Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 14
14 5. október 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 bílaperur Quarts allt að 80% meira ljós NÝJAR bílaperur frá Alþjóðadagur kennara er hald-inn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasam- bands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni „Að skapa framtíð: Nú er tími til að fjárfesta í kennurum“. Yfirskriftin hefur sérstaka til- vísun til efnhagskreppunnar í heiminum og afleiðinga hennar. Kennarar standa víða um lönd frammi fyrir gífurlegum sparn- aðaraðgerðum og niðurskurði í fjárveitingum til skólamála sem bitnar á þeim með ýmsum hætti, m.a. fjöldauppsögnum, lokun skóla og mikilli fjölgun í bekkjardeild- um. Hér á landi hefur enn engum skóla verið lokað, en ríki og sveit- arfélög leita allra möguleika til að spara í rekstri. Vonandi gera stjórnvöld sér ljóst hver hætta er fólgin í því að láta kreppuna bitna með fullum þunga á skólakerfinu. Niðurskurður í mennta- og skólamálum bitnar verst á fátæk- um nemendum og þeim nemend- um sem mesta þjónustu þurfa. Hann er því aðför að jafnrétti og mannréttindum. Það gildir jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum. En er þá ekki eðlilegt í kreppu að skera niður fjárveitingar til þessara mála eins og annarra? Svarið er nei. Það er þvert á móti óskynsamlegt að skera niður útgjöld til skólamála við núver- andi aðstæður. Nú eigum við að slá skjaldborg um skólana og verja þá áföllum. Menntun er auð- lind sem við eigum að hagnýta. Fjárveitingar til mennta- og skóla- mála eru langtímafjárfesting og algert forgangsmál í endurreisn íslensks þjóðfélags. Laun og afkoma kennara á grunn- og framhaldssólastigi eru mjög ólík eftir löndum og hlutur þeirra í þjóðarkökunni er mis- munandi. Nýlega kom út skýrsla OECD, „Education at a Glance 2009“. Þar er að finna margvísleg- ar upplýsingar um fjárveitingar til menntamála í aðildarríkjunum, meðal annars um laun kennara. Upplýsingarnar um laun byggjast á tölum frá árinu 2007 þegar allt virtist leika í lyndi hér á landi og dansinn kringum gullkálfinn stóð sem hæst. Í skýrslunni kemur fram að í góðærinu svokallaða stóðu laun íslenskra kennara á grunn- og framhaldsskólastigi langt að baki launum kennara í flestum þeim löndum sem við erum vön að bera okkur saman við, hvort sem litið er til launa eða hlutfalls þeirra af landsframleiðslu á mann. Þó að stjórnmálamenn hafi gumað af því að Íslendingar hafi aukið verulega fjárveitingar sínar til skóla- og menntamála á undan- förnum árum er ljóst að þær hafa ekki nema að litlu leyti runnið til kennara. Í áðurnefndri skýrslu OECD kemur fram að árið 2007 var kaupmáttur launa íslenskra grunnskólakennara (með að minnsta kosti 15 ára starfs- reynslu) mældur með svonefnd- um PPP-stuðlum u.þ.b. 40% lægri en kaupmáttur launa grunn- skólakennara (lower secondary education) að meðaltali í OECD- ríkjunum. Sama ár var kaupmátt- ur launa íslenskra framhalds- skólakennara u.þ.b. 28% lægri en kaupmáttur launa framhalds- skólakennara (upper second- ary education) var að meðaltali í OECD-ríkjunum. Árið 2007 voru laun grunnskóla- kennara 71% af landsframleiðslu á mann á Íslandi það ár. Sambæri- leg tala var að meðaltali 123% í OECD ríkjunum. Sama ár voru laun íslenskra framhaldsskóla- kennara 90% af landsframleiðslu á mann á Íslandi það ár. Sambæri- leg tala var 130% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Í skýrslu OECD er ekki fjallað um laun leikskóla- kennara og tónlistarskólakennara. Sjálfsagt er óraunhæft að gera ráð fyrir að kennaralaun hækki verulega á næstu misserum. En fyrr eða síðar hljótum við að sjá til sólar. Tölurnar hér að ofan sýna að íslenskir grunn- og fram- haldsskólakennarar eru, vegna lágra launa, mun verr undir það búnir að takast á við kreppuna en starfssystkini þeirrra í öðrum OECD-ríkjum. Það er því þeim mun meiri ástæða fyrir íslenska kennarastétt að taka undir kjörorð dagsins: „Að skapa framtíð: Nú er tími til að fjárfesta í kennur- um“ og hefja virkjun mannauðs- ins, mikilvægustu auðlindar þessa lands. Höfundur er fyrrverandi kynning- ar- og upplýsingafulltrúi KÍ. Fjárfestum í kennurum UMRÆÐAN Kjartan Broddi Bragason skrifar um lífeyrissjóðina Eignir lífeyrissjóðanna eru á milli 1.500 og 2.000 millj- arðar króna, hátt í jafn miklar og skuldir heimilanna eru við bankakerfið, Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina. Almenningur á Íslandi er eigandi að þessum fjármunum. En eru þessir fjár- munir að hjálpa til á sem heppi- legastan hátt svo reisa megi hér efnahagslífið við á sem skemmstum tíma? Ég ætla að nefna tvö atriði sem mér finnst stinga í stúf við eðlilega meðhöndl- un á „almannafé“. Lífeyrissjóðirnir eiga í kringum 500 milljarða króna í erlendum eignum. Ef þeir – í samvinnu við ríkisvaldið og Seðlabankann – myndu flytja þessa fjármuni heim mætti losna við þá erlendu fjárfesta sem hér eiga krónur og vilja komast í burtu með sína fjármuni. Í framhaldinu yrði hægt að lækka stýrivexti umtalsvert og afnema núverandi gjald- eyrishöft. Það yrði veruleg búbót fyrir innlendan almenning. Mjög háir raunvextir eru á fasteignaskuld- um heimilanna. Þeir eru mun hærri en þekkist á nokkru öðru byggðu bóli. Stór hluti af þessum raunvaxtatekjum rennur til lífeyrissjóðanna sem eiganda að lífeyrissjóðslánum og að stórum hluta skuldum Íbúðalánasjóðs. Tímabundið mætti sjá fyrir sér að lífeyrissjóðirnir myndu lækka þessa raunvexti og gefa fólki tækifæri til að vinna á sínum skuldavandamálum. Þau eru ærin fyrir og nýlegar tillögur ríkisvaldsins gera ekkert nema lengja í þeirri hengingaról sem umlykur tugþús- undir íslenskra heimila. Tímabundin lækkun á vaxtakjörum yrði veruleg búbót fyrir innlendan almenning. Í eðlilegu efnahagskerfi – eins og þekkist víða erlendis – eru oft á tíðum opnir möguleikar fyrir skuldara (þ.m.t. húsnæðiseigendur) að endurfjár- magna sínar skuldir þegar vaxtakjör taka miklum breytingum. Þar ríkir nefnilega samkeppni þegar kemur að ávöxtun fjármuna. Hér geta lífeyris- sjóðirnir ráðið langtímavöxtum í krafti einokunar – þeir ráða nefnilega yfir svo til einu langtímafjár- munum sem finnast á landinu. Áhugavert væri – í því samhengi – að skoða hvort í núverandi kerfi felist einhvers konar „óeðlilegar“ eignatilfærslur annars vegar almennt á milli fjármagnseigenda og skuldara og hins vegar í gegnum lífeyrissjóðakerfið á milli kynslóð- anna. Höfundur er hagfræðingur. Peningar lífeyrissjóðanna HELGI E. HELGASON Í DAG | Alþjóðadagur kennara KJARTAN BRODDI BRAGASON E inhver afdrifaríkasti atburður íslenskrar stjórnmála- sögu síðustu áratuga var sigur R-listans í Reykjavík fyrir rúmum fimmtán árum. Með R-listanum var hnekkt því sem virtist ósnertanlegt veldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Við tók tólf ára valdaskeið vinstri- og miðju- manna í höfuðborginni. Þótt skoðanir manna kunni að vera skiptar á því hvort stjórn R-listans hafi verið til bölvunar eða blessunar, verður ekki um það deilt að áhrif hans á þróun stjórnmálakerfisins urðu mikil. Þar má nefna þær breytingar sem urðu á flokkaskiptingu vinstri- manna undir lok síðustu aldar. Myndun þessa framboðsafls krafðist mikilla pólitískra klók- inda, enda voru þar gjörólíkar stjórnmálahreyfingar og -flokkar að rugla saman reytum sínum. Framsóknarmenn, kratar, allaball- ar, kvennalistakonur og óflokksbundið fólk – allir þessir hópar komu hver úr sinni áttinni og höfðu ólíkar hefðir, skoðanir og vinnubrögð. Allir sem