Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 6
6 5. október 2009 MÁNUDAGUR
Viltu stofna
fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, ábyrgð stjórnenda, reikninga o.fl .
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt 7., 9. og 12. október kl. 16-19.
Kennslustaður er Holtasmári 1, 8. hæð, Kópavogur. Verð 30.000 kr.
Leiðbeinandi er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
VR og fl eiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is
Nánari upplýsingar og skráning í síma 894 6090 eða á alb@lexista.is
Nýtt sælkerafars
299 kr/kg
Ungnauta hakk
890 kr/kg
Svikin héri m/bacon
590 kr/kg
Lifrakæfa 230 gr á
99 kr/stk
BORGARMÁL Efnt verður til stofn-
fundar nýs miðborgarfélags,
félags kaupmanna og annarra
rekstraraðila í miðborginni, í
Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudag-
inn 6. október klukkan 18.30.
Borgarráð hefur nýverið gert
samþykkt um samstarf og stuðn-
ing við slíkt félag verði því komið
á fót, enda sé meginmarkmið
þess að stuðla að öflugri upp-
byggingu, eflingu og markaðs-
setningu miðborgarinnar sem öfl-
ugs verslunar- og þjónustukjarna,
íbúum, hagsmunaaðilum, ferða-
mönnum og öðrum til góða.
Allir eru velkomnir á fundinn á
meðan húsrúm leyfir. - kh
Fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur:
Nýtt miðborg-
arfélag stofnað
UMHVERFISMÁL „Þetta er hið besta
mál. Við erum svona 15 til 20 árum
á eftir nágrannaríkjunum í þess-
um málum,“ segir Árni Finnsson,
formaður Náttúruverndarsamtaka
Íslands, um ný orku-, umhverfis-
og auðlindagjöld. Gjöldin eiga að
skila 16 milljörðum í ríkiskassann
á næsta ári.
Árni segir nauðsynlegt að verð-
leggja orkuna rétt, greitt hafi
verið allt of lágt verð fyrir hana.
Sérstaklega verði að leggja skatta
á orku sem sé mengandi.
„Eitt af mikilvægustu atriðun-
um við að fást við loftslagsbreyt-
ingar er að gefa skýr skilaboð um
að losun á kolefni kosti. Þannig
leitar markaðurinn eftir leiðum til
að draga úr losun. Við þurfum að
stjórna þessu með skattlagningu
og draga úr þeirri neyslu sem er
skaðleg, en umbuna þeirri sem
ekki er skaðleg,“ segir Árni.
Forsvarsmenn álfyrirtækjanna
kvörtuðu yfir gjöldunum í Frétta-
blaðinu í gær og töldu þau geta
veitt rekstri þeirra þung högg.
Árni segist ekki vorkenna þeim,
fyrirtækin hafi grætt gríðarlega
mikið á lágu gengi krónunnar.
„Hvergi í hinum iðnvædda heimi
er losun koltvísýrings leyfð nema
gegn gjaldi. Menn eru ekki metn-
aðarfullir ef íslenskur iðnaður á að
keppa við þriðja heiminn, Kína og
Indland. Það verður að sýna að það
borgi sig að framleiða á Íslandi,
þrátt fyrir skatta.“ - kóp
Formaður Náttúruverndarsamtaka segir ný orku- og auðlindagjöld nauðsynleg:
Þarf að verðleggja mengun
ÁRNI FINNSSON Segir Íslendinga vera 15
til 20 árum á eftir nágrannalöndunum
þegar kemur að mengunarsköttum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓLK Ármann Þorvaldsson, for-
stjóri Kaupthing Singer & Fri-
edlander í Englandi, beygði af
þegar slagurinn um að halda
lífi í þessu dótturfyrirtæki Kaup-
þings var tapaður.
Í bókinni Ævintýraeyjunni
lýsir Ármann meðal annars
þeirri baráttu sem háð var fyrir
því að bjarga Kaupthing Singer
& Friedlander eftir að alþjóðleg
fjármálakreppa var skollin á og
íslenska bankakerfið riðaði til falls
í byrjun október í fyrra. Ármann
kveður bresk yfirvöld hafa verið
andsnúin íslensku bönkunum.
Heima hafa helstu gerendur á
sviðinu, eins og seðlabankastjóri
og bankastjórar stóru bankanna
þriggja, vantreyst hver öðrum og
ekki unnið saman „fyrr en landið
var nánast komið fram af bjarg-
brúninni“.
Miðvikudaginn 8. október var
ljóst að Kaupthing Singer & Fri-
edlander myndi ekki halda velli.
Forstjórinn sat aleinn á skrifstofu
sinni. Engar leiðir væru færar.
„Öllu var lokið. Það voru engar
lausnir til, ekki hægt að hringja í
neinn, engar frábærar hugmynd-
ir,“ skrifar Ármann í bókinni. „Í
fyrsta sinn þessa erfiðu viku fann
ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn.
Ég vildi komast út af skrifstof-
unni, út úr húsinu og heim.“
En forstjórinn niðurbrotni gat
ekki yfirgefið bankann strax.
„Ég þurfti að bíða eftir tilsjónar-
fólki þrotabúsins og koma á fundi
með stjórnendum bankans. Teng-
iliðir okkar frá FSA [breska fjár-
málaeftirlitinu] vildu koma sjálfir
og afhenda mér greiðslustöðvun-
artilkynninguna,“ lýsir Ármann
sem þurfti því að bíða átekta.
„Næstu fjóru tímarnir fóru í
að halda aftur af tárunum. Þegar
samstarfsmenn komu til að athuga
hvernig mér liði starði ég aðeins á
gólfið. Það var ekki vegna þess að
ég væri reiður eða í uppnámi. Ég
vissi það eitt að ég myndi bresta
í grát ef ég svaraði. Ég gat ekki
heldur hringt í Þórdísi [eigin-
konu Ármanns], foreldra mína
eða börnin mín. Ég vissi að ég
myndi brotna niður um leið og
ég heyrði rödd þeirra. Ég gat
ekki einu sinni haldið andlit-
inu þegar starfsmenn eftir-
litsins komu og afhentu mér
greiðslustöðvunartilkynn-
inguna. Röddin brast og mér
vöknaði um augu svo ég
kvaddi í flýti og sneri til
baka á skrifstofu mína,“
segir um þennan erfiða
atburð.
Þegar Ármann kom
heim kveðst hann hafa
fallið saman og grátið
óstjórnlega þegar hann
sá börn sín. Þrettán ára
dóttir hans hafi grátið
í fangi hans og þriggja
ára sonurinn kjökrað.
„Næstu vikurnar minnti
hann fólk reglulega á
daginn sem pabbi hans
hafði lent í slysi í vinn-
unni,“ segir í Ævintýra-
eyjunni. gar@frettabladid.is
Ármann grét þegar
bankinn stöðvaðist
Forstjóri Kauphting Singer & Friedlander, Ármann Þorvaldsson, táraðist er full-
trúar breska fjármálaeftirlitsins afhentu honum tilkynningu um greiðslustöðv-
un bankans. Þetta kemur fram í nýrri bók Ármanns, Ævintýraeyjunni.
INDÓNESÍA Hjálparstarfsmenn telja ólíklegt að fleiri
finnist á lífi í rústum á eyjunni Súmötru í Indónes-
íu. Tveir stórir jarðskjálftar skóku eyjuna í síðustu
viku. Sá fyrsti var upp á 7,6 á Richter og sá síðari
upp á 6,8.
Heilu þorpin lögðust í rúst í skjálftunum og vega-
skemmdir hafa hindrað hjálparstarf í borginni
Padang, sem fór sérstaklega illa út úr skjálftunum.
Um þúsund hafa týnt lífi og allt að þrjú þúsund er
saknað.
Hjálparstarfsmenn hafa miklar áhyggjur af svæð-
unum í kringum borgina. Íbúi í einu þorpinu sagði í
samtali við Reuters-fréttastofuna að það væri óþarfi
að senda hjálp á svæðið þar sem allir væru látnir.
Ian Bray, starfsmaður Oxfam-góðgerðarsamtak-
anna, sagði í samtali við fréttastofu BBC að gríðar-
lega erfitt verkefni biði hjálparstarfsmanna. „Það
tekur tíu klukkutíma að keyra 25 kílómetra vegar-
kafla í Padang. Venjulega tekur það 35 mínútur,“
sagði hann.
Alistair Leithead, fréttamaður BBC, skoðaði
aðstæður í einangruðu þorpi norðan við Padang.
Hann segir eyðilegginguna ótrúlega. Heilu trén hafi
rifnað upp í hlíðum og sturtast með jarðvegi í nær-
liggjandi dali. - afb
Hjálparstarfsmenn í Súmötru missa von eftir jarðskjálftana sem gengu yfir:
Ólíklegt að fleiri finnist á lífi
GRÍÐARLEG EYÐILEGGING Hjálparstarfsmenn í Súmötru leita
að lífi í húsarústum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÁRMANN ÞORVALDSSON Forstjóri
dótturfyrirtækis Kaupþings í London
lifði hátt innan um frægðarfólk og
milljarðamæringa en þegar tjaldið féll
á bankann brotnaði hann saman.
Ert þú ánægð(ur) með að
Álfheiður Ingadóttir sé orðin
heilbrigðisráðherra? ssinn
Já 22,5%
Nei 77,5 %
SPURNING DAGSINS Í DAG
Verður árið 2010 erfiðara
Íslendingum en árið 2009?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN