Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 12
12 5. október 2009 MÁNUDAGUR
ÍRAN Stjórnvöld í Íran tilkynntu
í gær að fundir með Moham-
ed ElBaradei, yfirmanni Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinnar, hafi
reynst gagnlegir.
ElBardei segir allar líkur á að hægt
sé að koma samstarfi á milli Írana
og Vesturlanda. Þær upplýsing-
ar þykja nokkuð óvæntar en fundi
fulltrúa Írans og sex ríkja í Genf
fyrir helgina var ekki fyrr lokið
en deilur hófust um merkingu þess
sem fundarmenn höfðu orðið ásátt-
ir um.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
sagði að fundinum loknum að Íran-
ar hafi fallist á að leyfa kjarnorku-
eftirliti Sameinuðu
þjóðanna að skoða
nýja auðgunarstöð
fyrir úran, sem
byggð var með
leynd inni í fjalli
í Íran.
Mehdi Saffari,
sendiherra Írans í
Bretlandi og full-
trúi Írans á fundin-
um, var þó fljótur
til andmæla. Hann sagði þetta ekki
enn hafa verið rætt, og þegar hann
var spurður hvort Íranar hefðu
samþykkt þetta þá svaraði hann:
„Nei, nei!“ Eftir ummæli ElBaradei
virðist hins vegar þíða hafa kom-
ist í málið.
Síðar í mánuðinum eiga fram-
haldsviðræður að hefjast, en óljóst
er hvort Írönum er alvara. Full-
yrðingar ElBaradei um skyndileg-
an samstarfsvilja Írana þykja gefa
tilefni til bjartsýni í þeim efnum.
Á fundinum í Genf voru fulltrúar
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands, Kína, Rússlands og Þýska-
lands, auk fulltrúa frá Íran.
Íranar hafa árum saman sagst
líta svo á að þeir hafi frjálsar hend-
ur til að koma sér upp kjarnorku-
vinnslu í friðsamlegum tilgangi,
og neita því jafnframt harðlega að
ætla að koma sér upp kjarnorku-
vopnum.
Helstu valdaríki heims hafa hins
vegar rökstuddar áhyggjur af því
að þeir ætli sér í reynd að koma sér
upp kjarnorkuvopnum, og hafi und-
anfarin ár unnið markvisst að því.
Írönum hefur verið hótað enn
harðari refsiaðgerðum leyfi þeir
ekki kjarnorkueftirlitsmönnum að
skoða starfsemina.
gudsteinn@frettabladid.is
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Bílavarahlutir
DÓMSMÁL Karlmaður á sjötugsaldri skal sæta
fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn
andlega fatlaðri konu, samkvæmt dómi Hæstaréttar
sem staðfestir þar með dóm Héraðsdóms Reykjavík-
ur. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða
konunni 600 þúsund krónur í miskabætur.
Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun, með því
að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við
konuna á skrifstofu sinni.
Konan bar að maðurinn hefði boðið sér á skrif-
stofuna, borgað fyrir sig leigubíl og notað síðan
kynlífstæki við athæfið. Hún hefði mótmælt og rétt
sloppið undan honum. Tveim dögum síðar hafi hún
hringt í lögreglu, sem ók henni á slysavarðstofu.
Samkvæmt skýrslu læknis á neyðarmóttöku var
konan með nokkra áverka.
Konan bar að hún og maðurinn hefðu áður haft
samfarir í nokkur skipti og maðurinn oftast greitt
sér fyrir.
Mat sálfræðings var meðal annars það, að konan
bæri með sér augljósa greindarskerðingu, ætti erf-
itt með að orða hugsanir sínar, hefði lágt sjálfsmat
og væri stöðugt að afsaka sig. Hæstiréttur áleit að
þar sem maðurinn hefði þekkt konuna um árabil
hlyti honum að vera andlegir annmarkar hennar
ljósir. Hún er 75 prósenta öryrki. - jss
Hæstiréttur staðfestir fimmtán mánaða fangelsisdóm yfir manni á sjötugsaldri:
Misnotaði andlega fatlaða konu
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Staðfesti dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur.
FLÆÐIR YFIR STÍFLU Fólk fylgist með
vatnsflaumnum flæða yfir stíflu í Dindi
á Indlandi, í ríkinu Andrah Pradesh.
Mikið úrhelli á fimmtudaginn olli
gífurlegu flóði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UMFERÐARMÁL „Það er alveg
óskiljanlegt að búa til hraða-
hindrun sem gefur kost á því að
ökumenn geti komist hjá þeim
með því að aka yfir á rangan
vegarhelming,“ segir Vilhjálm-
ur Stefánsson, lögreglumaður á
Blönduósi, á vef Skagastrandar.
Vilhjálmur ók lögreglubíl sem
fólksbíll ók á á Skagaströnd á
þriðjudag. Ökumaður fólksbílsins
ætlaði að komast hjá því að aka
yfir hraðahindrun og beygði yfir
á vinstri vegarhelming en lenti
þá beint framan á lögreglubíln-
um. „Hvers vegna að hafa hraða-
hindrun ef ekki þarf að aka á
hana?“ spyr Vilhjálmur á skaga-
strond.is. - gar
Ekið á lögreglubíl:
Óskiljanleg
hraðahindrun
LASKAÐUR LÖGREGLUBÍLL Hætta skap-
ast þegar ekið er milli hraðahindrana á
Skagaströnd.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi
leitar dýrra muna eftir að brotist
var inn í tilraunahús Landbúnað-
arháskóla Íslands á Reykjum í Ölf-
usi.
Innbrotið átti sér stað um þar
síðustu helgi. Úr tilraunahúsinu
var stolið ýmsum sértækum hlut-
um. Fyrst er þar að nefna gróður-
húsalampa sem er sá eini sinnar
tegundar hér á landi. Hann var
þáttur í tilraunaverkefni. Lamp-
inn er knúinn rafgasi og hefur
þá eiginleika að hann hitnar nán-
ast ekkert. Því er hægt er að hafa
hann mjög nærri plöntunum sem
gefur betri nýtingu á birtuna.
Einnig var stolið tuttugu gróður-
húsaperum, jarðvegshitamæli,
rafspennumæli, lengdarmælitæki
og tæki til að mæla jarðvegsraka.
Tækið er gagnslaust þeim sem
hefur það undir höndum þar sem
því á að fylgja tölvukubbur sem er
nú á öðrum stað. Lögreglan biður
alla þá sem veitt geta upplýsingar
um þetta innbrot eða ofangreinda
hluti að hafa samband við lögregl-
una á Selfossi í síma 480 1010.
Þessu til viðbótar leitar lögregla
til almennings vegna innbrots á
dekkjaverkstæði við Unubakka í
Þorlákshöfn. Þaðan var stolið sex-
tán jeppa- og fólksbíladekkjum.
Verðmæti þeirra er á fjórða hundr-
að þúsund krónur. - jss
Brotist inn í tilraunahús Landbúnaðarháskóla Íslands:
Lögreglan leitar að dýru þýfi
LAMPINN Lampinn eins og sá sem
stolið var. Hann er sá eini sinnar teg-
undar á landinu og kostar rúmar 200
þúsund krónur.
DÓMSMÁL Þrír karlmenn hafa
verið ákærðir fyrir stórtæka
bruggun. Mennirnir voru við iðju
sína í bílskúr í Hraunbænum í
Reykjavík. Þegar lögreglu bar að
garði aðfaranótt fimmtudagsins
18. júní síðastliðinn gaf heldur en
ekki á að líta. Þar reyndust vera
110 lítrar af gambra og sérhæfð
áhöld til þess að eima hann. Lög-
reglan lagði einnig hald á fimm
hvítar tunnur svo og suðupott. - jss
Þrír menn ákærðir:
Með hundrað
lítra af gambra
SAMGÖNGUR Mikil flugumferð var
um íslenska flugstjórnarsvæðið,
sem er eitt stærsta úthafssvæði
heims, á laugardaginn. Ástæða
aukinnar umferðar var bilun í
tölvukerfi í flugstjórnarmiðstöð-
inni í Shanwick (Prestwick í Skot-
landi) snemma morguns á laug-
ardag.
Í tilkynningu frá Flugstoð-
um segir að ekki sé ljóst hversu
margar flugvélar hafi flogið í
gegnum íslenska svæðið, en búist
er við að sú tala verði nálægt
fimm hundruð.
„Fjölga þurfti um átta flug-
umferðarstjóra þegar mest var,“
segir í tilkynningunni.
Mikil umferð yfir Íslandi:
500 vélar á flug-
stjórnarsvæðinu
Íranar sýna samstarfsvilja
Íranar hafa verið tregir til að leyfa alþjóðlegu kjarnorkueftirliti að skoða kjarnorkustöðvar sínar. Viðræður í
síðustu viku áttu að verða upphaf nýs kafla í samskiptum Írana við umheiminn, en óljóst er um framhaldið.
Helstu kjarnorkustöðvar
■ Ágúst 2002: Útlægir Íranar
segja írönsk stjórnvöld hafa
með leynd reist auðgunarstöð
fyrir úran í Natanz og þung-
vatnskjarnaofn við Arak, sem
er brot á alþjóðasamningum.
■ Desember 2002: Gervi-
hnattaljósmyndir staðfesta
tilvist leynilegra stöðva.
Khatami forseti segir Írana
ekki ætla að koma sér upp
kjarnorkuvopnum.
■ Nóvember 2003: Íranar
hætta auðgun en viðurkenna
að hafa framleitt takmarkað
magn af auðguðu úrani.
■ Júní 2004: Íranar hefja á
ný framleiðslu á skilvindum.
■ Nóvember 2004:
Khatami stöðvar auðgun
samkvæmt samkomulagi
við ESB.
■ Júní 2005: Mahmoud Ah-
madinejad sigrar í forsetakjöri.
■ September 2005: Ahmad-
inejad forseti segir það ófrávíkj-
anlegan rétt Írana að framleiða
kjarnorkueldsneyti.
■ Janúar 2006: Íranar fjar-
lægja innsigli og hefja auðgun
á ný í Natanz. Í apríl segir
Ahmadinejad að úranið sé
orðið 3,5 prósent hreint.
■ Júní 2006: Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna býður Írönum
að gegn því að auðgun úrans
verði hætt fái þeir aðstoð við
að reisa vatnsorkuver, stuðning
við aðild að Heimsviðskipta-
stofnuninni og refsiaðgerðum
verði afl étt. Íranar hafna.
■ Október 2006: Íranar
tvöfalda auðgunargetu úrans
í Natanz.
■ Mars 2007: Sameinuðu
þjóðirnar herða refsiaðgerðir,
vopnasölubann á Íran.
■ Júlí 2007: Háttsettur banda-
rískur erindreki tekur í fyrsta sinn
þátt í fjölþjóðaviðræðum við
Írana um auðgun í Genf
Skotstöð fl ugskeyta
Natanz:
8.000 skilvindur
TEHERAN
Persafl ói
Ómanfl ói
Kaspíahaf
ÍRAN
Úrannáman í
Saghand
Isfahan
Bushehr
Arak
Qom
20092008200720062004 200520032002
■ Febrúar 2008: Alþjóða-
kjarnorkueftirlitið segir Írana
hafa nóg af auðguðu úrani til
að framleiða eina kjarnorku-
sprengju.
■ September 2008: Íranar
viðurkenna að hafa reist aðra
auðgunarstöð skammt frá
borginni Qom.
■ Mars 2009: Barack
Obama réttir fram sáttahönd
og býður Írönum endurnýjuð
samskipti.
BARRACK
OBAMA