Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 20
 5. OKTÓBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Tveggja hæða íbúð í Teigun- um varð fyrir valinu þegar sex manna fjölskylda leitaði sér að framtíðarhúsnæði. Íbúðin var tekin í gegn á undraskömmum tíma enda fjölskyldan bæði handlagin og harðdugleg. Það er ekki endilega einfalt mál að finna draumahúsið fyrir sex manna fjölskyldu. Þegar hjónin Ólafía Ása Jóhannesdóttir og Sig- urður Garðar Kristinsson fóru á stúfana var lagt af stað í leitina með langan óskalista. Þeim fannst mikilvægt að vera miðsvæðis í Reykjavík, vera nálægt leikskóla og skóla, tónlistarskóla og íþrótta- starfi. Helst áttu börnin að fá sér- herbergi. Leitin að draumaíbúðinni tók nokkurn tíma en svo duttu þau niður á tveggja hæða íbúð við Hraunteig, heila 220 fermetra. „Það þurfti að gera mjög mikið þannig að fólk reyndi að koma vit- inu fyrir okkur, en okkur leist bara svo vel á þess íbúð, hún hafði allt,“ segir húsfreyjan sem tekur á móti gestum í innlitið. Húsið var byggt á fimmta ára- tugnum og er í hefðbundnum stíl Teiganna. Þegar inn er komið blas- ir við forláta línóleum dúkur sem leyndist undir teppi. Gengið er upp á aðra hæð en á henni eru stofa, gestaklósett, vinnuherbergi, hjóna- herbergi og eldhús. Uppi eru svo barnaherbergin fjögur, þvottahús og klósett. Panell á veggjum setur svip sinn á íbúðina en hann völdu húsráðendur að mála í há glans- hvítu til að létta ásýnd íbúðarinn- ar. Það var þó ekki einföld ákvörð- un. „Við veltum þessu vandlega fyrir okkur skal ég segja þér, og fengum vini og vandamenn til að segja sína skoðun og fólk skipt- ist í fylkingar,“ segir Ása sem er mjög sátt við hvítu leiðina. „Þetta er svona skandinavískt, við fílum það.“ Auk þess að mála alla íbúðina var skipt um gólfefni sem létti einnig ásýnd hennar. En eitt mesta púlið var að opna eldhúsið því í ljós kom að gólfið þar var hærra en annars staðar í íbúðinni sem þýddi mikinn steypuburð fyrir heimilis- föðurinn og vini hans. „Við borguð- um ekki fyrir neina vinnu, heldur gerðum allt sjálf,“ segir Ása sem er nokkuð ánægð með eiginmann- inn sem er lærður málari og lag- hentur mjög og var í fullri vinnu við endurbæturnar með góðri hjálp ættingja og vina. Framkvæmdirnar tóku ótrú- lega skamman tíma, íbúðin var keypt í apríllok 2007 og fjölskyld- an flutti inn í júní. Svo heppilega vildi til að bæði voru í fæðingar- orlofi vegna yngsta barnsins, og því rýmri tími til framkvæmda en ella. Þrátt fyrir að kaupin hafi átt sér stað árið 2007 er lítill 2007 bragur á íbúðinni. Húsgögnin eru til aðmynda að stórum hluta keypt í Góða hirðinum. „Innréttingarn- ar í eldhúsinu eru úr Ikea og við misstum okkur ekki í blöndunar- tækjahönnuninni. Baðherberg- in fengu svo ódýra en áhrifaríka andlitslyftingu, þar var einfald- lega málað yfir flísar.“ Fjölskyldan er mjög ánægð með útkomuna. „Íbúðin heldur svo vel utan um okkur,“ segir Ása. „Og hér í hverfinu er allt við hendina alveg eins og við vildum.“ - sbt DRAUMAÍBÚÐ fyrir sex manna fjölskyldu gamli tíminn Herbergjagangur á efri hæð. Gestasalerni með upprunalegum flísum. Borðstofuborðið er úr Góða hirðinum og lampinn sömuleiðis. Innbyggðar hillur sjást hér í bakgrunni en þær eru upprunalegar. Bókahillurnar í stofunni voru fluttar með úr gömlu íbúðinni en þær létu húsráðendur sérsmíða á sínum tíma. Þau fengu hug- myndina að þeim í húsbúnaðarblaði en hönnuðu þær sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Viðarpanellinn setti mikinn svip á holið. Opnað var á milli eldhúss og borðstofu og forláta eyju komið fyrir. Gamla eldhúsið var í sérherbergi. Borðstofan við hlið eldhússins. Nú hefur verið opnað á milli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.