Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 46
30 5. október 2009 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. á kökur, 6. ógrynni, 8. ái, 9. ögn,
11. til, 12. skrá, 14. gimsteinn, 16.
skóli, 17. í viðbót, 18. tímabils, 20.
þessi, 21. leikni.
LÓÐRÉTT
1. hróss, 3. guð, 4. ótvíræður, 5. sigti,
7. fitlari, 10. sæ, 13. herma, 15. tafl,
16. tal, 19. vörumerki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. krem, 6. of, 8. afi, 9. fis,
11. að, 12. skjal, 14. tópas, 16. ma, 17.
auk, 18. árs, 20. sá, 21. list.
LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. ra, 4. efalaus,
5. mið, 7. fiktari, 10. sjó, 13. apa, 15.
skák, 16. mál, 19. ss.
„Karlinn leyfði mér að lesa hana
yfir og hún er mjög fín. Það eru
sko engin leiðindi þarna í gangi
enda er Magnús mikill sögumað-
ur,“ segir Pálmi Gunnarsson,
aðalsamstarfsmaður Magnúsar
Eiríkssonar um ævisögu þess síð-
arnefnda, Reyndu aftur. Bókin
er væntanleg 10. október. Tómas
Hermannsson skráði söguna og
er óhætt að segja að þetta sé ber-
orðari ævisaga en gengur og ger-
ist hjá íslenskum poppurum, meira
„djúsí“. Magnús dregur hvergi
undan í sögum af sukki, rokki og
rugli. Ein allra furðulegasta sagan
er um það þegar þeir Pálmi voru
brottnumdir af geimverum úti á
Snæfellsnesi. „Ég er sannfærð-
ur um að geimverur tóku okkur
í smáferðalag,“ segir Magnús og
Pálmi er á sama máli. „Ég bakka
þessa sögu 100 prósent upp,“ segir
hann.
Svona er sagan. Rúnar Mar-
vinsson, kokkur á Búðum á Snæ-
fellsnesi, hafði leyft Pálma og
Magnúsi að vinna að músik fyrir
næstu Mannakorns-plötu á hótel-
inu gegn því að spila fyrir gestina.
„Við ákváðum að drekka lítið. Ekk-
ert sterkara en rósavín og reykja
pínulítinn hassmola sem við vorum
búnir að eiga lengi,“ segir Magnús
í bókinni. Hann heldur áfram: „Við
fórum snemma að sofa og vöknuð-
um hressir og kátir daginn eftir.
Það var alveg heiðskír himinn. Sól
og blíða. Við ákváðum að labba út
í hraunið að Búðakletti. Á leiðinni
ákváðum við að fá okkur aðeins í
haus af molanum góða. Bara eina
pípu. Við spjölluðum um væntan-
lega plötu og vorum í fínu formi.
Klukkan var svona tíu að morgni.
Suðvestanmegin við Búðaklett er
mosavaxin brekka. Þar lögðumst
við niður og ákváðum að fara í
sólbað enda ekki ský á himni. Ég
leggst í mosavaxna brekkuna, beint
á móti sólu. Smell ofan í mosann
hálfuppréttur og fell óðar í trans.
Þungan svefn. Ég var samt búinn
að sofa vel um nóttina. Pálmi sofn-
ar svona tveimur metrum frá mér í
nákvæmlega sömu stellingu.“
Nú fóru undarlegir atburðir að
gerast: „Þarna hverfum við félag-
arnir og vöknum ekki aftur fyrr
en sjö klukkustundum síðar, þegar
klukkan er orðin fimm um dag-
inn. Þá erum við búnir að liggja í
nákvæmlega sömu stellingu, beint
upp í sólina, í sjö klukkustundir.
Undir öllum venjulegum kring-
umstæðum hefðum við átt að vera
skaðbrunnir enda hafði ekki dreg-
ið fyrir sólu allan daginn. Mér var
heitt þegar ég vaknaði en ég var
nákvæmlega jafnfölur og þegar
ég lagðist til svefns. Við Pálmi
vöknuðum alveg á sama augna-
blikinu.“
Magnús og Pálmi voru svo speis-
aðir að þeir gátu ekki talað. „Það
var eitthvað allt annað en hass-
eða áfengisvíma sem var í gangi
þarna,“ segir Magnús. „Eitthvað
óútskýranlegt. Allur máttur var
úr okkur. Við rétt komumst upp á
hótel.“
Hvorki varð úr lagasmíðum né
tónleikahaldi og félagarnir voru
lengi að ná sér. „Ég klóra mér enn
í kollinum út af þessum tímum
sem við töpuðum þarna,“ segir
Pálmi. „Við Magnús tölum oft um
þennan atburð. Við vorum lengi í
afar sérkennilegu ástandi á eftir
þetta, en það þarf kannski ekki
mikið til.“ drgunni@frettabladid.is
MAGNÚS EIRÍKSSON: ÞETTA VAR EITTHVAÐ ANNAÐ EN HASSIÐ
Á ferðalagi með geimverum
Leikkonan Ísgerður Elfa Gunn-
arsdóttir hefur nóg á sinni könnu
þessa dagana því auk þess að
stunda nám við Háskóla Íslands
vinnur hún að nýrri barnaplötu og
er á leið til Argentínu sem þátttak-
andi í hinum vinsæla þætti Wipe-
out.
„Ég hef verið að vinna að barna-
plötu með frænda mínum, Magnúsi
Jónssyni tónlistarmanni. Ég fékk
hugmyndina þegar ég vann við
Stundina okkar og í kjölfarið sett-
ist ég niður og samdi nokkra laga-
texta og áður en ég vissi af var ég
komin með texta við sextán lög,“
útskýrir Ísgerður Elfa. Hún segist
hafa sótt innblástur í eigin barn-
æsku og fjallar einn textinn meðal
annars um njósnafélag, en Ísgerð-
ur Elfa var meðlimur í einu slíku
sem barn.
Til stóð að platan kæmi út fyrir
jól en ákveðið hefur verið að fresta
útgáfunni um óákveðinn tíma. „Við
byrjuðum að vinna að plötunni
núna í haust og ætluðum að gefa
hana út fyrir jólin, en þar sem við
erum bæði í námi þá urðum við að
fresta því.“ Spurð hvort hún muni
fylgja plötunni eftir með tónleika-
röð segist hún ekki hafa hugsað út
í það. „Við erum hvorki búin með
plötuna né komin með útgefanda
þannig að ég ætla að klára það
fyrst áður en ég fer að skipuleggja
tónleika,“ segir hún og hlær.
Ísgerður flaug til Argentínu nú
í morgunsárið. Aðspurð segist hún
fá í magann við tilhugsunina um
það sem bíður hennar á Wipeout-
brautinni, en að hún hafi einfald-
lega ekki getað sagt nei við ann-
ari eins ævintýraferð. „Ég er viss
um að þetta verði mikið ævintýri
og ég mundi líklega sjá mikið eftir
því hefði ég afþakkað boðið. Vinir
mínir eru sérstaklega spenntir og
ég er ekki frá því að af öllu sem
ég hef tekið mér fyrir hendur séu
þeir spenntastir fyrir þessu,“ segir
Ísgerður Elfa að lokum. - sm
Frestar plötu vegna náms
„Það eru sirka tvær vikur í hana,“
segir Sverrir Stormsker um nýjustu
plötuna sína, Tekið stærst upp í sig.
Platan er lokahluti trílógíu, sem
hófst árið 1995 með plötunni
Tekið stórt upp í sig. Ári síðar
kom Tekið stærra upp í sig og
nú er sem sé síðasti hlutinn
að koma út. „Ég gæti svo
sem gert Tekið langstærst
upp í sig, en þá væri ég að
blóðmjólka hugmyndina,“
segir Sverrir, eða Serð-
ir Monster eins og hann
kallar sig á þessum plöt-
um. „Þetta átti að vera
groddaleg plata, vel klám-
væn eins og hinar, en þá
kom þessi skemmtilega
kreppa sem mér fannst
ég verða að taka fyrir,“ segir hann.
„En er þetta samt ekki sami hlut-
urinn, þannig séð, kreppa og klám?