eitthvað fylgdust með myndun fyrsta R-listans fyrir kosningarnar 1994 vita að framboðið hefði aldrei getað orðið að veruleika öðruvísi en með flóknum málamiðlunum og niðurnjörv- uðum samningum. Grundvallaratriðið þar var val á borgarstjóra- efni og skipting sæta á framboðslistanum og síðar í nefndum og ráðum. Þetta kom engum á óvart, enda hefur slíkt nær undan- tekningarlaust verið raunin í öllum sameiginlegum framboðum til sveitarstjórnarkosninga hér á landi fyrr og síðar. Vegna þessarar forsögu vekur furðu að vinstristjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna beri nú fram frumvarp til breytinga á kosningalögum sem hefðu á sínum tíma í raun útilokað myndun R-listans og ótal annarra sambærilegra framboða um land allt. Frumvarp þetta gerir það að verkum að nær ómögulegt má telja að ólíkar stjórnmálahreyfingar komi sér saman um framboðs- lista, þar sem nánast má ganga að því vísu að sterkasta hreyf- ingin í slíku samstarfi myndi hirða alla fulltrúana á kostnað samstarfsaðilanna. Augljóst er að breytingar þessar munu leiða til fjölgunar fram- boða á vinstri vængnum í sveitarstjórnarkosningum um land allt. Sameiginlegum bæjarmálaframboðum mun snarfækka og hlýtur slíkt fyrst og fremst að koma Sjálfstæðisflokknum til góða, enda býður hann undantekningarlítið fram einn og í eigin nafni í sveit- arstjórnarkosningum. Í ljósi þess að vinstrimenn hafa til þessa talið árangur R-listans til sinna helstu afreka er því stórundarlegt að forystumenn ríkis- stjórnarinnar leggi á það höfuðáherslu að knýja í gegn kosninga- kerfisbreytingar sem hindrar að flokkar um og vinstra megin við miðju geti blásið til sameiginlegrar sóknar í einstökum bæjum. Er það til dæmis svo fráleitt að ímynda sér að þróun mála í borgar- stjórn Reykjavíkur gæti orðið með þeim hætti að einhvern daginn yrði það fýsilegur kostur fyrir Vinstri græn og Samfylkingu að bjóða fram sameiginlega, jafnvel í samstarfi með fleirum? Breytingar á kosningalögum: Vatn á myllu íhaldsins STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR Til Tyrklands Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra hélt til Istanbúl í Tyrklandi í tengslum við ársfund Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Þar ræðir hann meðal annars við fjármálaráðherra Bretlands og Hollands um Icesave-deiluna. Ekki er loku fyrir það skotið að Steingrím- ur liðki fyrir láninu frá sjóðnum, sem Íslendingar eru orðnir langeygir eftir. Fari svo mætti ef til vill gefa því viðurnefnið Tyrkjalánið. Og væri Steingrímur þá ekki rétt- nefndur Tyrkja- Budda? Kaldar kveðjur Steingrímur er væntanlegur til lands- ins á miðvikudag og óvíst er hvaða landslag bíður hans í eigin flokki. Nýskipaður ráðherra flokksins, Álf- heiður Ingadóttir, fékk í það minnsta kaldar kveðjur frá þingflokksformann- inum, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, í Silfri Egils í gær. Guðfríður, sem nýverið valdi Álf- heiði sem ráðherra ásamt öðrum í þingflokknum, kallaði þannig eftir að Ögmundur Jónasson sneri til baka í ríkisstjórn; vænt- anlega á kostnað Álfheiðar, sem yrði sennilega skammsætn- asti ráðherra sögunnar fengi þingflokksform- aður hennar að ráða. Ég og aðal Anna Pála Sverrisdóttir lét af störfum sem formaður Ungra jafnaðar- manna um helgina. Ræða hennar vakti nokkra athygli, en hún notaði tækifærið og upplýsti þingheim um kynhneigð sína. Harmaði hún mest að hafa ekki gert það fyrr þannig að hægt hefði verið að skrifa fréttir um að tvær lesbíur stýrðu Samfylking- unni. Yfirlýsingin kom nokkuð á óvart, enda höfðu fáir gert sér grein fyrir því að formennska í ungliðahreyfingu gengi næst flokksformennsku í valdapír- amídanum. bergsteinn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.