: 12.30-13.30. Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð! Fólk er hvatt til að hafa eigin tölvu meðferðis ef þess er kostur. Tími: 13.30-15.30. Þriðjudagurinn 6. október Collect-kommóðan hefur sést víða í hönnunartímaritum undanfarið, svo sem Elle Decoration og Living etc. Kommóðurnar koma í tveimur útfærsl- um – önnur með málaðar viðarskúffur. Sænskar kommóður VINKONUR SAMAN Í HÚSGAGNAHÖNNUN WIS Design kallast hönnunarfyrirtæki Lisu Widén og Önnu Irinarchos í Stokkhólmi en þær hafa komið með ferska strauma í iðnhönnun síðustu árin og gera nú stórkostlega hluti með því nýjasta – kommóðum sem kall- ast Collect. Kommóðurn- ar innihalda ýmist 15 eða 18 skúffur og leika þær sér með liti skúffanna og mynstur. Kommóðurnar eru til í tveim- ur stærðum en burðarvirkið er alltaf hvítt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.