Það er verið að taka okkur í (blíbb)
í báðum tilfellum.“
Fyrri plöturnar tvær gengu
mjög vel – „eins og ískald-
ir klattar“ gantast Sverrir
– og hann á von á að sú nýja
geri það líka. Það er líka öllu
tjaldað til, þarna eru 19 lög
og „gomma af söngvurum“,
Magni, Laddi og Birgitta
Haukdal svo einhverjir séu
nefndir. „Nei, Birgitta syng-
ur ekki klámtexta, enda væri
ekki hægt að láta einhvern
sem lítur út eins og kópur til augn-
anna klæmast að neinu ráði,“ segir
Sverrir. „En Sveppi er þarna og
syngur eitt lag með Snorra Snorra-
syni úr Idolinu. Það heitir „Nei, nei,
ekki á kjólinn.“
Flest lögin á plötunni eru frum-
samin en fyrsta lagið til að heyrast
er tökulag, hinn væmni seventís-
slagari „Seasons in the sun“, sem
heitir í flutningi Serðis „Mín slísí
saga er sönn“. Þar syngur hann
meðal annars: „Ég á í felum í útlönd-
um, jú eitthvað pínupons af milljörð-
um. Ég held ég flýi’af Íslandi. Hér
eru allir hvíslandi, ef ég er eitthvað
sýslandi. Ég er foj, ég’er í fönn. Öll
mín slísí saga’er sönn. En öll lög eru
hjóm, ég mun aldrei fá neinn dóm.“
- drg
Serðir Monster syngur um kreppuna
SERÐIR MONSTER SNÝR AFTUR
Sverrir Stormsker breytti úr klámi í
kreppu.
SYNGUR FYRIR SVERRI Ekkert
klám samt.
MÖRG JÁRN Í ELDINUM Ísgerður Elfa
stundar nám auk þess að semja efni
fyrir barnaplötu og taka þátt í Wipeout.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég er mjög hreykin. Hún er
að gera mjög flotta hluti. Mér
finnst hún algjör snillingur í
að hanna þessi munstur, hún
spinnur þau beint upp sjálf.
Mér finnst líka frábært að hún
geti markaðssett peysurnar á
þennan hátt og fengið fyrir þær
eitthvað almennilegt.“
Hildur Baldursdóttir er mamma Rebekku
Guðleifsdóttur sem prjónar sérhannaðar
lopapeysur og flytur út.
VORU SVO SPEISAÐIR AÐ
ÞEIR GÁTU EKKI TALAÐ
Magnús Eiríksson og Pálmi Gunn-
arsson voru lengi að ná sér eftir að
hafa verið brottnumdir af geimverum á
Snæfellsnesi.
Bleika slaufan er styrkur
gegn krabbameini
ömmur - mömmur - dætur - vinkonur - frænkur …
fyrir allar systur
H
:N
m
ar
ka
ðs
sa
m
sk
ip
ti
/ S
ÍA
Stefán Jónsson æfir nú Eftir-
litsmanninn eftir Gogol með
Nemendaleikhúsinu og dró fram
úr pússi sínu hatt og staf sem afi
hans, Haraldur Björnsson, ku hafa
notað seint á fimmta áratug síð-
ustu aldar í fyrstu uppfærslu verks-
ins á vegum Leikfélags Reykjavíkur.
Frumsýning á hatti og staf með öllu
verður 9. október í Smiðjunni við
Sölvhólsgötu. Næsta
verk Nemendaleik-
húss verður svo
Bráðum hata ég
þig, eftir aðstoð-
armann mennta-
málaráðherra,
Sigtrygg Magnason.
Ármann Þorvalds-
son, fyrrum bankastjóri Kaupþings,
stal senunni um helgina. Nánast
allir vefmiðlar og fréttatímar fóru í
að segja frá skondnum, spennandi
og skrýtnum sögum af íslensku
útrásinni. Þar ber kannski hæst
fundur Jóns Ásgeirs og Mike Ashley,
eiganda Newcastle, við
sólarströnd en Ármann
heldur því fram að
íslenski auðjöfurinn hafi
ætlað að kaupa þetta
fornfræga knattspyrnu-
félag en lesblindur
tollvörður hafi
klúðrað því.
Og Ólafur
Jóhannesson
frumsýndi á föstudaginn sjón-
varpsþáttaröðina Stóra planið sem
er byggð á samnefndri bíómynd
með Pétri Jóhanni í aðalhlutverki.
Leikstjórinn hefur í nógu að snúast
þessa dagana því hann er á fullu í
eftirvinnslu kvikmyndarinnar Kurt-
eist fólk með Stefáni
Karli í aðalhlut-
verki. Ekki nóg
með það því Ólaf-
ur er einnig með
heimildarmynd í
bígerð sem gerist,
líkt, og Kurteist fólk,
í Búðardal. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Rannveig Rist.
2 Ævintýraeyjan - Uppgangur
3 Rio de Janeiro.
og endalok fjármálaveldis.