Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 28
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 200912 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Nemendur Foldaskóla hafa und-
anfarið tekið til hendinni og hjálp-
að til við frágang á skólalóðinni
með því að gróðursetja tré undir
stjórn garðyrkjudeildar borgar-
innar. Verið er að leggja lokahönd
á austurhluta lóðarinnar.
Meðal nýjunga sem eru í boði
á lóð skólans má nefna aparólu,
þrautabraut, rennibraut, rólur,
snúningstæki og boltavelli. Þá
stendur til að flytja kastala, sem
nú er staðsettur vestan megin
við skólann, yfir á nýja leiksvæð-
ið. Nemendur kunna að meta nýju
leiktækin og boltavelli með mörk-
um. Helst þykir vanta aðstöðu til
körfuboltaleiks en unnið er að
því að finna hentuga lausn á því.
Í næsta áfanga verður hins vegar
aðkoman að skólanum löguð, sett-
ur upp battavöllur, bílastæði færð
og leiksvæðin að vestan stækkuð.
Verkið er unnið á vegum fram-
kvæmda- og eignasviðs Reykjavík-
urborgar en frá árinu 2007 er búið
að endurnýja um 7.300 m2 svæði á
lóð Foldaskóla, fyrir um 55 millj-
ónir króna.
Frétt af www.rvk.is
Hjálpuðu til við frágang skólalóðarinnar
Frestur á lokaframkvæmdum á
Héðinsfjarðargöngum er 30. sept-
ember 2010. Þetta er skilyrði nýs
samkomulags sem skrifað var
undir fyrir helgina af hálfu Vega-
gerðarinnar og verktaka við göng-
in.
Héðinsfjarðargöng eru tvenn
fyrirhuguð jarðgöng sem grafa á á
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
með viðkomu í eyðifirðinum Héð-
insfirði.
Göngin tilbúin
að ári liðnu
Við munn Héðinsfjarðarganga.
Í júlímánuði birti Íbúðalánasjóð-
ur endurskoðaða áætlun um útlán,
útgáfu og greiðslur sjóðsins fyrir
árið 2009. Þar var gert ráð fyrir að
gefa út íbúðabréf að fjárhæð 7 til 9
milljarða króna á þriðja ársfjórð-
ungi ársins.
Sjóðurinn hefur nú ákveðið að
ekki verði farið í nein útboð íbúða-
bréfa á þriðja ársfjórðungi. Útlán
sjóðsins hafa verið minni á þriðja
ársfjórðungi en gert var ráð fyrir
og hefur lausafjárstaða sjóðsins
verið góð á tímabilinu.
Endurskoðaðar áætlanir Íbúða-
lánasjóðs verða birtar í október-
byrjun.
Engin útboð
íbúðabréfa
Ekki verður farið í nein útboð íbúða-
bréfa á þriðja ársfjórðungi.
Námstefna norræna byggingar-
dagsins verður haldinn í Norræna
húsinu þriðjudaginn 6. október. Yf-
irheiti námsstefnunnar er Blessar
guð Ísland? Þar mun Stefán Thors,
skipulagsstjóri ríkisins, flytja fyr-
irlesturinn: Aðgengi og notkun
grunnupplýsinga við skipulags-
gerð. Fyrirlestur Magnúsar Snæ-
dal Svarassonar, byggingarfull-
trúa í Reykjavík, ber heitið: Ekki
benda á mig, ég var ... og Sverr-
ir Bollason, umhverfisverkfræð-
ingur hjá VSÓ, heldur fyrirlestur-
inn Staðið á byggingavaktinni. Að
lokum flytur Þórólfur Geir Matthí-
asson, prófessor í hagfræði við Há-
skóla Íslands, fyrirlesturinn Kan-
arífuglar, hegrar, bólur og hrun.
Norræni bygg-
ingardagurinn
Námstefnan Blessar guð Ísland? verður
haldin í Norræna húsinu.
Nemendur Foldaskóla tóku þátt í því að ganga frá skólalóðinni með því að gróður-
setja tré undir stjórn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar.