Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 36
20 5. október 2009 MÁNUDAGUR menning@frettabladid.is Annir um liðna helgi urðu til þess að ekki var hægt að sjá Heima er best í Borgarleikhúsinu fyrr en á laugardagskvöld. Þessi írski farsi – verðum víst að kalla hann það – er skrifaður fyrir kvartett, einn eldri karl, tvo yngri og eina stelpu. Hann er settur á svið í nýja saln- um með löngu og loftlágu gati sem er aflukt þriggja herbergja rými: við göngum beinlínis inn á feðg- ana þrjá sem eyða lífinu í síend- urtekinn flutning á skrumskældri útgáfu af eigin lífi. Bókstaflega. Stelpan kemur óvænt inn í leikinn um miðju og riðlar öllu með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Grunnurinn er staðbundinn: írska eymdin leiddi til landflótta sem hefur varað í nær hundrað ár. Til Suðvestur-Englands fluttu þúsundir karla og lentu í erfðis- vinnu, byggðu London, oft einir með fjölskyldur heima. Um írsku diasporuna hafa Írar sjálfir smíð- að blekkingarfulla og sára sögu: valdastéttin í þeirra gamla landi kaus frekar að tæma landið en leyfa samfélagslega uppskipun. Og í sjálfskipaðri útlegð eru flóttinn og heimalandið upphafið. Í þessa sögu blandar höfundurinn minninu um sterka bróðurinn og veika sem býsna oft er sögð og harðstjórann hann pabba. Ég er enn að reyna að skilja valið á þessu verki á íslenskt svið: hvaða erindi á það við okkur? Hvar rímar það við samtímann? Ef líkindin má grafa upp eru þau langsótt. Allt er svo klætt í þvælingslegar hlutverkaskiptingar á upphöfnu máli. Guðjón Karlsson og Jörund- ur Ragnarsson berjast af þolin- mæði við hlutverk sín og Þröstur Leó Gunnarsson er svo fjarri því sannfærandi sem harðstjórinn sem heldur þessum galskap uppi. Sýningin verður langdregin, er mestanpart alveg ófyndin og örlög þessa liðs snerta mann ekki hið minnsta. Það er langt síðan mér hefur leiðst jafn innilega í leik- húsi og var þraut í hléinu að þurfa að sitja sýninguna út þótt Dóra Jóhannsdóttir kveikti smátíru af áhuga með innkomu sinni en svo fór allt á sama veg. Það er afar mikilvægt að leikhús- stjórar vandi valið í nýjum erlend- um verkum og finni þeim stað í samfélagi okkar hér nyrðra. Þetta stöff átti ekkert erindi hingað á svið, persónurnar grunnar og end- irinn fyrirsjáanlegur lengi fram- an af. Og það sem verst var: hin marglofaða færni leikaranna við að skipta um ham reyndist ekki mikil, trúðsskapur þeirra grautar- legur og uppskrúfað tal þeirra allt bull. Má ég biðja um annað nýtt írskt drama – af nógu er að taka. Páll Baldvin Baldvinsson Betur heima setið LEIKLIST Heima er best Enda Walsh Þýðing: Heiðar Sumarliðason Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði ★ Lítið gaman, betur heima setið Eins og segir í prógramblaði þess- arar sýningar virka sum vanda- mál kannski fáránleg og fyndin en afleiðingarnar geta orðið væg- ast sagt rosalegar. Ungt par ruglar saman reytum sínum og eins og oft þegar fólk er að kynnast er það eitthvað sem fólk gerir til þess að fanga athygli hins aðilans. Í þessu tilviki er það ungi maður- inn Höskuldur sem heillar Hönnu upp úr skónum með því að vera mikill brandarakarl og herma eftir hinum og þessum. Þessir eft- irhermutaktar fá hana til að hlæja og hann heillast af henni þegar hún hlær og svona fer þessi endaleysa af stað, það er, maðurinn verður að hermikráku og það verður hans þráhyggja. Við erum líklega öll haldin ein- hverri þráhyggju og birtingar- mynd hennar er í raun alltaf eins eða svipuð þótt afleiðingar þrá- hyggjunnar sé mjög mismunandi. Maðurinn sem þarf alltaf að berja í hattahilluna áður en hann fer út og gerir svo að öðru leyti ekkert annað er þolanlegur, en maður sem brýst út í eftirhermur er ger- samlega óþolandi. Kristjáni Hrafni tekst hér vel að lyfta upp þessari röskun sem í raun getur verið hver sem er. Ást konunnar er óskiljanleg fyrir áhorfendur, með öllu óskiljanleg en þó svo heil og sársaukafull. Þau Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir voru bæði mjög góð í sínum hlutverkum. Sveinn átti salinn þegar hann braust út í Ólaf Ragnar og kærustunni fannst hann líka fyndinn en svo þegar á leið hætti hann að vera fyndinn fyrir hana og það sama gilti fyrir áhorf- endur þótt þeir hefðu nú meira langlundargeð. Þetta var ekki bara smellin sýning og góð hugmynd heldur að mörgu leyti svolítið þerapeftískt sýning býst ég við. Við höfum öll séð eig- inkonuna, ástkonuna, móðurina, sem lætur allt yfir sig ganga áður, en með því að gera fíknina svona fáranlega verður vandamálið ferskt og þolanlegt að nýju. Sviðsetningin er lagleg þótt leik- myndin þjóni ekki alveg tilgangi sínum, hefði verið betra að þessi hringur (vítahringur) sem þau leika í væri með opum þannig að stúlkan þyrfti ekki að klofa svona yfir hann. Tinna Hrafnsdóttir í hlutverki Hönnu hefur sterka útgeislun og er fulltrúi