Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 10
10 5. október 2009 MÁNUDAGUR
Jeff Taylor er þekktur
bandarískur frum-
kvöðull, vinsæll
fyrirlesari um allan
heim og höfundur
metsölubóka. Hann
er þekktastur fyrir að
hafa stofnað vinnumiðlunarvefinn
Monster.com sem er nú starfandi
í meira en 30 löndum.
Dómnefnd í hugmyndasamkeppninni
Start09 hefur nú valið vinningshug-
myndirnar úr þeim mikla fjölda sem
barst í keppnina. Úrslitin verða kynnt
á hugmyndafundi í Iðnó í dag kl. 16:00.
Húsið opnar kl. 15:30.
Á fundinum mun bandaríski frum-
kvöðullinn Jeff Taylor miðla af reynslu
sinni og leiða almennar umræður um
hugmyndir og umbreytingu þeirra
í fyrirtæki. Einnig býðst höfundum
valinna hugmynda í samkeppninni
tækifæri til að kynna þær stuttlega
og þróa með hjálp Jeff Taylor,
Guðmundar Odds Magnússonar,
Guðjóns Más Guðjónssonar
og fundargesta.
Allir eru velkomnir á fundinn.
Skráðu þig á skraning@n1.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
HUGMYNDA-
FUNDUR Í DAGKL. 16:00
Málþing fyrir frumkvöðla í Iðnó
Allir velkomnir á málþing með Jeff Taylor í Iðnó
www.n1.is/start
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra sagði að rekja
mætti íslenska efnahagshrunið
aftur til misheppnaðrar einkavæð-
ingar bankanna. Þetta kom fram
í máli hennar á landsþingi Ungra
jafnaðarmanna í Iðnó á laugardag.
Jóhanna sagði að hluti af kostn-
aðinum væri 300 milljarða reikn-
ingur frá Davíð Oddssyni til að
forða gjaldþroti Seðlabankans.
Það sé svipuð upphæð og íslenska
ríkið gæti þurft að greiða vegna
Ice save.
Jóhanna fór yfir stöðu þjóðarbús-
ins og framtíðarmöguleika þess á
þinginu. Hún sagði skuldir ríkis-
sjóðs hafa vaxið úr 300 milljörðum
við bankahrunið í 1.700 milljarða og
þá væri Icesave-reikningurinn ekki
talinn með. Skýra mætti halla fjár-
laganna meðal annars af auknum
framlögum til atvinnuleysistrygg-
inga upp á 30 til 40 milljarða.
Blóðugasti reikningurinn væru
tæplega 100 milljarðar sem ríkis-
sjóður greiddi í vexti af lánum og
því væri mikilvægt fyrir framtíð-
ina að taka sem fyrst á halla rík-
issjóðs.
„Þetta er reikningurinn sem við
stöndum uppi með. Og ég held að
það sé alveg óhætt að segja að upp-
hafið að okkar óförum var hvernig
staðið var að einkavæðingu bank-
anna 2004,“ sagði Jóhanna meðal
annars.
„Þar var ekkert gegnsæi, ekkert
almennilegt regluverk til að styðj-
ast við og þar fór fyrst og fremst
fram helmingaskipti á bönkunum
milli Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks.“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra talaði um efnahagshrunið á landsþingi Ungra jafnaðarmanna:
300 milljarða reikningur frá Davíð
FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna sagði að ekkert almennilegt regluverk hefði verið til
að styðjast við þegar bankarnir voru einkavæddir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Þrír meintir amfetamínsmyglarar eru
frjálsir ferða sinna eftir að Héraðsdómur Reykja-
ness hafnaði fyrir helgi kröfu lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald
þeirra. Tveir menn sitja áfram inni vegna málsins.
Lögreglan rannsakar smygl á fjórum kílóum af
amfetamíni, sem þessir fimm menn eru grunaðir
um að hafa átt aðild að.
Mennirnir eru allir af íslensku bergi brotnir.
Fjórir þeirra hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 11.
september. Þrír þeirra eru á þrítugsaldri og einn
undir tvítugu. Einn þeirra, fæddur 1985, hefur verið
úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna
málsins á grunni almannahagsmuna, til 28. októb-
er. Fimmti maðurinn, sá sem afplánar nú eldri dóm,
var úrskurðaður í gæsluvarðhald 24. september síð-
astliðinn. Hann er fæddur 1982 og er sá eini í hópn-
um sem áður hefur komið við sögu hjá lögreglu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru
efnin flutt til Íslands frá Danmörku. - jss
Tveir áfram inni fyrir smygl á fjórum kílóum af amfetamíni:
Meintir dópsmyglarar lausir
AMFETAMÍN Mennirnir eru grunaðir um aðild að smygli á
fjórum kílóum af amfetamíni.
HERMENN VAKTA SENDIRÁÐ Tveir
hermenn á vakt fyrir utan sendiráð
Brasilíu í Hondúras, þar sem Manuel
Zelaya, forsetinn brottrekni, fékk húsa-
skjól eftir að hafa snúið aftur heim.
NORDICPHOTOS/AFP
Og ég held að það sé
alveg óhætt að segja að
upphafið að okkar óförum var
hvernig staðið var að einkavæð-
ingu bankanna 2004.
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
FORSÆTISRÁÐHERRA
LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í
tvö fyrirtæki í lok síðustu viku
í Neskaupstað. Þjófarnir höfðu
þó ekki mikið upp úr krafsinu.
Samkvæmt fréttavefnum
austurlandid.is höfðu þeir með
sér lítinn peningakassa með
skiptimynt frá fyrirtækinu G.
Skúlasyni sem er vélaverkstæði.
Úr vörugeymslu landflutn-
inga Samskipa stálu innbrots-
þjófarnir þremur kössum af
bjór og skiptimynt. Þjófarnir
ollu tjóni á báðum stöðum. Lög-
reglan á Eskifirði rannsakar
málið.
Jónas Vilhelmsson, yfirlög-
regluþjónn á Eskifirði, skorar
á innbrotsþjófana að gefa sig
fram að fyrra bragði enda séu
yfirgnæfandi líkur á að upp um
þá komist.
- kdk
Lögreglan á Eskifirði:
Skorar á inn-
brotsþjófa
VIRKJANIR Friðrik Sophusson lýsti
yfir formlegum verklokum við
byggingu Kárahnjúkavirkjunar
við hátíðlega athöfn sem hófst í
Fljótsdalsstöð á laugardag. Hann
lét um leið af starfi sem forstjóri
Landsvirkjunar, en því starfi
hefur hann gegnt í rúmlega tíu
ár.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra flutti einnig ávarp við þetta
tækifæri.
Framkvæmdir hófust 2002 og
loks var virkjunin formlega gang-
sett 30. nóvember 2007. Heildar-
kostnaður við virkjunina er tal-
inn vera 133 milljarðar sé miðað
við verðlag haustsins 2007. - kdk
Kárahnjúkavirkjun:
Smíði virkjunar
formlega lokið