normsins eða hins eðlilega þannig að það var í sjálfu sér nokkuð ótrúverðugt að hún skyldi heillast af svona nörd- týpu sem Sveinn var látinn leika. Þetta er engu síður skemmtileg sýning og örugglega einhver sem getur fundið stimpilinn á þessa röskun, því allt þarf jú að skil- greina nú til dags. Elísabet Brekkan Ég lofa: Aldrei aftur! LEIKLIST Fyrir framan annað fólk eftir Kristján Þórð Hrafnsson Leikarar: Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir Lýsing: Garðar Borgþórsson Leikmynd: Leikhópurinn Tónlist: Sveinn Geirsson Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir ★★★ Lagleg sýning kl. 21 Kvartett Sigurðar Flosasonar saxófónleikara kemur fram í Múlanum í kvöld. Með honum leika Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Einar Valur Scheving, sann- kallaðar stórkanónur Íslands jazzins. Þetta eru útgáfutónleikar vegna útkomu nótnabók- ar Sigurðar, „36 Jazzlög“, og verða þau öll leikin í Múlanum næstu þrjú kvöld. Fyrsti þátturinn af Hamrin- um fór í loftið í gærkvöldi. Þetta fjögurra þátta drama með átök- um um land og sálir og tilheyr- andi dulúð er upprunalega komið úr kviku Sveinbjörns I. Baldvins- sonar og Hilmars Oddssonar þótt Sveinbjörn hafi á endanum tekið til við frágang hugmyndarinnar. Hér má sjá líka handbragð Reyn- is Lyngdal, í fyrsta sinn á svona efni. Verkið er skotið á Red-vél en á forsýningu gat framleiðand- inn þess að linsur væru gamalt sett úr sameign þeirra Snorra og Friðriks Þórs. Þegar ég sá fyrsta þáttinn á stóru tjaldi í Smárabíói varð ég heldur glaður: hér mátti sjá að handrit, leikur, taka, hljóð og tónlist voru með slíkum ágæt- um að enn færi hér dæmi um að íslensk sjónvarpsframleiðsla væri vaxin úr grasi og orðin á pari við nágrannaframleiðendur. Víst er allt of snemmt að fella dóma um hina dramatísku fram- vindu, spennu og gæði hræðsl- unnar, sem röðinni er sýnilega ætlað að kalla fram. Það verður ekki fyrr en lengra líður á verkið að greina má hvernig þetta tekst í heildina, en upphafið lofar góðu: leikurinn er eðlilegur og stórt safn persóna er kynnt látalaust. Eins og mjög tíðkast í handritum fer nokkur tími í akstur og aðalpers- óna sakamála og spennuverka nú – gemsinn – er fyrirferðar mikill. Mættu menn fara að vara sig á þeim tækjum í gerð sögu til kvik- myndunar. Þá má gjarna taka fram að Pegasus hefur ekki látið spara við tónlistina sem gerði sitt til að lyfta verkinu og víða voru skot býsna falleg þó að enn hafi menn ekki lært að láta náttúru sýna sál- arástand. En ósköp er maður feg- inn að sjá skýrt að við erum að ná tökum á þessu. Páll Baldvin Baldvinsson Hamarinn, fyrsti þáttur SJÓNVARP Hamarinn eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Leikstjóri: Reynir Lyngdal Kvikmyndataka: Víðir Sigurðsson Hljóð: Gunnar Árnason Framleiðandi: Snorri Þórisson ★★★★ Flott byrjun á spennandi sögu HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 5. október ➜ Tónleikar 21.00 Kvartett Sigurður Flosasonar verður með útgáfutónleika í jazzkjallar- anum á Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. ➜ Sýningar Gunnhildur og Brynhildur Þórðardæt- ur hafa opnað sýninguna „Prjónaheim- ur Lúka III“ í Minjasafni Austurlands við Laufskóga 1 á Egilsstöðum. Sýningin er opin mán.-fös. kl. 13-16. Á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu hefur verið opnuð ljósmyndasýningin „Óþekkt augnablik“ þar sem sýndar eru myndir frá tímabilinu 1900-1960. Opið alla daga frá kl. 10-17. ➜ Námskeið 20.00 Bókmenntanámskeið verður í Gerðubergi (Gerðubergi 3-5) þar sem skyggnst verður inn í söguheim bóka Kristínar Marju Baldursdóttur um listakonuna Karitas. Nánari upplýsingar og skráning á www.gerduberg.is. 20.15 Kínverskunámskeið fyrir byrj- endur hefst í kvöld hjá endurmenntun HÍ við Dunhaga 7. Nánari upplýsingar og skráning á www.endurmenntun.is. ➜ Tónlist 17.30 Í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi stendur yfir Listavika. Í tilefni af því verður boðið upp á tónleika í samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnar- ness, undir yfirskriftinni „Te og tónlist“. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is FYRIRLIÐI FÓTBOLTALEIKJANNA ER LENDIR 01.10.09 10. HVERVINNUR! FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR · FULLT AF PEPSI MAX OG MARGT FLEIRA! Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Aðalvinnin gur er glæsileg Lenovo fart ölva! ideapad 10. HVER VINNUR! Vinningar afhentir í ELKO Lindum.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik lýkur 23.10.09 SENDU SMS ELKO LTV Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU! Þú gætir unnið Lenovo fartölvu! Kíktu á nýjan og glæsilegan fartölvuvef www. .is/fartolvur Aukavinningar eru: GSM Sími · DVD myndir · Bíómiðar · Pepsi · Geisladiskar og margt fleira.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.